Ekkert verður af Bandarísku söngvakeppninni 2023 Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2023 08:03 Kynnarnir Snoop Dogg og Kelly Clarkson með sigurvegara American Song Contest 2023, AleXa sem keppti fyrir hönd Oklahoma. Getty Óhætt er að segja að vinsældir Bandarísku söngvakeppninnar, systurkeppni Eurovision, hafi ekki orðið eins miklar og aðstandendur keppninnar höfðu vonast eftir. Nú staðfesta þeir að ekkert verði af keppninni í ár, en vonast til að keppnin verði aftur á skjánum 2024. Frá þessu segir í sænska Aftonbladet þar sem rætt er við Christer Björkman sem var maðurinn sem fenginn var til að koma Bandarísku söngvakeppninni, eða American Song Contest, á koppinn. Hann hafði áður verið allt í öllu þegar kom framleiðslu á Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Eurovision. Bandaríska söngvakeppnin var í fyrsta sinn haldin á síðasta ári þar sem K-pop stjarnan AleXa, sem flutti lagið Wonderland stóð uppi sem sigurvegari. Hún var fulltrúi Oklahoma í keppninni. Riker Lynch frá Colorado var í öðru sæti og Jordan Smith frá Kentucky í því þriðja. Meðal annarra keppenda í fyrra voru frægir tónlistarmenn á borð við Michael Bolton, Jewel, Macy Gray og Sisqó. Kynnar voru svo söngvararnir Kelly Clarkson og Snoop Dogg. Björkman segir mjög erfitt að koma keppni sem þessari inn á markaðinn í Bandaríkjunum. Það krefst þess að vera þolinmóður til að tryggja að fyrirbærið nái að festa sig í sessi. Áhorfið á keppnina í fyrra var ekki mikið, raunar minna en áhorfið í Melodifestivalen í Svíþjóð. Björkman segist þó vonast til að hægt verði að halda keppnina aftur árið 2024. Hann segist stoltur af teyminu sem stóð að framkvæmd Bandarísku söngvakeppninnar. Hann segir þó óvíst hvort að NBC vilji halda áfram að framleiða keppnina. Björkman bendir á að markaðssetningin hafi ekki verið nægilega góð og þá hafi það verið mistök af hálfu NBC að sýna keppnina á sama tíma og Idol var í gangi. Hann segir einnig að vonir standi enn til að hægt verði að koma á laggirnar söngvakeppni, sem svipi til Eurovision, bæði í Kanada og í Suður-Ameríku. Sú vinna sé enn í gangi. Í keppninni voru tónlistaratriði frá öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna, fimm yfirráðasvæðum og svo höfuðborginni sjálfri. Keppnin stóð í átta vikur þar sem þættirnir voru sýndir í beinni útsendingu. Bandaríska söngvakeppnin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Frá þessu segir í sænska Aftonbladet þar sem rætt er við Christer Björkman sem var maðurinn sem fenginn var til að koma Bandarísku söngvakeppninni, eða American Song Contest, á koppinn. Hann hafði áður verið allt í öllu þegar kom framleiðslu á Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Eurovision. Bandaríska söngvakeppnin var í fyrsta sinn haldin á síðasta ári þar sem K-pop stjarnan AleXa, sem flutti lagið Wonderland stóð uppi sem sigurvegari. Hún var fulltrúi Oklahoma í keppninni. Riker Lynch frá Colorado var í öðru sæti og Jordan Smith frá Kentucky í því þriðja. Meðal annarra keppenda í fyrra voru frægir tónlistarmenn á borð við Michael Bolton, Jewel, Macy Gray og Sisqó. Kynnar voru svo söngvararnir Kelly Clarkson og Snoop Dogg. Björkman segir mjög erfitt að koma keppni sem þessari inn á markaðinn í Bandaríkjunum. Það krefst þess að vera þolinmóður til að tryggja að fyrirbærið nái að festa sig í sessi. Áhorfið á keppnina í fyrra var ekki mikið, raunar minna en áhorfið í Melodifestivalen í Svíþjóð. Björkman segist þó vonast til að hægt verði að halda keppnina aftur árið 2024. Hann segist stoltur af teyminu sem stóð að framkvæmd Bandarísku söngvakeppninnar. Hann segir þó óvíst hvort að NBC vilji halda áfram að framleiða keppnina. Björkman bendir á að markaðssetningin hafi ekki verið nægilega góð og þá hafi það verið mistök af hálfu NBC að sýna keppnina á sama tíma og Idol var í gangi. Hann segir einnig að vonir standi enn til að hægt verði að koma á laggirnar söngvakeppni, sem svipi til Eurovision, bæði í Kanada og í Suður-Ameríku. Sú vinna sé enn í gangi. Í keppninni voru tónlistaratriði frá öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna, fimm yfirráðasvæðum og svo höfuðborginni sjálfri. Keppnin stóð í átta vikur þar sem þættirnir voru sýndir í beinni útsendingu.
Bandaríska söngvakeppnin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. 10. maí 2022 20:00
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp