Segja engan vilja bera ábyrgð á þrjátíu kílóa klaka sem féll á bílinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2023 21:00 Par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð segja mildi að ekki varð stórslys. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. „Síðastliðinn fimmtudag erum við að keyra undir brúna á Miklubrautinni þegar það kemur stór klakaklumpur og lendir ofan á bílnum hjá okkur. Stórskemmdir á bílnum og við í miklu sjokki. Við stoppum utan í vegkanti og sjáum að bíllinn er mikið ónýtur og þetta var mikið sjokk,“ segir Arnór Snær Arnarson. Þau hringdu samstundis í lögreglu og tilkynntu atvikið svo hún væri meðvituð um ástandið og hættuna. „Nei við meiddumst ekki en þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Halldóra Fanney Ágústsdóttir. Hvað haldiði að þetta hafi verið þungur biti? „Örugglega í kringum þrjátíu kíló. Þetta var mjög stór klaki,“ segir Arnór. Bíllinn er mikið skemmdur.arnar halldórsson Þau hafa engin svör fengið um orsök slyssins en halda að snjóruðningsbíll hafi verið að moka frá niðurföllum og ýtt klaka út á ystu nöf brúarinnar, enda átti atvikið sér stað daginn fyrir asahlákuna miklu þegar borgin stóð í ströngu. „Líklegast hefur einhver ruðningsbíll eða klaki runnið af vörubíl og beint niður á bílinn hjá okkur. Við heyrum svo í reykjavíkurborg og sendum tjónaskýrslu og fáum svör að þau geti ekkert gert því verktakar á þeirra vegum hafi ekki verið að keyra þarna samkvæmt þeim og við vitum ekkert meira.“ Risa klakaklumpur endaði á bílnum mínum af brúnni á Miklubraut, líklegast eftir að bíll hefur verið að ryðja klaka eða hrunið af vörubíl. Hefði endað ansi illa hefði klakinn endað á rúðunni eða á toppnum á bílnum. RVKborg getur samt ekkert gert🤡 pic.twitter.com/FHahaSbSQL— Arnór Snær (@Arnorsnaer99) January 23, 2023 Hvað segir tryggingafélagið? „Þau segjast ekkert getað gert og líklegt að krakkar hafi hent klökum niður en maður veit ekkert hvað hefur gerst.“ Nei og ekki öll börn sem valda þrjátíu kílóa klaka. Þau segjast ósátt með svör Reykjavíkurborgar en eins og staðan er núna þurfa þau að borga skemmdirnar úr eigin vasa. „Þetta er mjög leiðinlegt og mikið óhapp og maður hefði viljað fá þetta bætt. Þetta er ekkert okkur að kenna, maður er bara að keyra þarna. Þetta er ömurlegt.“ Veður Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Síðastliðinn fimmtudag erum við að keyra undir brúna á Miklubrautinni þegar það kemur stór klakaklumpur og lendir ofan á bílnum hjá okkur. Stórskemmdir á bílnum og við í miklu sjokki. Við stoppum utan í vegkanti og sjáum að bíllinn er mikið ónýtur og þetta var mikið sjokk,“ segir Arnór Snær Arnarson. Þau hringdu samstundis í lögreglu og tilkynntu atvikið svo hún væri meðvituð um ástandið og hættuna. „Nei við meiddumst ekki en þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Halldóra Fanney Ágústsdóttir. Hvað haldiði að þetta hafi verið þungur biti? „Örugglega í kringum þrjátíu kíló. Þetta var mjög stór klaki,“ segir Arnór. Bíllinn er mikið skemmdur.arnar halldórsson Þau hafa engin svör fengið um orsök slyssins en halda að snjóruðningsbíll hafi verið að moka frá niðurföllum og ýtt klaka út á ystu nöf brúarinnar, enda átti atvikið sér stað daginn fyrir asahlákuna miklu þegar borgin stóð í ströngu. „Líklegast hefur einhver ruðningsbíll eða klaki runnið af vörubíl og beint niður á bílinn hjá okkur. Við heyrum svo í reykjavíkurborg og sendum tjónaskýrslu og fáum svör að þau geti ekkert gert því verktakar á þeirra vegum hafi ekki verið að keyra þarna samkvæmt þeim og við vitum ekkert meira.“ Risa klakaklumpur endaði á bílnum mínum af brúnni á Miklubraut, líklegast eftir að bíll hefur verið að ryðja klaka eða hrunið af vörubíl. Hefði endað ansi illa hefði klakinn endað á rúðunni eða á toppnum á bílnum. RVKborg getur samt ekkert gert🤡 pic.twitter.com/FHahaSbSQL— Arnór Snær (@Arnorsnaer99) January 23, 2023 Hvað segir tryggingafélagið? „Þau segjast ekkert getað gert og líklegt að krakkar hafi hent klökum niður en maður veit ekkert hvað hefur gerst.“ Nei og ekki öll börn sem valda þrjátíu kílóa klaka. Þau segjast ósátt með svör Reykjavíkurborgar en eins og staðan er núna þurfa þau að borga skemmdirnar úr eigin vasa. „Þetta er mjög leiðinlegt og mikið óhapp og maður hefði viljað fá þetta bætt. Þetta er ekkert okkur að kenna, maður er bara að keyra þarna. Þetta er ömurlegt.“
Veður Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira