Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum að neðan.
Gestir á fundinum verða Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Runólfur Þórhallsson og Ólafur Örn Bragason frá embætti ríkislögreglustjóra og Ragna Bjarnadóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu almanna- og réttaröryggis í dómsmálaráðuneytinu.
Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í gær og hefur þegar tekið gildi. Helsta breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota rafbyssur. Jón undirritaði reglugerðina 30. desember síðastliðinn.