Sjónvarpsrýni: Endurvinnsla og máttleysi Heiðar Sumarliðason skrifar 2. febrúar 2023 07:01 Það kennir ýmissa grasa í streyminu þessa dagana. Það gefst ekki alltaf tími til að skrifa ítarlega dóma um allt sem fyrir augu ber sjónvarpinu. Heiðar Sumarliðason fer því yfir nokkrar nýlegar þáttaraðir á hundavaði. That 90's Show - Netflix Við búum á tímum þar sem frumleg hugsun og verk eiga undir högg að sækja. Þetta er að sjálfsögðu vegna þeirra markaðslögmála sem við búum við. Það er auðveldara að selja fólki eitthvað sem það kannast við. Það er eðlilegt, öll sækjum við í vellíðan og margir tengja það við að horfa á þættina Svona var það ´76 (That 70's Show) á Ríkissjónvarpinu á árunum 1998 til 2005 (já, ég veit að þættirnir voru á dagskrá til ársins 2006, en lokaaárið tengir enginn við vellíðan). Nýi hópurinn kemur ekki sérlega vel út í samanburði við þann upprunalega. Svona var það ´76 stóð og féll með hæfileikaríkum og sjarmerandi leikhópi. Það er einmitt þar sem Svona var það ´96 fatast flugið. Jú, það koma öðru hvoru brandarar sem hægt er að flissa að, en hinn ungi hópur leikara sem tekið hefur við af Topher Grace, Lauru Preppon, Milu Kunis, Ashton Kutcher og félögum kemst ekki með tærnar þar sem fyrirrennara þeirra höfðu hælana. Eini nýju leikaranna sem ég sé fyrir mér eiga farsælan feril er Ashley Aufderheide sem leikur Gwen Runck. Það kæmi mér ekki á óvart ef við ættum eftir að sjá mun meira af henni í framtíðinni. Auk þess eru sviðsetningar oft og tíðum klunnalegar; mögulega er verið að vinna þættina á hraðara tempói en áður, a.m.k. eru kómískar tímasetningar hinna ungu leikara oft hroðvirknislegar, sem átti sér aldrei stað í fyrri þáttaröð. Mæli ekki með nema í algjörri neyð. And Just Like That - Sjónvarp Símans Annar þáttur sem á að tendra nostalgíubál í hjörtum áhorfenda er framhald af öðrum demanti sem sjónvarp allra landsmanna færði okkur á árunum 1998 til 2004 undir nafninu Beðmál í borginni, betur þekktur sem Sex and the City (eða Sex in the City eins og margir kölluðu hann). Hin djarfa Carrie er allt í einu orðin tepran í hlaðvarpsheiminum. Í stað þess að færa okkur nýja unga leikara er farin sú leið að nota sömu leikkonurnar (mínus Kim Cattrall) og fylgjast með þeim fara á tónleika barna sinna og sjá Carrie Bradshaw fóta sig í heimi þar sem hún orðin algjör tepra miðað við unga fólkið. Ég verð að játa að þessi nýja útgáfa af Beðmálunum gerði aðeins eitt fyrir mig, hún gerði mig leiðan. Aðalleikkonurnar eru flestar u.þ.b. fimmtán árum eldri en undirritaður og það að vera minntur á að öll verðum við hrukkótt, missum tengsl við menninguna og fáum svo hjartaáfall eða heilablóðfall er ekki eitthvað sem ég kæri mig um í minni Beðmál í borginni neyslu. Mun ég klára þessa þáttaröð? Nei, ég þarf ekki á fleiri áminningum um yfirvofandi elli mína að halda. Mér sýnist áhorfendur ekki sérlega imponeraðir yfir þessum nýju Öldrun í borginni miðað við einkunnir á Imdb.com og Rotten Tomates, sem eru í lægri kantinum. Everything's Trash - Disney+/STAR Allir eru sorp í borginni er einskonar uppfærsla á Beðmálum í borginni í boði Disney+/STAR. Persónurnar eru ekki hvítar mjóar konur á fertugsaldri, heldur fólk með dekkri húð og fleiri fellingar. Phoebe Hill er einskonar Carrie Bradshaw nýrra tíma. Everything‘s Trash fjallar um Phoebe sem er Carrie Bradshaw nýrra tíma, ekki með dálk í útbreiddu dagblaði (hvað er dagblað?), heldur með hlaðvarpsþátt(!). Hún er grófari Carrie fyrir grófari tíma, lauslát, stolt af því og gerir út vinsælan hlaðvarpsþátt sem gengur að miklu leyti út á beðmál hennar. Hún er fulltrúi kynslóðar sem er nákvæmlega sama um hvað siðvandari hluta þjóðfélagsins finnst um hana (svona einskonar Samantha úr Sex and the City, nema hún fær að vera aðal). Everything‘s Trash eru ekki slæmir þættir en náðu þó ekki að halda athygli minni alveg nógu vel og fjaraði áhorfið út. Þeir eru hreinlega ekki nógu fyndnir eða áhugaverðir. Betur má ef duga skal. The Rig – Prime Video Amazon Prime sýnir hina mjög svo skosku þætti The Rig, sem gerast á olíuborpalli í Norðursjó. Jarðhræringar, sambandsleysi og dularfull þoka gera starfsfólki pallsins lífið leitt. The Rig gerist í rokinu í Norðursjó. Samkvæmt Imdb.com trivia eru þættirnir byggðir á norskri þáttaröð að nafni Riggen. Þá þáttaröð finn ég ekki á þeirri síðu né á Google. Hins vegar er til norsk þáttaröð sem hægt er að sjá á Viaplay sem kallast Rig 45, hún inniheldur þó ekki sömu grunnhugmynd og The Rig. Því sé ég ekki betur en að þetta sé byggt á alveg nýrri hugmynd. Hér er verið að deila á kapítalisma og náttúruníð, með stórri slettu af heimsendakvíða. Höfundarnir vinna mikið með yfirvofandi katastrófu úr frá einhverskonar atviki sem olli gereyðingu nær alls lífs á Jörðinni og er líklega að snúa aftur. Notendum Imdb.com virðist ógurlega í nöp við þessa þætti, þar fá þeir aðeins 5,8, sem ég skil ekki alveg. Mögulega eru það pirraðir loftslagsbreytinga afneitarar sem eru gefa henni lága einkunn, ég sé enga aðra útskýringu. Þó The Rig sé heldur rólegt í tíðinni er þetta hins vegar alveg ágætt drama og 5,8 ósanngjörn einkunn. Welcome to Chippendales - Disney+/STAR Það er ánægjulegt að Disney+/STAR skuli vera að færa okkur Íslendingum helstu þáttaraðirnar sem Hulu-rásin sýnir í Bandaríkjunum. Ein sú nýjasta er sagan af stofnun Chippendales karlstripparahópsins sem fór sigurför um heiminn (mættu m.a. til Íslands). Chippendales mættu til Íslands árið 2006, en þá var stemningin hér á landi öllu sveittari en núna. Það er kunnuglegt andlit, Kumail Nanjiani, sem leikur stofnandann Somen Banerjee. Áhorfendur ættu að þekkja Nanjiani sem Dinesh úr Silicon Valley. Hér er Nanjiani á örlítið öðrum slóðum, þar sem Welcome to Chippendales er meira drama en hann hefur verið þekktur fyrir, þó andinn sé heldur léttur – enda annað ekki hægt með jafn kjánalegt fyrirbæri og Chippendales flokkinn. Welcome to Chippendales nær ekki alveg sömu hæðum og nýleg Hulu-þáttaröð byggð á sönnum atburðum, Pam and Tommy. Til þess er aðalpersónan ekki alveg nægilega krassandi, en hver er það svo sem í samanburði við Tommy Lee? Vel má hafa gaman af áhorfinu þrátt fyrir það. The Patient - Disney+/STAR The Patient er einnig sýnd hjá Disney+/STAR, en ættuð frá Hulu. Hér erum við aftur með ástkæran gamanleikara að reyna að fyrir sér í drama. Þetta skiptið er það Steve Carell, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Michael Scott, bandaríska útgáfan af David Brent úr The Office. Steve Carrel hefur sjálfsagt aldrei setið jafn mikið í vinnunni og þegar hann var að taka upp The Patient. Ólíkt Welcome to Chippendales er enginn léttleiki yfir The Patient, sem fjallar um raðmorðingja sem rænir sálfræðingi sínum og hlekkjar við rúm svo hann verði til taks hvenær sem er sólarhrings. The Patient er hins vegar lík Welcome to Chippendales á þann máta að hún er ekki sérlega krassandi og samlíkingar við Helförina falla flatar. Ég var allan tímann að bíða þess að hún tæki við sér og færi í gír. Það gerðist hins vegar aldrei og þegar áhorfið var yfirstaðið upplifði ég eilítil svik; var þetta virkilega allt og sumt? Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
That 90's Show - Netflix Við búum á tímum þar sem frumleg hugsun og verk eiga undir högg að sækja. Þetta er að sjálfsögðu vegna þeirra markaðslögmála sem við búum við. Það er auðveldara að selja fólki eitthvað sem það kannast við. Það er eðlilegt, öll sækjum við í vellíðan og margir tengja það við að horfa á þættina Svona var það ´76 (That 70's Show) á Ríkissjónvarpinu á árunum 1998 til 2005 (já, ég veit að þættirnir voru á dagskrá til ársins 2006, en lokaaárið tengir enginn við vellíðan). Nýi hópurinn kemur ekki sérlega vel út í samanburði við þann upprunalega. Svona var það ´76 stóð og féll með hæfileikaríkum og sjarmerandi leikhópi. Það er einmitt þar sem Svona var það ´96 fatast flugið. Jú, það koma öðru hvoru brandarar sem hægt er að flissa að, en hinn ungi hópur leikara sem tekið hefur við af Topher Grace, Lauru Preppon, Milu Kunis, Ashton Kutcher og félögum kemst ekki með tærnar þar sem fyrirrennara þeirra höfðu hælana. Eini nýju leikaranna sem ég sé fyrir mér eiga farsælan feril er Ashley Aufderheide sem leikur Gwen Runck. Það kæmi mér ekki á óvart ef við ættum eftir að sjá mun meira af henni í framtíðinni. Auk þess eru sviðsetningar oft og tíðum klunnalegar; mögulega er verið að vinna þættina á hraðara tempói en áður, a.m.k. eru kómískar tímasetningar hinna ungu leikara oft hroðvirknislegar, sem átti sér aldrei stað í fyrri þáttaröð. Mæli ekki með nema í algjörri neyð. And Just Like That - Sjónvarp Símans Annar þáttur sem á að tendra nostalgíubál í hjörtum áhorfenda er framhald af öðrum demanti sem sjónvarp allra landsmanna færði okkur á árunum 1998 til 2004 undir nafninu Beðmál í borginni, betur þekktur sem Sex and the City (eða Sex in the City eins og margir kölluðu hann). Hin djarfa Carrie er allt í einu orðin tepran í hlaðvarpsheiminum. Í stað þess að færa okkur nýja unga leikara er farin sú leið að nota sömu leikkonurnar (mínus Kim Cattrall) og fylgjast með þeim fara á tónleika barna sinna og sjá Carrie Bradshaw fóta sig í heimi þar sem hún orðin algjör tepra miðað við unga fólkið. Ég verð að játa að þessi nýja útgáfa af Beðmálunum gerði aðeins eitt fyrir mig, hún gerði mig leiðan. Aðalleikkonurnar eru flestar u.þ.b. fimmtán árum eldri en undirritaður og það að vera minntur á að öll verðum við hrukkótt, missum tengsl við menninguna og fáum svo hjartaáfall eða heilablóðfall er ekki eitthvað sem ég kæri mig um í minni Beðmál í borginni neyslu. Mun ég klára þessa þáttaröð? Nei, ég þarf ekki á fleiri áminningum um yfirvofandi elli mína að halda. Mér sýnist áhorfendur ekki sérlega imponeraðir yfir þessum nýju Öldrun í borginni miðað við einkunnir á Imdb.com og Rotten Tomates, sem eru í lægri kantinum. Everything's Trash - Disney+/STAR Allir eru sorp í borginni er einskonar uppfærsla á Beðmálum í borginni í boði Disney+/STAR. Persónurnar eru ekki hvítar mjóar konur á fertugsaldri, heldur fólk með dekkri húð og fleiri fellingar. Phoebe Hill er einskonar Carrie Bradshaw nýrra tíma. Everything‘s Trash fjallar um Phoebe sem er Carrie Bradshaw nýrra tíma, ekki með dálk í útbreiddu dagblaði (hvað er dagblað?), heldur með hlaðvarpsþátt(!). Hún er grófari Carrie fyrir grófari tíma, lauslát, stolt af því og gerir út vinsælan hlaðvarpsþátt sem gengur að miklu leyti út á beðmál hennar. Hún er fulltrúi kynslóðar sem er nákvæmlega sama um hvað siðvandari hluta þjóðfélagsins finnst um hana (svona einskonar Samantha úr Sex and the City, nema hún fær að vera aðal). Everything‘s Trash eru ekki slæmir þættir en náðu þó ekki að halda athygli minni alveg nógu vel og fjaraði áhorfið út. Þeir eru hreinlega ekki nógu fyndnir eða áhugaverðir. Betur má ef duga skal. The Rig – Prime Video Amazon Prime sýnir hina mjög svo skosku þætti The Rig, sem gerast á olíuborpalli í Norðursjó. Jarðhræringar, sambandsleysi og dularfull þoka gera starfsfólki pallsins lífið leitt. The Rig gerist í rokinu í Norðursjó. Samkvæmt Imdb.com trivia eru þættirnir byggðir á norskri þáttaröð að nafni Riggen. Þá þáttaröð finn ég ekki á þeirri síðu né á Google. Hins vegar er til norsk þáttaröð sem hægt er að sjá á Viaplay sem kallast Rig 45, hún inniheldur þó ekki sömu grunnhugmynd og The Rig. Því sé ég ekki betur en að þetta sé byggt á alveg nýrri hugmynd. Hér er verið að deila á kapítalisma og náttúruníð, með stórri slettu af heimsendakvíða. Höfundarnir vinna mikið með yfirvofandi katastrófu úr frá einhverskonar atviki sem olli gereyðingu nær alls lífs á Jörðinni og er líklega að snúa aftur. Notendum Imdb.com virðist ógurlega í nöp við þessa þætti, þar fá þeir aðeins 5,8, sem ég skil ekki alveg. Mögulega eru það pirraðir loftslagsbreytinga afneitarar sem eru gefa henni lága einkunn, ég sé enga aðra útskýringu. Þó The Rig sé heldur rólegt í tíðinni er þetta hins vegar alveg ágætt drama og 5,8 ósanngjörn einkunn. Welcome to Chippendales - Disney+/STAR Það er ánægjulegt að Disney+/STAR skuli vera að færa okkur Íslendingum helstu þáttaraðirnar sem Hulu-rásin sýnir í Bandaríkjunum. Ein sú nýjasta er sagan af stofnun Chippendales karlstripparahópsins sem fór sigurför um heiminn (mættu m.a. til Íslands). Chippendales mættu til Íslands árið 2006, en þá var stemningin hér á landi öllu sveittari en núna. Það er kunnuglegt andlit, Kumail Nanjiani, sem leikur stofnandann Somen Banerjee. Áhorfendur ættu að þekkja Nanjiani sem Dinesh úr Silicon Valley. Hér er Nanjiani á örlítið öðrum slóðum, þar sem Welcome to Chippendales er meira drama en hann hefur verið þekktur fyrir, þó andinn sé heldur léttur – enda annað ekki hægt með jafn kjánalegt fyrirbæri og Chippendales flokkinn. Welcome to Chippendales nær ekki alveg sömu hæðum og nýleg Hulu-þáttaröð byggð á sönnum atburðum, Pam and Tommy. Til þess er aðalpersónan ekki alveg nægilega krassandi, en hver er það svo sem í samanburði við Tommy Lee? Vel má hafa gaman af áhorfinu þrátt fyrir það. The Patient - Disney+/STAR The Patient er einnig sýnd hjá Disney+/STAR, en ættuð frá Hulu. Hér erum við aftur með ástkæran gamanleikara að reyna að fyrir sér í drama. Þetta skiptið er það Steve Carell, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Michael Scott, bandaríska útgáfan af David Brent úr The Office. Steve Carrel hefur sjálfsagt aldrei setið jafn mikið í vinnunni og þegar hann var að taka upp The Patient. Ólíkt Welcome to Chippendales er enginn léttleiki yfir The Patient, sem fjallar um raðmorðingja sem rænir sálfræðingi sínum og hlekkjar við rúm svo hann verði til taks hvenær sem er sólarhrings. The Patient er hins vegar lík Welcome to Chippendales á þann máta að hún er ekki sérlega krassandi og samlíkingar við Helförina falla flatar. Ég var allan tímann að bíða þess að hún tæki við sér og færi í gír. Það gerðist hins vegar aldrei og þegar áhorfið var yfirstaðið upplifði ég eilítil svik; var þetta virkilega allt og sumt?
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira