Er höfundur Njálu handan við hornið? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. febrúar 2023 15:00 Síða úr Brennu-Njáls sögu í Möðruvallabók. Möðruvallabók er handrit frá 13. öld sem inniheldur 11 Íslendingasögur, þ.á m. Njálu og Egils sögu. Det store norske leksikon Gervigreindarforrit sem nú ríða húsum gætu orðið lykillinn að því að leysa gátuna um hver skrifaði Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasögur. Spænskir fræðimenn hafa nýlega, með hjálp gervigreindar, leyst aldagamla gátu um höfund leikrits sem varðveitt hefur verið á Landsbókasafni Spánar í tæplega 150 ár. Spænska gullöldin Á Spáni eru tveir óumdeildir risar þess tímabils sem kallast gullöld spænskra bókmennta. Hún stóð yfir frá sameiningu Spánar og landnámi Spánverja í Ameríku í lok 15. aldar og fram yfir miðja 17. öld. Þessir risar voru annars vegar Miguel de Cervantes, sem skrifaði eina bestu skáldsögu allra tíma um riddarann sjónumhrygga, Don Kíkóta og hins vegar Lope de Vega, sem er einn allra afkastamesti rithöfundur sögunnar, en eftir hann liggja rúmlega 3.000 verk; skáldsögur, ljóð, smásögur og leikrit, en þau voru ekki færri en 500 talsins. Gervigreind leysti tæplega 150 ára ráðgátu Á landsbókasafni Spánar hefur legið leikrit frá því 1882, sem enginn veit hver skrifaði. Fyrir rúmlega ári réðust spænskir fræðimenn í það verk að leita liðsinnis gervigreindarforrita til þess að freista þess að finna höfund verksins. Fyrst fór verkið í gegnum forritið Transkribus, sem er evrópskt verkefni sem hýst er við háskólann í Innsbruck. Forritið var matað á 1.300 handritum frá gullöldinni og svo var forritið matað á hinu dularfulla leikriti. Eftir það var leikritið sett inn í annað gervigreindarforrit á Spáni þar sem hýst eru 2.800 leikrit eftir 350 höfunda frá 16. og 17. öld. Loks voru grisjuð út 500 algengustu orð leikritsins og þau borin saman við sambærilegan orðabanka annarra leikrita og þá kom hið endanlega svar sem fræðimönnum hafði ekki tekist að svara í tæplega 150 ár: Leikritið „Lára hin franska“ er, án vafa, eftir Lope de Vega. Germán Vega, prófessor í spænskum bókmenntum, segir í samtali við El País, að gervigreindin hafi gert gott betur en að finna höfund leikritsins, hún slær því föstu að Lope de Vega hafi skrifað það 5-6 árum fyrir dauða sinn, árið 1635. Uppgötvunin var gerð heyrinkunn í síðustu viku, í árlegu fræðiriti sem eingöngu fæst við rannsóknir á verkum Lope de Vega. Getur gervigreind fundið höfund Njálu? Spurningin fyrir íslenskan bókmenntaheim, í ljósi þessarar uppgötvunar, er einföld: Tekst íslenskri þjóð loksins, og kannski innan skamms, að komast að því hverjir eru höfundar Íslendingasagna á borð við Brennu-Njáls sögu og annarra stórvirkja sögualdar? Spánn Bókmenntir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Spænska gullöldin Á Spáni eru tveir óumdeildir risar þess tímabils sem kallast gullöld spænskra bókmennta. Hún stóð yfir frá sameiningu Spánar og landnámi Spánverja í Ameríku í lok 15. aldar og fram yfir miðja 17. öld. Þessir risar voru annars vegar Miguel de Cervantes, sem skrifaði eina bestu skáldsögu allra tíma um riddarann sjónumhrygga, Don Kíkóta og hins vegar Lope de Vega, sem er einn allra afkastamesti rithöfundur sögunnar, en eftir hann liggja rúmlega 3.000 verk; skáldsögur, ljóð, smásögur og leikrit, en þau voru ekki færri en 500 talsins. Gervigreind leysti tæplega 150 ára ráðgátu Á landsbókasafni Spánar hefur legið leikrit frá því 1882, sem enginn veit hver skrifaði. Fyrir rúmlega ári réðust spænskir fræðimenn í það verk að leita liðsinnis gervigreindarforrita til þess að freista þess að finna höfund verksins. Fyrst fór verkið í gegnum forritið Transkribus, sem er evrópskt verkefni sem hýst er við háskólann í Innsbruck. Forritið var matað á 1.300 handritum frá gullöldinni og svo var forritið matað á hinu dularfulla leikriti. Eftir það var leikritið sett inn í annað gervigreindarforrit á Spáni þar sem hýst eru 2.800 leikrit eftir 350 höfunda frá 16. og 17. öld. Loks voru grisjuð út 500 algengustu orð leikritsins og þau borin saman við sambærilegan orðabanka annarra leikrita og þá kom hið endanlega svar sem fræðimönnum hafði ekki tekist að svara í tæplega 150 ár: Leikritið „Lára hin franska“ er, án vafa, eftir Lope de Vega. Germán Vega, prófessor í spænskum bókmenntum, segir í samtali við El País, að gervigreindin hafi gert gott betur en að finna höfund leikritsins, hún slær því föstu að Lope de Vega hafi skrifað það 5-6 árum fyrir dauða sinn, árið 1635. Uppgötvunin var gerð heyrinkunn í síðustu viku, í árlegu fræðiriti sem eingöngu fæst við rannsóknir á verkum Lope de Vega. Getur gervigreind fundið höfund Njálu? Spurningin fyrir íslenskan bókmenntaheim, í ljósi þessarar uppgötvunar, er einföld: Tekst íslenskri þjóð loksins, og kannski innan skamms, að komast að því hverjir eru höfundar Íslendingasagna á borð við Brennu-Njáls sögu og annarra stórvirkja sögualdar?
Spánn Bókmenntir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira