Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2023 16:19 Tadarrius Bean, Demetrius Haley eru í neðri röðinni. Þeir Emmitt Martin III, Desmond Mills yngri og Justin Smith eru í þeirri efri. AP/Lögreglan í Memphis Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. Nichols var stöðvaður í umferðinni í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Allir lögregluþjónarnir voru reknir og lögreglustjórinn sagði þá bera beina ábyrgð á dauða Nichols. Hann hefur einnig sagt að ekkert bendi til þess að lögregluþjónarnir hafi haft tilefni til að stöðva Nichols. Þeir gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi. Lögregluþjónarnir heita Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Desmond Mills yngri, Emmitt Martin þriðji og Justin Smith. Þeir sögðust allir saklausir af ákærum um morð, alvarlega líkamsárás, mannrán, ofbeitingu valds og vanrækslu í starfi. Þeir ganga allir lausir gegn tryggingu og eiga næst að mæta fyrir dómara þann 1. maí. Sjá einnig: Fimm til viðbótar reknir vegna dauða Nichols James Jones yngri, dómari, bað aðstandendur Nichols og aðra um að sýna þolinmæði, því dómsmálið gæti tekið langan tíma. „Allir sem að þessu máli koma vilja að því ljúki eins fljótt og auðið er. Það er þó mikilvægt að allir skilji að Tennessee ríki og allir sakborningarnir eiga fullan rétt á sanngjörnum réttarhöldum,“ sagði Jones. Í dómsal í dag sagði lögmaður Beans að skjólstæðingur sinni hefði bara unnið vinnuna sína og hann hefði aldrei snert Nichols. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að það sé ekki rétt, miðað við upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna. 'I feel numb'Tyre Nichols' mother RowVaughn Wells says she is waiting for somebody to wake her up from this "nightmare", adding she wants the former police officers to look her in the face.https://t.co/ocnxwWwmmC Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/smFOzS7ASO— Sky News (@SkyNews) February 17, 2023 Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Nichols var stöðvaður í umferðinni í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Allir lögregluþjónarnir voru reknir og lögreglustjórinn sagði þá bera beina ábyrgð á dauða Nichols. Hann hefur einnig sagt að ekkert bendi til þess að lögregluþjónarnir hafi haft tilefni til að stöðva Nichols. Þeir gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi. Lögregluþjónarnir heita Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Desmond Mills yngri, Emmitt Martin þriðji og Justin Smith. Þeir sögðust allir saklausir af ákærum um morð, alvarlega líkamsárás, mannrán, ofbeitingu valds og vanrækslu í starfi. Þeir ganga allir lausir gegn tryggingu og eiga næst að mæta fyrir dómara þann 1. maí. Sjá einnig: Fimm til viðbótar reknir vegna dauða Nichols James Jones yngri, dómari, bað aðstandendur Nichols og aðra um að sýna þolinmæði, því dómsmálið gæti tekið langan tíma. „Allir sem að þessu máli koma vilja að því ljúki eins fljótt og auðið er. Það er þó mikilvægt að allir skilji að Tennessee ríki og allir sakborningarnir eiga fullan rétt á sanngjörnum réttarhöldum,“ sagði Jones. Í dómsal í dag sagði lögmaður Beans að skjólstæðingur sinni hefði bara unnið vinnuna sína og hann hefði aldrei snert Nichols. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að það sé ekki rétt, miðað við upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna. 'I feel numb'Tyre Nichols' mother RowVaughn Wells says she is waiting for somebody to wake her up from this "nightmare", adding she wants the former police officers to look her in the face.https://t.co/ocnxwWwmmC Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/smFOzS7ASO— Sky News (@SkyNews) February 17, 2023
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56
Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25