Stærðarinnar smíðaverkstæði brunnið í Fljótsdal Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2023 22:42 Brunavarnir Austurlands eru á vettvangi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Fjárhús við bæinn Víðivelli 1 í Fljótsdalshreppi stendur í ljósum logum eftir að eldur kom upp í því um klukkan 21 í kvöld. Slökkvistarf gengur vel og hvorki menn né málleysingjar voru í húsunum, enda hefur það um árabil verið notað sem smíðaverkstæði. Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austurlands, segir í samtali við Vísi að slökkvilið sé mætt á staðinn og að menn standi í ströngu við að ráða niðurlögum eldsins. Hann segir að slökkvistarf gangi vel og að enginn hafi verið í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Í frétt Austurfréttar, sem greindi fyrst frá brunanum, segir að fjárhúsið hafi ekki verið notuð sem slíkt um árabil heldur hafi það verið notað sem trésmíðaverkstæði. Hörður Guðmundsson, sem leigir fjárhúsið, sem er um 400 fermetrar að stærð, undir trésmíðaverkstæði sitt, segir í samtali við Vísi að svo megi segja að verkstæðið hans sé brunnið til kaldra kola ásamt öllum hans verkfærum. Þeirra á meðal séu stórar trésmíðavélar og því ljóst að tjónið sé mikið. Hann segir að vel hafi gengið að hemja eldinn og að hann hafi ekki náð að læsa sér í nærliggjandi hlöðu. Þar séu aðeins sótskemmdir. Þá segir í frétt Austurfréttar að bærinn Víðivellir 1 standi nánast beint á móti félagsheimilinu Végarði Suðurdalsmegin. Þar hafi fólk verið við undirbúning þorrablót og orðið vart við eldinn upp úr klukkan 21. Fréttin hefur verið uppfærð. Slökkvilið Fljótsdalshreppur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austurlands, segir í samtali við Vísi að slökkvilið sé mætt á staðinn og að menn standi í ströngu við að ráða niðurlögum eldsins. Hann segir að slökkvistarf gangi vel og að enginn hafi verið í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Í frétt Austurfréttar, sem greindi fyrst frá brunanum, segir að fjárhúsið hafi ekki verið notuð sem slíkt um árabil heldur hafi það verið notað sem trésmíðaverkstæði. Hörður Guðmundsson, sem leigir fjárhúsið, sem er um 400 fermetrar að stærð, undir trésmíðaverkstæði sitt, segir í samtali við Vísi að svo megi segja að verkstæðið hans sé brunnið til kaldra kola ásamt öllum hans verkfærum. Þeirra á meðal séu stórar trésmíðavélar og því ljóst að tjónið sé mikið. Hann segir að vel hafi gengið að hemja eldinn og að hann hafi ekki náð að læsa sér í nærliggjandi hlöðu. Þar séu aðeins sótskemmdir. Þá segir í frétt Austurfréttar að bærinn Víðivellir 1 standi nánast beint á móti félagsheimilinu Végarði Suðurdalsmegin. Þar hafi fólk verið við undirbúning þorrablót og orðið vart við eldinn upp úr klukkan 21. Fréttin hefur verið uppfærð.
Slökkvilið Fljótsdalshreppur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira