Klukkan játar sig sigraða eftir 86 ára þjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 11:58 Halldóra Briem var fyrsta rödd klukkunnar. Myndin er úr bókinni 100 ára saga Símans. Síminn hefur ákveðið að leggja klukkunni, sjálfvirkri þjónustu þar sem landsmenn gátu fengið að vita hvað klukkan væri. Eftir 86 ára þjónustu hefur klukkan hætta að svara í símann og játað sig sigraða gagnvart tæknibyltingunni. Þetta kemur fram á vef Símans. Þar segir að notkun á þjónustunni hafi minnkað mikið undanfarna áratugi og sé lítil sem engin í dag. Enda má finna fjölda tækja nærri hverju einasta heimili sem sýna eða segja hvað klukkan slær. Í upphafi var númerið hjá Fröken Klukku 03, síðar breyttist það í 04, enn síðar í 155 en undir það síðasta var númerið 511-0155. „Klukkan hefur hætt störfum eftir nærri 86 ára þjónustu. Við þökkum henni fyrir sitt framlag,“ er svarið þegar hringt er í 511-0155. Sannarlega tímamót. Saga klukkunnar nær aftur til ársins 1937 þegar Fröken Klukka til starfa. Halldóra Briem var fyrsta rödd klukkunnar. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að nema arkitektúr. Halldóra þurfti að heimsækja höfuðstöðvar Ericsson í Svíþjóð og taka þar upp alls 90 mismunandi upptökur sem hægt var að spila í 8640 mismunandi útgáfum. Fyrstu árin virkaði Fröken Klukka aðeins í Reykjavík en þar var eina sjálfvirka símstöð landsins, Akureyringar voru næstir í röðinni en þar kom sjálfvirk símstöð þó ekki fyrr en árið 1950. Um fröken klukku var ort „Sú rödd er svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómar út um borgina frá Símans töfraklukku“. Árið 1963 var skipt um talvél og tók þá leikkonan Sigríður Hagalín við að segja Íslendingum hvað tímanum leið. Árið 1993 var kerfið svo aftur uppfært og Ingibjörg Björnsdóttir leikkona var þá rödd Fröken Klukku. Ákveðin tímamót urðu árið 2013 þegar að Fröken Klukka varð að Herra Klukku en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson tók þá við keflinu. Ólafur Darri stóð vaktina þangað til nú þegar að klukkan sest í helgan stein og mun hætta að segja hvað tímanum líður. Tækni Fjarskipti Síminn Tímamót Klukkan á Íslandi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Símans. Þar segir að notkun á þjónustunni hafi minnkað mikið undanfarna áratugi og sé lítil sem engin í dag. Enda má finna fjölda tækja nærri hverju einasta heimili sem sýna eða segja hvað klukkan slær. Í upphafi var númerið hjá Fröken Klukku 03, síðar breyttist það í 04, enn síðar í 155 en undir það síðasta var númerið 511-0155. „Klukkan hefur hætt störfum eftir nærri 86 ára þjónustu. Við þökkum henni fyrir sitt framlag,“ er svarið þegar hringt er í 511-0155. Sannarlega tímamót. Saga klukkunnar nær aftur til ársins 1937 þegar Fröken Klukka til starfa. Halldóra Briem var fyrsta rödd klukkunnar. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að nema arkitektúr. Halldóra þurfti að heimsækja höfuðstöðvar Ericsson í Svíþjóð og taka þar upp alls 90 mismunandi upptökur sem hægt var að spila í 8640 mismunandi útgáfum. Fyrstu árin virkaði Fröken Klukka aðeins í Reykjavík en þar var eina sjálfvirka símstöð landsins, Akureyringar voru næstir í röðinni en þar kom sjálfvirk símstöð þó ekki fyrr en árið 1950. Um fröken klukku var ort „Sú rödd er svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómar út um borgina frá Símans töfraklukku“. Árið 1963 var skipt um talvél og tók þá leikkonan Sigríður Hagalín við að segja Íslendingum hvað tímanum leið. Árið 1993 var kerfið svo aftur uppfært og Ingibjörg Björnsdóttir leikkona var þá rödd Fröken Klukku. Ákveðin tímamót urðu árið 2013 þegar að Fröken Klukka varð að Herra Klukku en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson tók þá við keflinu. Ólafur Darri stóð vaktina þangað til nú þegar að klukkan sest í helgan stein og mun hætta að segja hvað tímanum líður.
Tækni Fjarskipti Síminn Tímamót Klukkan á Íslandi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira