Klopp: „Augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2023 16:31 Jürgen Klopp þurfti að horfa upp á erfitt tap gegn Real Madrid á þriðjudaginn. Getty/James Gill „Við vitum að við þurfum að bæta okkur og breyta hlutum, og það munum við gera,“ segir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool sem átt hefur vonbrigðatímabil til þessa eftir að hafa verið nálægt sögulegri titlafernu á síðustu leiktíð. Liverpool tapaði 5-2 gegn Real Madrid á heimavelli á þriðjudag, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og er aðeins í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar á liðið þó 1-2 leiki til góða á næstu lið og möguleikinn á 4. sæti, og þar með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, lifir góðu lífi. Liverpool sækir Crystal Palace heim annað kvöld og freistar þess að vinna þriðja deildarleik sinn í röð en Klopp horfir svo til félagaskiptagluggans eftir tímabilið varðandi möguleikann á að breyta og bæta sitt lið. „Við getum ekki gert það núna en það er augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar. Í augnablikinu þurfum við bara að komast í gegnum þetta og berja frá okkur,“ hefur BBC eftir Klopp. Miðjumennirnir James Milner, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain, og sóknarmaðurinn Roberto Firmino, eru allir með samninga sem renna út í lok leiktíðarinnar. Fjöldi leikmanna liðsins hefur hins vegar líka valdið vonbrigðum í vetur og meiðsli hafa gert liðinu erfitt fyrir. Þarf að vita hverjir fara Þess vegna er liðið ekki nálægt afrekum síðustu leiktíðar þegar liðið vann báðar ensku bikarkeppninnar, komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og endaði stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Klopp þarf að endurmóta liðið. „Þetta félag er ekki byggt upp þannig að það eyði fúlgum fjár. Kaupin okkar þurfa alltaf að vera nákvæm. Það gerir þetta erfitt. Við getum ekki keypt fjóra leikmenn án þess að vita það til dæmis hvaða leikmenn munu fara,“ sagði Klopp. „Á síðasta tímabili var ekki ástæða fyrir stórar breytingar. Við vorum í keppni fram á síðustu stundu, og ef maður vill breytingar hjá þessu félagi þá er ekki hægt að kaupa bara leikmenn og komast svo að því seinna að enginn vilji fara. Þetta virkar ekki þannig. Það er ekki hægt að byrja ferlið fyrr því við spiluðum úrslitaleik eftir úrslitaleik, fram á síðustu mínútu tímabilsins, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áttum svo stutt hlé og svo komu mörg meiðsli og HM,“ sagði Klopp og sagði augljóst að sum önnur félög þyrftu ekki að fylgja eftir sömu aðferðum og Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjá meira
Liverpool tapaði 5-2 gegn Real Madrid á heimavelli á þriðjudag, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og er aðeins í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar á liðið þó 1-2 leiki til góða á næstu lið og möguleikinn á 4. sæti, og þar með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, lifir góðu lífi. Liverpool sækir Crystal Palace heim annað kvöld og freistar þess að vinna þriðja deildarleik sinn í röð en Klopp horfir svo til félagaskiptagluggans eftir tímabilið varðandi möguleikann á að breyta og bæta sitt lið. „Við getum ekki gert það núna en það er augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar. Í augnablikinu þurfum við bara að komast í gegnum þetta og berja frá okkur,“ hefur BBC eftir Klopp. Miðjumennirnir James Milner, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain, og sóknarmaðurinn Roberto Firmino, eru allir með samninga sem renna út í lok leiktíðarinnar. Fjöldi leikmanna liðsins hefur hins vegar líka valdið vonbrigðum í vetur og meiðsli hafa gert liðinu erfitt fyrir. Þarf að vita hverjir fara Þess vegna er liðið ekki nálægt afrekum síðustu leiktíðar þegar liðið vann báðar ensku bikarkeppninnar, komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og endaði stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Klopp þarf að endurmóta liðið. „Þetta félag er ekki byggt upp þannig að það eyði fúlgum fjár. Kaupin okkar þurfa alltaf að vera nákvæm. Það gerir þetta erfitt. Við getum ekki keypt fjóra leikmenn án þess að vita það til dæmis hvaða leikmenn munu fara,“ sagði Klopp. „Á síðasta tímabili var ekki ástæða fyrir stórar breytingar. Við vorum í keppni fram á síðustu stundu, og ef maður vill breytingar hjá þessu félagi þá er ekki hægt að kaupa bara leikmenn og komast svo að því seinna að enginn vilji fara. Þetta virkar ekki þannig. Það er ekki hægt að byrja ferlið fyrr því við spiluðum úrslitaleik eftir úrslitaleik, fram á síðustu mínútu tímabilsins, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áttum svo stutt hlé og svo komu mörg meiðsli og HM,“ sagði Klopp og sagði augljóst að sum önnur félög þyrftu ekki að fylgja eftir sömu aðferðum og Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjá meira