Flutningur á lyfjum og mat gæti stöðvast vegna verkfalla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2023 12:31 Sigurjón hefur þungar áhyggjur af stöðunni. samsett/Vísir Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun. Flutningur á mat og lyfjum gæti skerst verulega sem hefði gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkvæmasta hóp samfélagsins. Forstjóri Skeljungs og framkvæmdastjóri Olís hafa báðir sagt að eftir að verkföll hefjast taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. Áhrifin gríðarleg og alvarleg Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur miklar áhyggjur af afleiðingum verkfallsins sem yrðu miklar á Hjúkrunarheimilum og öðrum velferðarfyrirtækjum landsins. Starfsfólk gæti átt erfitt með að komast til og frá vinnu og flutningur á mat, lyfjum og öðrum rekstrarvörum til stofnanna og fyrirtækja gæti raskast verulega. „Við höfum áhyggjur af því að flutningur á skjólstæðingum, þjónustu okkar til og frá dagþjálfun t.d. eða velferðarfyrirtækjum skerðist eða stöðvist,“ segir Sigurjón. Auk þess sem flutningur til og frá sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum gæti raskast. „Þannig að áhrifin á okkar aðildarfélög eru gríðarleg og alvarleg.“ Þurfa undanþágu Hann segir að forstjórar Hjúkrunarheimila og annarra velferðarstofnanna hafi þungar áhyggjur. „Við höfum mjög miklar áhyggjur já. Það er alveg ljóst að starfsemi okkar aðildarfyrirtækja gengur ekki lengi undir þessum aðstæðum ekki nema að það komist á mjög gott fyrirkomulag varðandi undanþágur til að okkar starfsemi geti gengið að fullu áfram.“ Forsvarsmenn samtakanna hafa sótt um undanþágu frá verkfallsaðgerðum og segist Sigurjón vongóður um að Efling taki vel í þær beiðnir. „Svo við getum haldið áfram fullri þjónustu við okkar heimilisfólk og okkar skjólstæðinga vegna þess að hjá okkur er stór meirihluti legurýma landsins og við erum að þjónusta viðkvæmustu einstaklinga íslensks samfélags þannig það er mjög mikilvægt að við náum góðri niðurstöðu þar.“ Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Lyf Hjúkrunarheimili Bensín og olía Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Forstjóri Skeljungs og framkvæmdastjóri Olís hafa báðir sagt að eftir að verkföll hefjast taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. Áhrifin gríðarleg og alvarleg Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur miklar áhyggjur af afleiðingum verkfallsins sem yrðu miklar á Hjúkrunarheimilum og öðrum velferðarfyrirtækjum landsins. Starfsfólk gæti átt erfitt með að komast til og frá vinnu og flutningur á mat, lyfjum og öðrum rekstrarvörum til stofnanna og fyrirtækja gæti raskast verulega. „Við höfum áhyggjur af því að flutningur á skjólstæðingum, þjónustu okkar til og frá dagþjálfun t.d. eða velferðarfyrirtækjum skerðist eða stöðvist,“ segir Sigurjón. Auk þess sem flutningur til og frá sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum gæti raskast. „Þannig að áhrifin á okkar aðildarfélög eru gríðarleg og alvarleg.“ Þurfa undanþágu Hann segir að forstjórar Hjúkrunarheimila og annarra velferðarstofnanna hafi þungar áhyggjur. „Við höfum mjög miklar áhyggjur já. Það er alveg ljóst að starfsemi okkar aðildarfyrirtækja gengur ekki lengi undir þessum aðstæðum ekki nema að það komist á mjög gott fyrirkomulag varðandi undanþágur til að okkar starfsemi geti gengið að fullu áfram.“ Forsvarsmenn samtakanna hafa sótt um undanþágu frá verkfallsaðgerðum og segist Sigurjón vongóður um að Efling taki vel í þær beiðnir. „Svo við getum haldið áfram fullri þjónustu við okkar heimilisfólk og okkar skjólstæðinga vegna þess að hjá okkur er stór meirihluti legurýma landsins og við erum að þjónusta viðkvæmustu einstaklinga íslensks samfélags þannig það er mjög mikilvægt að við náum góðri niðurstöðu þar.“
Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Lyf Hjúkrunarheimili Bensín og olía Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira