Þingfundi slitið klukkan tvö í nótt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2023 06:17 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Píratar vilja málið aftur inn í nefnd. Vísir/Vilhelm Þingfundi var slitið klukkan tvö í nótt en þá hafði framhald annarrar umræðu um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra staðið yfir í tíu klukkustundir. Það voru þingmenn Pírata sem héldu umræðunni gangandi og skiptust á að stíga í pontu. Þeir hafa farið fram á að málið verði aftur kallað inn í nefnd en því hefur verið hafnað. „Dómsmálaráðherra Íslands liggur mikið á að koma þessu máli í gegn, áður en hann fer að gera eitthvað annað en það sem hann er að gera. Þannig að mögulega er verið að setja mikinn þrýsting á stjórnarliða að hlusta ekki. Ekki bara á okkur Pírata, sem ég átta mig á að getur stundum verið erfitt, en að hlusta ekki á öll þau samtök í samfélaginu og allt það ákall sem hefur verið í samfélaginu, eftir því að þetta vonda mál. Þetta er illa unnið,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í gær. „Við viljum fá að tala við meirihlutann um þetta frumvarp. Við viljum að hér eigi sér stað raunverulegt lýðræðislegt samtal eða málið fari aftur inn í nefnd og það verði lagað og við getum haldið umræðunni áfram eftir það. Þetta eru eðlilegar kröfur. Það er ekkert óeðlilegt við þessar kröfur. Það er ekki hægt að hrópa hérna málþóf þegar við fáum ekki einu sinni svör, það er engin umræða að eiga sér stað hérna, þingfundur lengdur fram eftir nóttu til þess að reyna að fá okkur til að hætta. Það er bara verið að reyna að troða þessu máli í gegn án nokkurrar umræðu. Það er alveg ljóst af þessum vinnubrögðum,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati, sem starfaði sem lögfræðingur hjá Rauða krossinum á Íslandi 2014 til 2020. Þingfundur hefst aftur klukkan 10.30, þar sem útlendingafrumvarpið er á dagskrá á eftir óundirbúnum fyrirspurnatíma. Alþingi Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Það voru þingmenn Pírata sem héldu umræðunni gangandi og skiptust á að stíga í pontu. Þeir hafa farið fram á að málið verði aftur kallað inn í nefnd en því hefur verið hafnað. „Dómsmálaráðherra Íslands liggur mikið á að koma þessu máli í gegn, áður en hann fer að gera eitthvað annað en það sem hann er að gera. Þannig að mögulega er verið að setja mikinn þrýsting á stjórnarliða að hlusta ekki. Ekki bara á okkur Pírata, sem ég átta mig á að getur stundum verið erfitt, en að hlusta ekki á öll þau samtök í samfélaginu og allt það ákall sem hefur verið í samfélaginu, eftir því að þetta vonda mál. Þetta er illa unnið,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í gær. „Við viljum fá að tala við meirihlutann um þetta frumvarp. Við viljum að hér eigi sér stað raunverulegt lýðræðislegt samtal eða málið fari aftur inn í nefnd og það verði lagað og við getum haldið umræðunni áfram eftir það. Þetta eru eðlilegar kröfur. Það er ekkert óeðlilegt við þessar kröfur. Það er ekki hægt að hrópa hérna málþóf þegar við fáum ekki einu sinni svör, það er engin umræða að eiga sér stað hérna, þingfundur lengdur fram eftir nóttu til þess að reyna að fá okkur til að hætta. Það er bara verið að reyna að troða þessu máli í gegn án nokkurrar umræðu. Það er alveg ljóst af þessum vinnubrögðum,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati, sem starfaði sem lögfræðingur hjá Rauða krossinum á Íslandi 2014 til 2020. Þingfundur hefst aftur klukkan 10.30, þar sem útlendingafrumvarpið er á dagskrá á eftir óundirbúnum fyrirspurnatíma.
Alþingi Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira