Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 19:22 Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. Ríkisstjórnin hækkaði ýmis gjöld eins og áfengis- og tóbaksgjald og eldsneytisgjöld í fjárlögum þessa árs. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu þessar hækkanir og töldu þær olíu á verðbólgubálið og nú þegar verðbólga hefur aukist á ný hafa Neytendasamtökin og fleiri endurómað þá gagnrýni. Eftir að verðbólgan hafði heldur gefið eftir hefur hún aftur skriðið upp í 9,9 prósent. Það er vaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum á miðvikudag í næstu viku og aldrei að vita nema hann grípi aftur til vaxtahækkana. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir ekki hægt að kenna ríkisfjármálunum um verðbólguna. „Við vitum sem er að þær breytingar sem við gerðum á gjaldskrám um áramótin eru á bilinu 0,4 til 0,6 prósent af þessari 9,9 prósenta verðbólgu síðustu tólf mánuði. Þannig að það er nú langt í frá að hægt sé að rekja ástæður þessa verðbólgustigs til breytinga á gjaldskrám ríkissjóðs,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hafi hins vegar gert breytingar á skattkerfinu sem auki tekjur fólks um sjö til átta þúsund krónur á mánuði. „En þessi verðbólga er áhyggjuefni. Við þurfum að horfast í augu við að það er of mikil spenna í hagkerfinu hjá okkur í augnablikinu. Það birtist okkur með ýmsum hætti. Það birtist okkur meðal annars með þeim hætti að laun hafa á einu ári hækkað um 12,4 prósent. Það eru gríðarlega miklar launahækkanir,“ segir fjármálaráðherra. Eftir að verðbólga tók að síga í september er hún aftur að aukast í janúar.Grafík/Sara Þá hafi gengið gefið eftir sem skýri verðbólguna að hluta og verð á innfluttri vöru hafi hækkað. Nú þurfi allir að taka höndum saman um að sígandi lukka sé best. Ríkisstjórn sem láti gjaldstofna sína gefa eftir á verðbólgutímum auki á verðbólguna þegar fram í sæki. Dregið hafi úr halla ríkissjóðs og skuldasöfnun hans stöðvuð. Á sama hátt og lífeyrissjóðirnir fjárfesti í útlöndum þurfi að laða að erlenda fjárfestingu hér. „Svo eru margir sem ættu kannski að spyrja sig í dag hvort það hafi verið innistæða fyrir allri gagnrýninni sem Seðlabankinn varð fyrir síðast þegar hann hækkaði vexti. Nú eru allir farnir að gera ráð fyrir að hann hækki vexti aftur. Þannig að við þurfum að viðurkenna að þegar verið er að beita þeim tólum sem eru líkleg til að hjálpa til við að ná niður verðbólgunni að þá er það skynsamlegt en ekki gagnrýnivert,“ segir Bjarni Bendiktsson. Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59 Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ríkisstjórnin hækkaði ýmis gjöld eins og áfengis- og tóbaksgjald og eldsneytisgjöld í fjárlögum þessa árs. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu þessar hækkanir og töldu þær olíu á verðbólgubálið og nú þegar verðbólga hefur aukist á ný hafa Neytendasamtökin og fleiri endurómað þá gagnrýni. Eftir að verðbólgan hafði heldur gefið eftir hefur hún aftur skriðið upp í 9,9 prósent. Það er vaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum á miðvikudag í næstu viku og aldrei að vita nema hann grípi aftur til vaxtahækkana. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir ekki hægt að kenna ríkisfjármálunum um verðbólguna. „Við vitum sem er að þær breytingar sem við gerðum á gjaldskrám um áramótin eru á bilinu 0,4 til 0,6 prósent af þessari 9,9 prósenta verðbólgu síðustu tólf mánuði. Þannig að það er nú langt í frá að hægt sé að rekja ástæður þessa verðbólgustigs til breytinga á gjaldskrám ríkissjóðs,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hafi hins vegar gert breytingar á skattkerfinu sem auki tekjur fólks um sjö til átta þúsund krónur á mánuði. „En þessi verðbólga er áhyggjuefni. Við þurfum að horfast í augu við að það er of mikil spenna í hagkerfinu hjá okkur í augnablikinu. Það birtist okkur með ýmsum hætti. Það birtist okkur meðal annars með þeim hætti að laun hafa á einu ári hækkað um 12,4 prósent. Það eru gríðarlega miklar launahækkanir,“ segir fjármálaráðherra. Eftir að verðbólga tók að síga í september er hún aftur að aukast í janúar.Grafík/Sara Þá hafi gengið gefið eftir sem skýri verðbólguna að hluta og verð á innfluttri vöru hafi hækkað. Nú þurfi allir að taka höndum saman um að sígandi lukka sé best. Ríkisstjórn sem láti gjaldstofna sína gefa eftir á verðbólgutímum auki á verðbólguna þegar fram í sæki. Dregið hafi úr halla ríkissjóðs og skuldasöfnun hans stöðvuð. Á sama hátt og lífeyrissjóðirnir fjárfesti í útlöndum þurfi að laða að erlenda fjárfestingu hér. „Svo eru margir sem ættu kannski að spyrja sig í dag hvort það hafi verið innistæða fyrir allri gagnrýninni sem Seðlabankinn varð fyrir síðast þegar hann hækkaði vexti. Nú eru allir farnir að gera ráð fyrir að hann hækki vexti aftur. Þannig að við þurfum að viðurkenna að þegar verið er að beita þeim tólum sem eru líkleg til að hjálpa til við að ná niður verðbólgunni að þá er það skynsamlegt en ekki gagnrýnivert,“ segir Bjarni Bendiktsson.
Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59 Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59
Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37