Þung og erfið staða verður á Bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi um helgina vegna manneklu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vegna alvarlegrar manneklu á Bráðamóttökunni á Selfossi verður erfið staða á deildinni um helgina. Alvarlegum veikindum og slysum verður þó áfram sinnt. Hjúkrunarfræðingar verða við vinnu og meta veikindi þeirra, sem leita á móttökuna en læknisþjónusta verður skert.
„Staðan er mjög þung vegna mönnunar og álags vegna umgangspesta. Við sinnum að sjálfsögðu alvarlegum veikindum og slysum, en minni bráðum veikindum er bent á upplýsingasíma læknavaktarinnar. Ef skjólstæðingar eru í óvissu þá er velkomið að koma og verða metin af hjúkrunarfræðing", segir Jóhanna Már Andersen, yfirlæknir á bráðamóttökunni.
Jóhanna Már Andersen, yfirlæknir á bráðamóttökunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson