Strákarnir okkar þurfa að fella frændur sína eða treysta á mikla heppni Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2023 10:32 Ólafur Guðmundsson, Janus Daði Smárason og Bjarki Már Elísson glaðbeittir eftir sigurinn örugga gegn Suður-Kóreu. Þeir þurfa væntanlega einnig að vinna næstu þrjá leiki til að komast í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Á Ísland enn möguleika á að vinna til verðlauna á HM? Getur liðið komist í undanúrslit án þess að vinna Svía? Hvað þarf að gerast og hvað má alls ekki gerast? Það er kominn tími til að rýna í stöðuna fyrir leiki Íslands í milliriðli. Leikur Íslands við Evrópumeistara Svíþjóðar, á þeirra eigin heimavelli, næsta föstudagskvöld virðist fyrir fram vera leikurinn sem ræður því hvort að Ísland komist í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Fleiri möguleikar eru þó vissulega í stöðunni. Strákarnir okkar færa sig nú frá Kristianstad yfir til Gautaborgar og spila þar við Grænhöfðaeyjar á morgun, Svíþjóð á föstudag og loks Brasilíu á sunnudag. Þessir þrír mótherjar voru saman í C-riðli og mæta Íslandi, Ungverjalandi og Portúgal úr D-riðli. Liðin taka með sér úrslit úr riðlakeppninni og eru frændur vorir Svíar einir með fullt hús stiga eftir að hafa unnið Brasilíu og Grænhöfðaeyjar með þægilegum hætti. Svona er staðan í milliriðli Íslands eftir að öll liðin hafa spilað tvo leiki. Portúgal er fyrir ofan Ísland vegna þess að innbyrðis úrslitin úr leikjum liðanna við Ungverjaland eru einnig talin með. Ef að Ísland og Portúgal væru tvö ein jöfn að stigum væri Ísland ofar, vegna sigursins í innbyrðis leik liðanna.Wikipedia Tvö af þessum sex liðum komast áfram í 8-liða úrslitin. Fyrir fram virðist Ísland í baráttu við Ungverjaland og Portúgal um að fylgja Svíþjóð upp úr riðlinum, en á móti kemur að Svíar þurfa að spila þrjá afar krefjandi leiki. Strákarnir okkar eru með örlögin í eigin höndum. Ef að þeir vinna leikina sína þrjá þá komast þeir í 8-liða úrslit. Svo einfalt er það. Ísland yrði þá með 8 stig og ekki gætu tvær þjóðir til viðbótar verið með þann stigafjölda nema með því að Portúgal og Ungverjaland ynnu sína þrjá leiki einnig, og þá færu Portúgal og Ísland upp úr riðlinum vegna innbyrðis úrslita liðanna þriggja. Hlutirnir verða fyrst flóknir þegar við veltum fyrir okkur hvort Ísland gæti mögulega haft efni á því að tapa einum af leikjunum þremur. Það er ólíklegt en ekki alveg útilokað. Sú staðreynd að Portúgal skyldi ná að vinna sjö marka sigur gegn Ungverjalandi í gær en ekki 1-6 marka sigur gerir þetta umtalsvert ólíklegra og Ísland þarf mikla lukku ef liðið vinnur ekki alla þrjá leikina. Ef að Ísland myndi til dæmis tapa fyrir Svíþjóð þyrfti liðið að sjálfsögðu að vinna hina tvo leikina sína, en líka treysta á fleiri hagstæð úrslit. Það gæti gengið upp ef að Svíar myndu einnig vinna Ungverjaland og Portúgal, og að Ungverjaland myndi misstíga sig gegn Brasilíu eða Grænhöfðaeyjum. Ísland gæti þá endað í 2.-3. sæti með 6 stig líkt og Portúgal, en færi áfram í undanúrslit vegna innbyrðis úrslita. Fleiri möguleikar eru í stöðunni en eitt er víst að ef að Ísland vinnur sína þrjá leiki þá kemst liðið í 8-liða úrslit, og þó að Evrópumeistarar Svía á heimavelli séu stór fyrirstaða þá er það svo sannarlega raunhæfur möguleiki. Komist Ísland í 8-liða úrslit mun liðið spila í Stokkhólmi 25. janúar, gegn liði úr milliriðli fjögur þar sem Danmörk, Egyptaland og Króatía eru líklegust til afreka. Sæti í 8-liða úrslitum gefur bæði möguleika á að komast enn lengra, eða í undanúrslit og spila þá um verðlaun, en einnig komast liðin í 2.