Bjarni Halldór Janusson, fyrrverandi yngsti þingmaður Alþingissögunnar, var aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar þar til nýlega. Hann stefnir nú á doktorsnám í stjórnmálafræði.
Heiða Kristín starfaði sem ráðgjafi Jóns Gnarrs er hann var borgarstjóri en Heiða var ein af stofnendum Besta flokksins og leiddi herferð flokksins í borgarstjórnarkosningunum árið 2010.
Þremur árum síðar stofnaði hún Bjarta framtíð ásamt Guðmundi Steingrímssyni og starfaði sem formaður flokksins þar til undir lok 2014. Hún var varaþingmaður flokksins og sat á þingi í fjarveru Bjartar Ólafsdóttur á meðan hún var í fæðingarorlofi.
Heiða er menntaður stjórnmálafræðingur og er gift Guðmundi Kristjáni Jónssyni. Guðmundur aðstoðaði sjálfur Þorgerði þegar hún var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Saman eiga þau rúmlega eins og hálfs árs son sem vakti mikla athygli í Ísland í dag í sumar. Þá var hann fjórtán mánaða gamall og var ekki kominn með leikskólapláss.
Viðtalið við Heiðu og Guðmund í Ísland í dag hefst eftir átta mínútur og þrjátíu sekúndur í spilaranum hér fyrir neðan.