Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2023 11:43 Eitt af fjölmörgum minnismerkjum í Kænugarði höfuðborg Úkraínu um fórnarlömb hungursneyðar Stalins í landinu á árunum 1932-1933. Getty/Andre Luis Alves Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrst flutningsmaður þingsályktunartillögunnar um að lýsa því yfir að hálfu Alþingis að hungursneyðin, eða Holodomor eins og Úkraínumenn kalla hana, hafi verið hópmorð. Í greinargerð með tillögunni segir að með samþykkt hennar myndu þingmenn bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að Holodomor hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafi nú þegar brugðist við ákallinu. Diljá Mist segir mjög breiða samstöðu um það á Alþingi að þessi tillaga fengi afgreiðslu þingsins í þessari viku. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þingmanna allra flokka á Alþingi sem rædd verður í dag.Vísir/Vilhelm „Í þessari viku er liðið eitt ár frá innrás Rússlands í Úkraínu. Innrásin er auðvitað alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta mál. Við erum þarna að bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungsneyðin hafi verið hópmorð,“ segir Diljá Mist. Hröð iðnvæðing Sovétríkjanna og áætlanabúskapur undir stjórn einræðisherrans Jósefs Stalíns var látin bitna hart á Úkraínu og Moldóvu sem þá var hluti af sovétlýðveldinu Úkraínu til að berja niður sjálfstæðistilburði Úkraínumanna. Talið er að á bilinu þrjár til tíu milljónir manna hafi dáið úr hungri. „Rússar hafa alla tíð neitað því að þetta hafi verið hópmorð eða þjóðarmorð. Þetta er eins og margt annað á því tímabili,“ segir þingmaðurinn. Fólk skoðar muni í Þjóðminjasafninu um hungursneyðina í Kænugarði.Getty/Andre Luis Alves Á föstudag verður eitt ár liðið frá því tæplega tvöhundruð þúsund manna her Rússa hóf innrás í Úkraínu úr norðri, austri og suðri með það að markmiði að innlima landið í Rússneska sambandslýðveldið og steypa lýðræðislega kjörinni stjórn landsins. Diljá Mist segir að því miður séu viss líkindi með hinni skipulegu hungursneyð á árunum 1932 til 1933 og innrásinni. „Meðal þess sem hungursneyðin gekk út á var að kúga Úkraínumenn til hlýðni og eyða þjóðarvitund þeirra. Þannig að okkur finnst mjög mikilvægt að senda skýr skilaboð og minna á þessa atburði í von um að þeir endurtaki sig ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi Sovétríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. 20. febrúar 2023 10:26 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrst flutningsmaður þingsályktunartillögunnar um að lýsa því yfir að hálfu Alþingis að hungursneyðin, eða Holodomor eins og Úkraínumenn kalla hana, hafi verið hópmorð. Í greinargerð með tillögunni segir að með samþykkt hennar myndu þingmenn bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að Holodomor hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafi nú þegar brugðist við ákallinu. Diljá Mist segir mjög breiða samstöðu um það á Alþingi að þessi tillaga fengi afgreiðslu þingsins í þessari viku. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þingmanna allra flokka á Alþingi sem rædd verður í dag.Vísir/Vilhelm „Í þessari viku er liðið eitt ár frá innrás Rússlands í Úkraínu. Innrásin er auðvitað alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta mál. Við erum þarna að bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungsneyðin hafi verið hópmorð,“ segir Diljá Mist. Hröð iðnvæðing Sovétríkjanna og áætlanabúskapur undir stjórn einræðisherrans Jósefs Stalíns var látin bitna hart á Úkraínu og Moldóvu sem þá var hluti af sovétlýðveldinu Úkraínu til að berja niður sjálfstæðistilburði Úkraínumanna. Talið er að á bilinu þrjár til tíu milljónir manna hafi dáið úr hungri. „Rússar hafa alla tíð neitað því að þetta hafi verið hópmorð eða þjóðarmorð. Þetta er eins og margt annað á því tímabili,“ segir þingmaðurinn. Fólk skoðar muni í Þjóðminjasafninu um hungursneyðina í Kænugarði.Getty/Andre Luis Alves Á föstudag verður eitt ár liðið frá því tæplega tvöhundruð þúsund manna her Rússa hóf innrás í Úkraínu úr norðri, austri og suðri með það að markmiði að innlima landið í Rússneska sambandslýðveldið og steypa lýðræðislega kjörinni stjórn landsins. Diljá Mist segir að því miður séu viss líkindi með hinni skipulegu hungursneyð á árunum 1932 til 1933 og innrásinni. „Meðal þess sem hungursneyðin gekk út á var að kúga Úkraínumenn til hlýðni og eyða þjóðarvitund þeirra. Þannig að okkur finnst mjög mikilvægt að senda skýr skilaboð og minna á þessa atburði í von um að þeir endurtaki sig ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi Sovétríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. 20. febrúar 2023 10:26 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37
Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00
„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04
Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. 20. febrúar 2023 10:26