Þeir Eflingarfélagar sem eru í verkfalli áforma að hittast í Iðnó klukkan 12. Klukkan 13 verður svo farið í mótmælagöngu gegn fyrirhuguðu verkbanni SA. Samkvæmt frétt á vef Eflingar eru allir Eflingarfélagar velkomnir til að taka þátt í mótmælunum.
„Þetta verða friðsamleg mótmæli þar sem við komum með skilti, hrópum slagorð og flytjum ræður til að til að mótmæla verkbanni Samtaka Atvinnulífsins og senda skilaboð til ráðastéttar Íslands um kröfur okkar.“
Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá síðustu mótmælagöngu Eflingar 10. febrúar fyrir utan ráðherrabústaðinn þegar öskrað var á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gaf sig á tal við mótmælendur: