Það hafa flestir heyrt lagið Euphoria með Loreen en lagið sigraði Eurovision árið 2012 í Bakú í Aserbaísjan. Lagið í rauninni ekki sigraði bara heldur rústaði keppninni og fékk 372 stig en í öðru sæti voru rússnesku ömmurnar í Baranovskiye Babushki með 259 stig.
Loreen hefur áður reynt að taka aftur þátt, árið 2017. Þá söng hún lagið Statements en komst ekki áfram í úrslit Melodifestivalen sem er undankeppni Svía fyrir Eurovision.
Nú er hún hins vegar mætt aftur og syngur lagið Tattoo eða Húðflúr. Í morgun birtist þrjátíu sekúnda klippa úr atriði hennar og flaug Svíþjóð upp alla lista veðbanka í kjölfar þess. Lagið þykir afar gott og flaug Svíþjóð upp í fyrsta sæti flestra veðbanka heimsins yfir sigurstranglegustu ríkin í Eurovision í ár.
Á morgun keppir Loreen á fjórða undankvöldi Melodifestivalen. Komist hún áfram keppir hún í úrslitum keppninnar þann 11. mars næstkomandi.
Nokkur lög eru þegar komin í úrslit þar á meðal afar vinsælt tvíeyki, Marcus og Martinus. Þeir eru norskir eineggja sem urðu gríðarlega vinsælir á samfélagsmiðlum um svipað leiti og Loreen sigraði Eurovision. Þá voru þeir einungis tíu ára gamlir.