-7. sæti í keppni um sæti á Ólympíuleikunum í París 2024, svo að til enn meira er að vinna. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Leikur Íslands við Evrópumeistara Svíþjóðar, á þeirra eigin heimavelli, næsta föstudagskvöld virðist fyrir fram vera leikurinn sem ræður því hvort að Ísland komist í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Fleiri möguleikar eru þó vissulega í stöðunni. Strákarnir okkar færa sig nú frá Kristianstad yfir til Gautaborgar og spila þar við Grænhöfðaeyjar á morgun, Svíþjóð á föstudag og loks Brasilíu á sunnudag. Þessir þrír mótherjar voru saman í C-riðli og mæta Íslandi, Ungverjalandi og Portúgal úr D-riðli. Liðin taka með sér úrslit úr riðlakeppninni og eru frændur vorir Svíar einir með fullt hús stiga eftir að hafa unnið Brasilíu og Grænhöfðaeyjar með þægilegum hætti. Svona er staðan í milliriðli Íslands eftir að öll liðin hafa spilað tvo leiki. Portúgal er fyrir ofan Ísland vegna þess að innbyrðis úrslitin úr leikjum liðanna við Ungverjaland eru einnig talin með. Ef að Ísland og Portúgal væru tvö ein jöfn að stigum væri Ísland ofar, vegna sigursins í innbyrðis leik liðanna.Wikipedia Tvö af þessum sex liðum komast áfram í 8-liða úrslitin. Fyrir fram virðist Ísland í baráttu við Ungverjaland og Portúgal um að fylgja Svíþjóð upp úr riðlinum, en á móti kemur að Svíar þurfa að spila þrjá afar krefjandi leiki. Strákarnir okkar eru með örlögin í eigin höndum. Ef að þeir vinna leikina sína þrjá þá komast þeir í 8-liða úrslit. Svo einfalt er það. Ísland yrði þá með 8 stig og ekki gætu tvær þjóðir til viðbótar verið með þann stigafjölda nema með því að Portúgal og Ungverjaland ynnu sína þrjá leiki einnig, og þá færu Portúgal og Ísland upp úr riðlinum vegna innbyrðis úrslita liðanna þriggja. Hlutirnir verða fyrst flóknir þegar við veltum fyrir okkur hvort Ísland gæti mögulega haft efni á því að tapa einum af leikjunum þremur. Það er ólíklegt en ekki alveg útilokað. Sú staðreynd að Portúgal skyldi ná að vinna sjö marka sigur gegn Ungverjalandi í gær en ekki 1-6 marka sigur gerir þetta umtalsvert ólíklegra og Ísland þarf mikla lukku ef liðið vinnur ekki alla þrjá leikina. Ef að Ísland myndi til dæmis tapa fyrir Svíþjóð þyrfti liðið að sjálfsögðu að vinna hina tvo leikina sína, en líka treysta á fleiri hagstæð úrslit. Það gæti gengið upp ef að Svíar myndu einnig vinna Ungverjaland og Portúgal, og að Ungverjaland myndi misstíga sig gegn Brasilíu eða Grænhöfðaeyjum. Ísland gæti þá endað í 2.-3. sæti með 6 stig líkt og Portúgal, en færi áfram í undanúrslit vegna innbyrðis úrslita. Fleiri möguleikar eru í stöðunni en eitt er víst að ef að Ísland vinnur sína þrjá leiki þá kemst liðið í 8-liða úrslit, og þó að Evrópumeistarar Svía á heimavelli séu stór fyrirstaða þá er það svo sannarlega raunhæfur möguleiki. Komist Ísland í 8-liða úrslit mun liðið spila í Stokkhólmi 25. janúar, gegn liði úr milliriðli fjögur þar sem Danmörk, Egyptaland og Króatía eru líklegust til afreka. Sæti í 8-liða úrslitum gefur bæði möguleika á að komast enn lengra, eða í undanúrslit og spila þá um verðlaun, en einnig komast liðin í 2.-7. sæti í keppni um sæti á Ólympíuleikunum í París 2024, svo að til enn meira er að vinna.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira