Sagður hafa bjargað frænda sínum þegar slysið varð Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2023 07:47 Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Getty Bandaríski stórleikarinn Jeremy Renner er sagður hafa verið að reyna að koma í veg fyrir að snjótroðari rynni og rækist á eldri frænda sinn þegar hann varð sjálfur undir bílnum í slysi á fyrsta degi ársins. Þetta kemur fram í atvikaskýrslu lögreglunnar í Nevada að því er segir í frétt CNN. Í skýrslunni er ljósi betur varpað á slysið, en á fjórða tug beina í líkama Renner brotnuðu í slysinu og var hann um tíma talinn vera í lífshættu. Hinn 51 árs Renner hafði notað snjótroðarann við heimili sitt nærri Tahoe-vatni til að draga pallbíl frændans sem fastur var í snjó. Renner fór svo út úr troðaranum án þess að virkja sérstaka neyðarbremsu og fór hann þá að renna til hliðar. Í skýrslunni kemur ennfremur fram að bremsuljósið hafi ekki verið virkt og „tæknivandræði kunni að hafa átt þátt í slysinu“. Renner er sagður hafa reynt að stöðva eða stýra snjótroðaranum til að koma í veg fyrir að slys yrði á frændanum og hafi þá orðið undir hinum 6.500 kílóa troðara sem er af gerðinni Pistenbully. Frændi Renner hlúði að Renner þar til að sjúkralið bar að garði og flutti hann svo með þyrlu á sjúkrahús í Reno þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann var með mikla áverka á bringu og fótlegg. Renner hefur verið duglegur að halda aðdáendum sínum upplýstum um batann með því að birta myndir á samfélagsmiðlum. Hann sneri aftur heim til sín af sjúkrahúsinu um miðjan mánuðinn. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Braut yfir þrjátíu bein en ætlar að koma sterkari til baka Leikarinn Jeremy Renner braut þrjátíu bein er hann lenti í slysi á nýársdag. Renner lenti undir sex tonna snjómoksturstæki. Hann er kominn heim af sjúkrahúsi og er nú í endurhæfingu. 22. janúar 2023 19:01 Renner kominn heim í faðm fjölskyldu Stórleikarinn Jeremy Renner er nú kominn heim af sjúkrahúsinu eftir hrottalegt slys á nýársdag. 17. janúar 2023 21:26 Skýrari mynd komin af slysinu og Renner þakkar aðdáendum sínum Bandaríski leikarinn Jeremy Renner hefur sent aðdáendum sínum kveðju af sjúkrabeðinu í Reno í Nevada þar sem hann þakkar þeim sérstaklega fyrir stuðninginn eftir að hann slasaðist alvarlega þegar að hann varð fyrir snjóbíl. 4. janúar 2023 06:38 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í atvikaskýrslu lögreglunnar í Nevada að því er segir í frétt CNN. Í skýrslunni er ljósi betur varpað á slysið, en á fjórða tug beina í líkama Renner brotnuðu í slysinu og var hann um tíma talinn vera í lífshættu. Hinn 51 árs Renner hafði notað snjótroðarann við heimili sitt nærri Tahoe-vatni til að draga pallbíl frændans sem fastur var í snjó. Renner fór svo út úr troðaranum án þess að virkja sérstaka neyðarbremsu og fór hann þá að renna til hliðar. Í skýrslunni kemur ennfremur fram að bremsuljósið hafi ekki verið virkt og „tæknivandræði kunni að hafa átt þátt í slysinu“. Renner er sagður hafa reynt að stöðva eða stýra snjótroðaranum til að koma í veg fyrir að slys yrði á frændanum og hafi þá orðið undir hinum 6.500 kílóa troðara sem er af gerðinni Pistenbully. Frændi Renner hlúði að Renner þar til að sjúkralið bar að garði og flutti hann svo með þyrlu á sjúkrahús í Reno þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann var með mikla áverka á bringu og fótlegg. Renner hefur verið duglegur að halda aðdáendum sínum upplýstum um batann með því að birta myndir á samfélagsmiðlum. Hann sneri aftur heim til sín af sjúkrahúsinu um miðjan mánuðinn. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Braut yfir þrjátíu bein en ætlar að koma sterkari til baka Leikarinn Jeremy Renner braut þrjátíu bein er hann lenti í slysi á nýársdag. Renner lenti undir sex tonna snjómoksturstæki. Hann er kominn heim af sjúkrahúsi og er nú í endurhæfingu. 22. janúar 2023 19:01 Renner kominn heim í faðm fjölskyldu Stórleikarinn Jeremy Renner er nú kominn heim af sjúkrahúsinu eftir hrottalegt slys á nýársdag. 17. janúar 2023 21:26 Skýrari mynd komin af slysinu og Renner þakkar aðdáendum sínum Bandaríski leikarinn Jeremy Renner hefur sent aðdáendum sínum kveðju af sjúkrabeðinu í Reno í Nevada þar sem hann þakkar þeim sérstaklega fyrir stuðninginn eftir að hann slasaðist alvarlega þegar að hann varð fyrir snjóbíl. 4. janúar 2023 06:38 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Braut yfir þrjátíu bein en ætlar að koma sterkari til baka Leikarinn Jeremy Renner braut þrjátíu bein er hann lenti í slysi á nýársdag. Renner lenti undir sex tonna snjómoksturstæki. Hann er kominn heim af sjúkrahúsi og er nú í endurhæfingu. 22. janúar 2023 19:01
Renner kominn heim í faðm fjölskyldu Stórleikarinn Jeremy Renner er nú kominn heim af sjúkrahúsinu eftir hrottalegt slys á nýársdag. 17. janúar 2023 21:26
Skýrari mynd komin af slysinu og Renner þakkar aðdáendum sínum Bandaríski leikarinn Jeremy Renner hefur sent aðdáendum sínum kveðju af sjúkrabeðinu í Reno í Nevada þar sem hann þakkar þeim sérstaklega fyrir stuðninginn eftir að hann slasaðist alvarlega þegar að hann varð fyrir snjóbíl. 4. janúar 2023 06:38