Sá ekki fyrir sér að eignast fjölskyldu Stefán Árni Pálsson skrifar 20. febrúar 2023 10:31 Valdimar Guðmundsson er einn vinsælasti söngvari landsins.Keflvíkingurinn býr nú í Hafnarfirði og lífið leikur við fjölskyldumanninn. Vísir/Vilhelm Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Hans undurfagra rödd hefur vakið athygli síðustu tíu ár hér á landi. Í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Auðunn Blöndal að kynnast manninum betur. Í þættinum fer Valdimar yfir æskuna, tónlistina, föðurhlutverkið og samband sitt við Önnu Björk Sigurjónsdóttur og margt fleira. Valdimar og Anna eiga saman dreng sem kom í heiminn á síðasta ári. En söngvarinn sá ekki fyrir að hann myndi sjálfur eignast fjölskyldu á sínum tíma. „Ég er mjög hamingjusamur maður. Fyrir nokkrum árum síðan hugsaði ég, ég verð kannski bara alltaf einn og það er allt í lagi. Sem er bara fínt og ég geri bara hlutina eins og þeir eru núna,“ segir Valdimar í samtali við Auðunn. Valdimar og Anna ásamt drengnum. „Mér leið þannig, og mér leið ekkert illa með það þannig séð. Ég hugsaði alveg að það væri kannski gaman að eignast fjölskyldu og detta í þann pakka. Það er ekkert svo langt síðan að það að eignast fjölskyldu væri mjög fjarlægur möguleiki. En svo einhvern veginn gerðist það. Ég hitti stelpu sem mér fannst ótrúlega skemmtileg. Svo byrjum við saman og allt í einu er kominn lítill strákur og ég kominn með fjölskyldu. Allt hefur meiri vigt í dag.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Klippa: Valdimar sá ekki fyrir sér að eignast fjölskyldu Tónlistarmennirnir okkar Hafnarfjörður Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Full Eldborg af Keflvíkingum er ávísun á bestu mögulegu læti Hún var aldeilis biðarinnar virði kvöldstundin í Hörpu laugardaginn 23. apríl þegar keflvísku rokkararnir í hljómsveitinni Valdimar héldu loksins upp á tíu ára afmæli sveitarinnar. Eftir endurteknar frestanir af augljósum ástæðum undanfarin tvö ár var komið að því. Það yrðu læti í Eldborg. 26. apríl 2022 10:31 Sonur Valdimars og Önnu Bjarkar kominn með nafn Fyrsta barn söngvarans Valdimars Guðmundssonar og unnustu hans, Önnu Bjarkar Sigurjónsdóttir, hefur fengið nafn. Drengurinn fékk nafnið Sigurjón Tumi. 7. nóvember 2021 20:10 Anna og Valdimar í skýjunum með frumburðinn Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson og Anna Björk Sigurjónsdóttir, hjúkrunarnemi og flugfreyja hjá Icelandair, eru í skýjunum eftir að nýr sonur þeirra mætti með hvelli í heiminn á mánudag. 24. júlí 2021 18:55 Sérstök tilfinning að pukrast fyrir luktum tjöldum í heilt ár Í dag gefur hljómsveitin LÓN út sitt fyrsta lag en sveitina skipa Valdimar Guðmundsson, Ómar Guðjónsson, Ásgeir Aðalsteinsson. Lagið kallast My Father og myndbandið verður frumsýnt í fyrramálið hér á Vísi. 16. júní 2021 12:46 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Í þættinum fer Valdimar yfir æskuna, tónlistina, föðurhlutverkið og samband sitt við Önnu Björk Sigurjónsdóttur og margt fleira. Valdimar og Anna eiga saman dreng sem kom í heiminn á síðasta ári. En söngvarinn sá ekki fyrir að hann myndi sjálfur eignast fjölskyldu á sínum tíma. „Ég er mjög hamingjusamur maður. Fyrir nokkrum árum síðan hugsaði ég, ég verð kannski bara alltaf einn og það er allt í lagi. Sem er bara fínt og ég geri bara hlutina eins og þeir eru núna,“ segir Valdimar í samtali við Auðunn. Valdimar og Anna ásamt drengnum. „Mér leið þannig, og mér leið ekkert illa með það þannig séð. Ég hugsaði alveg að það væri kannski gaman að eignast fjölskyldu og detta í þann pakka. Það er ekkert svo langt síðan að það að eignast fjölskyldu væri mjög fjarlægur möguleiki. En svo einhvern veginn gerðist það. Ég hitti stelpu sem mér fannst ótrúlega skemmtileg. Svo byrjum við saman og allt í einu er kominn lítill strákur og ég kominn með fjölskyldu. Allt hefur meiri vigt í dag.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Klippa: Valdimar sá ekki fyrir sér að eignast fjölskyldu
Tónlistarmennirnir okkar Hafnarfjörður Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Full Eldborg af Keflvíkingum er ávísun á bestu mögulegu læti Hún var aldeilis biðarinnar virði kvöldstundin í Hörpu laugardaginn 23. apríl þegar keflvísku rokkararnir í hljómsveitinni Valdimar héldu loksins upp á tíu ára afmæli sveitarinnar. Eftir endurteknar frestanir af augljósum ástæðum undanfarin tvö ár var komið að því. Það yrðu læti í Eldborg. 26. apríl 2022 10:31 Sonur Valdimars og Önnu Bjarkar kominn með nafn Fyrsta barn söngvarans Valdimars Guðmundssonar og unnustu hans, Önnu Bjarkar Sigurjónsdóttir, hefur fengið nafn. Drengurinn fékk nafnið Sigurjón Tumi. 7. nóvember 2021 20:10 Anna og Valdimar í skýjunum með frumburðinn Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson og Anna Björk Sigurjónsdóttir, hjúkrunarnemi og flugfreyja hjá Icelandair, eru í skýjunum eftir að nýr sonur þeirra mætti með hvelli í heiminn á mánudag. 24. júlí 2021 18:55 Sérstök tilfinning að pukrast fyrir luktum tjöldum í heilt ár Í dag gefur hljómsveitin LÓN út sitt fyrsta lag en sveitina skipa Valdimar Guðmundsson, Ómar Guðjónsson, Ásgeir Aðalsteinsson. Lagið kallast My Father og myndbandið verður frumsýnt í fyrramálið hér á Vísi. 16. júní 2021 12:46 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Full Eldborg af Keflvíkingum er ávísun á bestu mögulegu læti Hún var aldeilis biðarinnar virði kvöldstundin í Hörpu laugardaginn 23. apríl þegar keflvísku rokkararnir í hljómsveitinni Valdimar héldu loksins upp á tíu ára afmæli sveitarinnar. Eftir endurteknar frestanir af augljósum ástæðum undanfarin tvö ár var komið að því. Það yrðu læti í Eldborg. 26. apríl 2022 10:31
Sonur Valdimars og Önnu Bjarkar kominn með nafn Fyrsta barn söngvarans Valdimars Guðmundssonar og unnustu hans, Önnu Bjarkar Sigurjónsdóttir, hefur fengið nafn. Drengurinn fékk nafnið Sigurjón Tumi. 7. nóvember 2021 20:10
Anna og Valdimar í skýjunum með frumburðinn Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson og Anna Björk Sigurjónsdóttir, hjúkrunarnemi og flugfreyja hjá Icelandair, eru í skýjunum eftir að nýr sonur þeirra mætti með hvelli í heiminn á mánudag. 24. júlí 2021 18:55
Sérstök tilfinning að pukrast fyrir luktum tjöldum í heilt ár Í dag gefur hljómsveitin LÓN út sitt fyrsta lag en sveitina skipa Valdimar Guðmundsson, Ómar Guðjónsson, Ásgeir Aðalsteinsson. Lagið kallast My Father og myndbandið verður frumsýnt í fyrramálið hér á Vísi. 16. júní 2021 12:46