Ísland með fæst mörk úr langskotum af öllum liðunum á HM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2023 16:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í íslenska landsliðinu eru að taka skotin sín mun nær markinu en önnur lið á HM í handbolta. Vísir/Vilhelm Samkvæmt opinberri tölfræði heimsmeistaramótsins í handbolta þá rak íslenska handboltalandsliðið lestina í mörkum fyrir utan í riðlakeppninni sem lauk í gær. Íslenska liðið skorar ekki aðeins fæst mörk með langskotum heldur skýtur líka mun færri langskotum en öll önnur lið á mótinu. Opinber tölfræði mótsins sýnir að íslenska liðið hafi skorað samtals fjögur mörk úr langskotum í fyrstu þremur leikjunum og enn fremur aðeins skotið sex sinnum á markið fyrir utan. Íslensku strákarnir hafa þannig tekið helmingi færri langskot en næsta lið á lista sem er Svíþjóð. Íslenska liðið hefur líka aðeins tekið ellefu prósent af þeim langskotum sem lið Egyptalands hefur tekið sem það lið sem skýtur oftast fyrir utan. Egyptar hafa líka skorað 31 mark með skotum af níu metrunum eða næstum því átta sinnum fleiri en íslenska liðið. Mörk íslenska liðsins úr langskotum skoruðu þeir Janus Daði Smárason (2), Aron Pálmarsson og Viggó Kristjánsson samkvæmt fyrrnefndri opinberri tölfræði mótsins. Þeir tóku líka allir tvö langskot og enginn annar íslenskur leikmaður hefur skotið á markið fyrir utan. Það þýðir að markið ógleymanlega hjá Ómari Inga Magnússyni á móti Portúgal er ekki skráð langskot heldur skot með gegnumbroti af því að hann var þá kominn inn fyrir punktalínuna. Tölfræðingar mótsins eru greinilega mjög harðir á því hvað er langskot og hvað er ekki langskot. Þessi tölfræði sýnir þá helst að íslensku skytturnar eru ekki að skjóta langt fyrir utan heldur eru að taka skotin sín nær varnarmönnunum og þá inn fyrir punktalínuna. Fæst mörk með langskotum í riðlakeppni HM 2023: 4 - Ísland 6 - Svíþjóð 6 - Norður-Makedónía 7 - Ungverjaland 7 - Holland 8 - Síle 8 - Sadí Arabía 8 - Slóvenía 9 - Grænhöfðaeyjar 9 - Portúgal 9 - Katar 9 - Úrúgvæ - Fæst skot með langskotum í riðlakeppni HM 2023: 6 - Ísland 12 - Svíþjóð 17 - Slóvenía 17 - Portúgal 17 - Holland 19 - Síle 22 - Ungverjaland 22 - Þýskaland 23 - Noregur 23 - Suður-Kórea 24 - Túnis 25 - Sadí Arabía HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira
Íslenska liðið skorar ekki aðeins fæst mörk með langskotum heldur skýtur líka mun færri langskotum en öll önnur lið á mótinu. Opinber tölfræði mótsins sýnir að íslenska liðið hafi skorað samtals fjögur mörk úr langskotum í fyrstu þremur leikjunum og enn fremur aðeins skotið sex sinnum á markið fyrir utan. Íslensku strákarnir hafa þannig tekið helmingi færri langskot en næsta lið á lista sem er Svíþjóð. Íslenska liðið hefur líka aðeins tekið ellefu prósent af þeim langskotum sem lið Egyptalands hefur tekið sem það lið sem skýtur oftast fyrir utan. Egyptar hafa líka skorað 31 mark með skotum af níu metrunum eða næstum því átta sinnum fleiri en íslenska liðið. Mörk íslenska liðsins úr langskotum skoruðu þeir Janus Daði Smárason (2), Aron Pálmarsson og Viggó Kristjánsson samkvæmt fyrrnefndri opinberri tölfræði mótsins. Þeir tóku líka allir tvö langskot og enginn annar íslenskur leikmaður hefur skotið á markið fyrir utan. Það þýðir að markið ógleymanlega hjá Ómari Inga Magnússyni á móti Portúgal er ekki skráð langskot heldur skot með gegnumbroti af því að hann var þá kominn inn fyrir punktalínuna. Tölfræðingar mótsins eru greinilega mjög harðir á því hvað er langskot og hvað er ekki langskot. Þessi tölfræði sýnir þá helst að íslensku skytturnar eru ekki að skjóta langt fyrir utan heldur eru að taka skotin sín nær varnarmönnunum og þá inn fyrir punktalínuna. Fæst mörk með langskotum í riðlakeppni HM 2023: 4 - Ísland 6 - Svíþjóð 6 - Norður-Makedónía 7 - Ungverjaland 7 - Holland 8 - Síle 8 - Sadí Arabía 8 - Slóvenía 9 - Grænhöfðaeyjar 9 - Portúgal 9 - Katar 9 - Úrúgvæ - Fæst skot með langskotum í riðlakeppni HM 2023: 6 - Ísland 12 - Svíþjóð 17 - Slóvenía 17 - Portúgal 17 - Holland 19 - Síle 22 - Ungverjaland 22 - Þýskaland 23 - Noregur 23 - Suður-Kórea 24 - Túnis 25 - Sadí Arabía
Fæst mörk með langskotum í riðlakeppni HM 2023: 4 - Ísland 6 - Svíþjóð 6 - Norður-Makedónía 7 - Ungverjaland 7 - Holland 8 - Síle 8 - Sadí Arabía 8 - Slóvenía 9 - Grænhöfðaeyjar 9 - Portúgal 9 - Katar 9 - Úrúgvæ - Fæst skot með langskotum í riðlakeppni HM 2023: 6 - Ísland 12 - Svíþjóð 17 - Slóvenía 17 - Portúgal 17 - Holland 19 - Síle 22 - Ungverjaland 22 - Þýskaland 23 - Noregur 23 - Suður-Kórea 24 - Túnis 25 - Sadí Arabía
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira