Gætu orðið fyrstu bræðurnir til að mætast í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2023 13:30 Travis Kelce með liðsfélögum sínum hjá Kansas City Chiefs þeim Chris Jones og Frank Clark. Getty/Jason Hanna Fjögur lið eru eftir í úrslitakeppni NFL og um helgina kemur í ljós hvaða lið mætast í Super Bowl leiknum í ár. Þar gætu tveir bræður frá Ohio fylki skrifað söguna. Í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar mætast San Francisco 49ers og Philadelphia Eagles en leikurinn fer fram á Lincoln Financial Field í Philadelphiu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar mætast Cincinnati Bengals og Kansas City Chiefs en leikurinn fer fram á Arrowhead Stadium í Kansas City. Bræðurnir sem gætu orðið þeir fyrstu til að mætast í Super Bowl eru þeir Travis Kelce og Jason Kelce. Travis Kelce er innherji hjá Kansas City Chiefs og af flestum talinn sá besti í sinni stöðu í NFL-deildinni. Travis er 33 ára og vann NFL-titilinn með Kansas City liðinu fyrir þremur árum. Eldri bróðir Travis er Jason Kelce sem er 35 ára og spilar sem senter hjá Philadelphia Eagles liðinu. Jason hefur líka orðið NFL meistari en hann vann titilinn með Eagles liðinu árið 2018. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Báðir bræðurnir eru meðal þeirra bestu í sinni stöðu og hafa verið lengi. Jason hefur fimm sinnum verið valinn í úrvalslið tímabilsins og Travis hefur komist þangað fjórum sinnum. Donna Kelce, móðir þeirra bræðra, er dugleg að mæta á leiki strákanna sinna og vakti athygli þegar hún náði að sjá báða leiki drengja sinna á sama degi. Hún nær því þó ekki á sunnudaginn og hefur Donna ákveðið að mæta á leikinn hjá Jason Kelce þar sem Philadelphia Eagles tekur á móti San Francisco 49ers. Hún verður örugglega á Super Bowl leiknum komist annar þeirra eða jafnvel báðir alla leið. NFL Ofurskálin Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar mætast San Francisco 49ers og Philadelphia Eagles en leikurinn fer fram á Lincoln Financial Field í Philadelphiu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar mætast Cincinnati Bengals og Kansas City Chiefs en leikurinn fer fram á Arrowhead Stadium í Kansas City. Bræðurnir sem gætu orðið þeir fyrstu til að mætast í Super Bowl eru þeir Travis Kelce og Jason Kelce. Travis Kelce er innherji hjá Kansas City Chiefs og af flestum talinn sá besti í sinni stöðu í NFL-deildinni. Travis er 33 ára og vann NFL-titilinn með Kansas City liðinu fyrir þremur árum. Eldri bróðir Travis er Jason Kelce sem er 35 ára og spilar sem senter hjá Philadelphia Eagles liðinu. Jason hefur líka orðið NFL meistari en hann vann titilinn með Eagles liðinu árið 2018. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Báðir bræðurnir eru meðal þeirra bestu í sinni stöðu og hafa verið lengi. Jason hefur fimm sinnum verið valinn í úrvalslið tímabilsins og Travis hefur komist þangað fjórum sinnum. Donna Kelce, móðir þeirra bræðra, er dugleg að mæta á leiki strákanna sinna og vakti athygli þegar hún náði að sjá báða leiki drengja sinna á sama degi. Hún nær því þó ekki á sunnudaginn og hefur Donna ákveðið að mæta á leikinn hjá Jason Kelce þar sem Philadelphia Eagles tekur á móti San Francisco 49ers. Hún verður örugglega á Super Bowl leiknum komist annar þeirra eða jafnvel báðir alla leið.
NFL Ofurskálin Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira