Þættirnir fjalla um stríðsmanninn Din Djarin, eða Mando, og krúttsprengjuna Grogu og ævintýri þeirra. Samkvæmt stiklunni mun Mando setja stefnuna á Mandalore, heimahnött fólks hans sem keisaraveldið gereyðilagði á árum áður.
Þar ætlar hann að öðlast fyrirgefningu fyrir syndir sínar, eftir að hann tók af sér hjálm sinn í síðustu þáttaröð. Einnig virðist sem einhver ný óþekkt ógn hafi stungið upp kollinum og ógni Nýja Lýðveldinu.
Í stiklunni má heyra Mando segja Grogu að sem Mandalorian þurfi hann að læra hvernig hann á að ferðast um stjörnuþokuna fjarlægu sem myndar söguheim Star Wars.
Pedro Pascal leikur Mando en auk hans eru þau Katee Sackhoff, Carl Weathers og fleiri í þáttunum vinsælu. Þeir hafa leitt af sér aðrar þáttaraðir eins og Book of Boba Fett og Ahsoka, sem verða frumsýndir á þessu ári.