Stórhættulegt og beinlínis ólöglegt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 18:37 Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri Skeljungs. Vísir/Vilhelm Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs segist hafa séð fleiri dæmi um að fólk dæli þúsundum lítra af eldsneyti á opna plasttanka. Hann biður fólk að hætta því hið snarasta enda athæfið bæði stórhættulegt og beinlínis ólöglegt. Myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í vikunni sem sýndi vörubílstjóra sem hafði dælt þúsundum lítra af eldsneyti á plasttanka. Myndbandinu hefur nú verið eytt en mbl.is greinir frá því að um hafi verið að ræða tólf þúsund lítra af eldsneyti, að andvirði tæpra fjögurra milljóna króna. Þórður segir málið ekki einsdæmi. „Við getum ekkert gert í þessu í raun og veru. Við erum ekki lögaðili í landinu. Í raun og veru er það eina sem við getum gert er að benda fólki á að þetta sé ólöglegt og biðja það að gera það ekki. Lögreglan er búin að sjá þessi vídeó eins og við og það er þá bara í þeirra höndum að bregðast við.“ Sex til átta þúsund lítrar á opnum palli Þórður segir að ólöglegt sé að keyra með meira en 900 lítra af eldsneyti, jafnvel minna, en það fari eftir tegundum eldsneytisins. Sé farið yfir hámarkið þurfi sérhæfðan búnað og tilskilin leyfi til flutningsins. Hann kveðst hafa fengið myndbönd send þar sem vörubílstjórar keyri jafnvel með sex til átta þúsund lítra af eldsneyti á opnum palli. „Þetta er svakalegt og það er greinilegt að fólk er ekki að átta sig á hættunni á því að flytja eldsneyti. Og er það miður.“ „Nóg af eldsneyti þarna úti“ Hann segir að takmörk séu fyrir fjárhæðunum sem hægt sé að setja á debet og kreditkort í sjálfsafgreiðslu. Menn geti hins vegar alveg straujað kortið aftur og aftur, standi vilji til. „Ég hvet fólk til þess að vera ekki að gera þetta; setja eldsneyti á einhver ílát og tanka og tól sem það er ekki vant að gera. Dísilolía er hættuleg, bensín er enn hættulegra þannig að ég biðla til fólks að vera ekki að gera þetta. Það er nóg af eldsneyti þarna úti, þetta er ekki þess virði,“ segir Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bensín og olía Tengdar fréttir „Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í vikunni sem sýndi vörubílstjóra sem hafði dælt þúsundum lítra af eldsneyti á plasttanka. Myndbandinu hefur nú verið eytt en mbl.is greinir frá því að um hafi verið að ræða tólf þúsund lítra af eldsneyti, að andvirði tæpra fjögurra milljóna króna. Þórður segir málið ekki einsdæmi. „Við getum ekkert gert í þessu í raun og veru. Við erum ekki lögaðili í landinu. Í raun og veru er það eina sem við getum gert er að benda fólki á að þetta sé ólöglegt og biðja það að gera það ekki. Lögreglan er búin að sjá þessi vídeó eins og við og það er þá bara í þeirra höndum að bregðast við.“ Sex til átta þúsund lítrar á opnum palli Þórður segir að ólöglegt sé að keyra með meira en 900 lítra af eldsneyti, jafnvel minna, en það fari eftir tegundum eldsneytisins. Sé farið yfir hámarkið þurfi sérhæfðan búnað og tilskilin leyfi til flutningsins. Hann kveðst hafa fengið myndbönd send þar sem vörubílstjórar keyri jafnvel með sex til átta þúsund lítra af eldsneyti á opnum palli. „Þetta er svakalegt og það er greinilegt að fólk er ekki að átta sig á hættunni á því að flytja eldsneyti. Og er það miður.“ „Nóg af eldsneyti þarna úti“ Hann segir að takmörk séu fyrir fjárhæðunum sem hægt sé að setja á debet og kreditkort í sjálfsafgreiðslu. Menn geti hins vegar alveg straujað kortið aftur og aftur, standi vilji til. „Ég hvet fólk til þess að vera ekki að gera þetta; setja eldsneyti á einhver ílát og tanka og tól sem það er ekki vant að gera. Dísilolía er hættuleg, bensín er enn hættulegra þannig að ég biðla til fólks að vera ekki að gera þetta. Það er nóg af eldsneyti þarna úti, þetta er ekki þess virði,“ segir Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bensín og olía Tengdar fréttir „Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01