Dómari tekur til skoðunar hvort vísa eigi hryðjuverkalið frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2023 13:44 Sveinn Andri og Sindri Snær að lokinni þingfestingu í dag. Vísir/Hulda Margrét Tveir karlmenn sem sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Þeir játuðu hluta ákærunnar sem sneri að vopnalagabrotum auk þess sem annar játaði fíkniefnabrot. Dómari ætlar að skoða hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Í dag komu karlmennirnir tveir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur og tóku afstöðu til ákærunnar sem gefin var út fyrir um mánuði. Þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson komu í dómsal með verjendum sínum í dag. Þeir huldu höfuð sín við komuna í héraðsdóm en hættu því þegar í dómsal var komið. Aðspurðir neituðu þeir báðir sök hvað varðaði skipulagningu hryðjuverka. Ákæruliðirnir sem snúa að vopnaframleiðslu, -sölu, -kaup og vörslu var nokkuð óljósari hvað varðaði afstöðu þeirra til meintra brota. Játuðu þeir suma liði en neituðu öðrum. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, sagði í samtali við fréttastofu að Daði Kristjánsson héraðsdómari hefði haft frumkvæði að því að frávísun hryðjuverkahluta málsins yrði tekin til umfjöllunar í dómsal. Málið verður tekið til umfjöllunar í dómsal fimmtudaginn 26. janúar. Aðspurður sagðist Sveinn Andri telja helmingslíkur að hryðjuverkahluta málsins yrði vísað frá. „Dómari velti vöngum yfir framgangi málsins og það barst í tal að eftir vill kynnu verjendur að gera kröfu um frávísun,“ segir Sveinn Andri. Ekki algengt en mun praktískara að fá á hreint „Dómari ákvað sjálfur að það yrði flutningur um formhlið málsins. Það sem hann á við með því er hvort það sé eitthvað í framsetningu ákærunnar sem leiðir til þess að ákærunni geti að einhverju leyti verið vísað frá. Þar er verið að horfa til fyrsta og annars kafla ákærunnar sem lýtur að tilraun eða undirbúningi hryðjuverkaathafna og hlutdeild í þeim.“ Vísaði dómari til 159. greinar sakamálalaga sem hljóðar svo: Við þingfestingu athugar dómari hvort gallar séu á máli sem geta varðað frávísun þess án kröfu. Þá þegar eða hvenær sem er eftir það getur dómari vísað máli frá dómi með úrskurði þótt engin krafa hafi komið fram um það ef hann telur svo bersýnilega annmarka á því sem ekki verði bætt úr undir rekstri þess að dómur verði ekki kveðinn upp um efni þess. Ef því er að skipta getur dómari kveðið á um frávísun máls að hluta og leyst úr efni þess að öðru leyti í dómi. Áður en máli verður vísað frá dómi skal ákæranda þó gefinn kostur á að tjá sig um málefnið munnlega, svo og ákærða hafi hann sótt þing í málinu. Sveinn Andri segir ekki algengt að dómari hafi slíkt frumkvæði. „Nei, þetta er ekki algengt. En þessi ágæti dómari er mjög nákvæmur. Hefur gert þetta í öðrum málum sem við erum með. Það er frekar sjaldgæft að dómari eigi frumkvæði að því að setja málið í slíkan formflutning fyrst. Það er auðvitað mun praktískara að fá botn í það hvort það sé eitthvað að ákærunni, sem gæti leitt til þess að hún sé ekki dómtæk, frekar en að vera með margra daga málflutning og henni síðan hent út.“ Aðspurður hvers vegna dómari stígi þetta skref segir hann það ekki hafa komið fram með beinum hætti. „Ég geri ráð fyrir að það sé það sem hefur verið dálítið í umræðunni hjá okkur verjendum við fjölmiðlamenn. Að þetta sé allt dálítið óljóst og loðið, til hvers er verið að vísa í ákærunni. Hryðjuverk sem beinist að ótilteknum hópi fólks á ótilteknum tíma. Eftir til vill er það það sem hann staðnæmist við.“ Athygli vekur að karlmenn sem eru grunaðir um tilraun til hryðjuverka ganga lausir. Munur á grúski á netinu og að fara í athafnir „Þetta er auðvitað þannig að til að fá menn í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna þarf rökstuddan grun. Síðan til að halda mönnum inni eins og var krafist á grundvelli almannahagsmuna þarf sterkan grun. Síðan þegar komið er í sakamál þarf sannanir svo yfir allan skynsamlegan vafa sé hafið. Við náðum ekki skrefi tvö sem var sterkur grunur, svo það er búið að úrskurða um það í Landsrétti. Það hvort aðalmeðferð ef til hennar kemur leiði það í ljós, það verður að koma í ljós,“ segir Sveinn Andri. Fram hefur komið að mennirnir ræddu að afla sér lögreglufatnaði í tengslum við að framkvæma ljótan verknað. Mennirnir hafa síðar sagt að um grín hafi verið að ræða þó Ísidór hafi sagst óttast hve alvarlega Sindra Snæ virtist vera. „Þeir voru ekki að afla sér lögregluskilríkja eða -fatnaðar. Menn verða að gera greinarmun á því að grúska um eitthvað á netinu eða beinlínis að fara í einhverjar athafnir til að afla sér hluta.“ Sindri Snær vildi ekki ræða við fréttamenn að lokinni þingfestingunni. „Honum líður illa og hefur liðið illa mjög lengi. Þetta er slæmur kafli í hans lífi,“ segir Sveinn Andri. Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Sindra Snæs, gaf ekki kost á viðtali við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttastofa fylgdist með þingfestingu málsins í héraðsdómi í dag eins og sjá má í vaktinni að neðan.
Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Í dag komu karlmennirnir tveir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur og tóku afstöðu til ákærunnar sem gefin var út fyrir um mánuði. Þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson komu í dómsal með verjendum sínum í dag. Þeir huldu höfuð sín við komuna í héraðsdóm en hættu því þegar í dómsal var komið. Aðspurðir neituðu þeir báðir sök hvað varðaði skipulagningu hryðjuverka. Ákæruliðirnir sem snúa að vopnaframleiðslu, -sölu, -kaup og vörslu var nokkuð óljósari hvað varðaði afstöðu þeirra til meintra brota. Játuðu þeir suma liði en neituðu öðrum. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, sagði í samtali við fréttastofu að Daði Kristjánsson héraðsdómari hefði haft frumkvæði að því að frávísun hryðjuverkahluta málsins yrði tekin til umfjöllunar í dómsal. Málið verður tekið til umfjöllunar í dómsal fimmtudaginn 26. janúar. Aðspurður sagðist Sveinn Andri telja helmingslíkur að hryðjuverkahluta málsins yrði vísað frá. „Dómari velti vöngum yfir framgangi málsins og það barst í tal að eftir vill kynnu verjendur að gera kröfu um frávísun,“ segir Sveinn Andri. Ekki algengt en mun praktískara að fá á hreint „Dómari ákvað sjálfur að það yrði flutningur um formhlið málsins. Það sem hann á við með því er hvort það sé eitthvað í framsetningu ákærunnar sem leiðir til þess að ákærunni geti að einhverju leyti verið vísað frá. Þar er verið að horfa til fyrsta og annars kafla ákærunnar sem lýtur að tilraun eða undirbúningi hryðjuverkaathafna og hlutdeild í þeim.“ Vísaði dómari til 159. greinar sakamálalaga sem hljóðar svo: Við þingfestingu athugar dómari hvort gallar séu á máli sem geta varðað frávísun þess án kröfu. Þá þegar eða hvenær sem er eftir það getur dómari vísað máli frá dómi með úrskurði þótt engin krafa hafi komið fram um það ef hann telur svo bersýnilega annmarka á því sem ekki verði bætt úr undir rekstri þess að dómur verði ekki kveðinn upp um efni þess. Ef því er að skipta getur dómari kveðið á um frávísun máls að hluta og leyst úr efni þess að öðru leyti í dómi. Áður en máli verður vísað frá dómi skal ákæranda þó gefinn kostur á að tjá sig um málefnið munnlega, svo og ákærða hafi hann sótt þing í málinu. Sveinn Andri segir ekki algengt að dómari hafi slíkt frumkvæði. „Nei, þetta er ekki algengt. En þessi ágæti dómari er mjög nákvæmur. Hefur gert þetta í öðrum málum sem við erum með. Það er frekar sjaldgæft að dómari eigi frumkvæði að því að setja málið í slíkan formflutning fyrst. Það er auðvitað mun praktískara að fá botn í það hvort það sé eitthvað að ákærunni, sem gæti leitt til þess að hún sé ekki dómtæk, frekar en að vera með margra daga málflutning og henni síðan hent út.“ Aðspurður hvers vegna dómari stígi þetta skref segir hann það ekki hafa komið fram með beinum hætti. „Ég geri ráð fyrir að það sé það sem hefur verið dálítið í umræðunni hjá okkur verjendum við fjölmiðlamenn. Að þetta sé allt dálítið óljóst og loðið, til hvers er verið að vísa í ákærunni. Hryðjuverk sem beinist að ótilteknum hópi fólks á ótilteknum tíma. Eftir til vill er það það sem hann staðnæmist við.“ Athygli vekur að karlmenn sem eru grunaðir um tilraun til hryðjuverka ganga lausir. Munur á grúski á netinu og að fara í athafnir „Þetta er auðvitað þannig að til að fá menn í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna þarf rökstuddan grun. Síðan til að halda mönnum inni eins og var krafist á grundvelli almannahagsmuna þarf sterkan grun. Síðan þegar komið er í sakamál þarf sannanir svo yfir allan skynsamlegan vafa sé hafið. Við náðum ekki skrefi tvö sem var sterkur grunur, svo það er búið að úrskurða um það í Landsrétti. Það hvort aðalmeðferð ef til hennar kemur leiði það í ljós, það verður að koma í ljós,“ segir Sveinn Andri. Fram hefur komið að mennirnir ræddu að afla sér lögreglufatnaði í tengslum við að framkvæma ljótan verknað. Mennirnir hafa síðar sagt að um grín hafi verið að ræða þó Ísidór hafi sagst óttast hve alvarlega Sindra Snæ virtist vera. „Þeir voru ekki að afla sér lögregluskilríkja eða -fatnaðar. Menn verða að gera greinarmun á því að grúska um eitthvað á netinu eða beinlínis að fara í einhverjar athafnir til að afla sér hluta.“ Sindri Snær vildi ekki ræða við fréttamenn að lokinni þingfestingunni. „Honum líður illa og hefur liðið illa mjög lengi. Þetta er slæmur kafli í hans lífi,“ segir Sveinn Andri. Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Sindra Snæs, gaf ekki kost á viðtali við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttastofa fylgdist með þingfestingu málsins í héraðsdómi í dag eins og sjá má í vaktinni að neðan.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45