Sex ákærðir eftir að átján flóttamenn fundust látnir í sendiferðabíl Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2023 08:23 Aðstæður í kassa sendiferðabílsins voru hræðilegar. Stringer/Getty Saksóknari í Búlgaríu hefur ákært sex manns fyrir mansal eftir að átján afganskir flóttamenn fundust látnir aftan í sendiferðabíl í nágrenni við Sófíu. 52 flóttamönnum hafði verið troðið í sendiferðabílinn „eins og í sardínudós,“ að sögn saksóknara. Sendiferðabíllinn var skilinn eftir á vegslóða við þorpið Lokorsko, sem er nálægt höfuðborginni Sófíu, á föstudag eftir að ökumaður bílsins og samverkamaður hans tóku eftir því að margir þeirra sem þeir fluttu voru orðnir ringlaðir af súrefnisleysi og sumir þegar látnir, að því er segir í frétt Reuters um málið. Að sögn Borislav Sarafov, yfirmanni rannsóknarlögreglu Búlgaríu og aðstoðarríkissaksóknara, neitaði ökumaður bílsins að stöðva för sína þrátt fyrir að hafa heyrt langvarandi og öflug högg á kassa bílsins. Málið hefur vakið mikinn ugg í Búlgaríu og víðar en það er eitt það versta sinnar tegundar á landleiðinni yfir Balkanskaga til meginlands Evrópu. Létust hægt og á kvalafullan hátt Sarafov segir að fórnarlömb mannanna hafi látist hægt og á kvalafullan hátt aftan í sendiferðabílnum. „Þetta mál bendir til gríðarlegrar ósvífni og sýnir fram á það að litið er á flóttafólk aðeins sem vöru til að flytja frá einum stað á annan, burtséð frá því hvort það sé lífs eða liðið,“ er haft eftir honum. Hinir flóttamennirnir sem fundust í sendiferðabílnum, 32 talsins, eru sagðir í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Einnig ákærðir fyrir morð Bílstjórinn og sá sem sat í farþegasæti sendiferðabílsins eru ákærðir fyrir morð sem og fyrir mansal. Fjórir samverkamenn þeirra eru ákærðir aðeins fyrir mansal. Þrír þeirra eru í haldi lögreglu og evrópsk handtökutilskipun hefur verið gefin út til höfuðs eins þeirra. Flóttamenn Búlgaría Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Sendiferðabíllinn var skilinn eftir á vegslóða við þorpið Lokorsko, sem er nálægt höfuðborginni Sófíu, á föstudag eftir að ökumaður bílsins og samverkamaður hans tóku eftir því að margir þeirra sem þeir fluttu voru orðnir ringlaðir af súrefnisleysi og sumir þegar látnir, að því er segir í frétt Reuters um málið. Að sögn Borislav Sarafov, yfirmanni rannsóknarlögreglu Búlgaríu og aðstoðarríkissaksóknara, neitaði ökumaður bílsins að stöðva för sína þrátt fyrir að hafa heyrt langvarandi og öflug högg á kassa bílsins. Málið hefur vakið mikinn ugg í Búlgaríu og víðar en það er eitt það versta sinnar tegundar á landleiðinni yfir Balkanskaga til meginlands Evrópu. Létust hægt og á kvalafullan hátt Sarafov segir að fórnarlömb mannanna hafi látist hægt og á kvalafullan hátt aftan í sendiferðabílnum. „Þetta mál bendir til gríðarlegrar ósvífni og sýnir fram á það að litið er á flóttafólk aðeins sem vöru til að flytja frá einum stað á annan, burtséð frá því hvort það sé lífs eða liðið,“ er haft eftir honum. Hinir flóttamennirnir sem fundust í sendiferðabílnum, 32 talsins, eru sagðir í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Einnig ákærðir fyrir morð Bílstjórinn og sá sem sat í farþegasæti sendiferðabílsins eru ákærðir fyrir morð sem og fyrir mansal. Fjórir samverkamenn þeirra eru ákærðir aðeins fyrir mansal. Þrír þeirra eru í haldi lögreglu og evrópsk handtökutilskipun hefur verið gefin út til höfuðs eins þeirra.
Flóttamenn Búlgaría Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira