Í dag fór liðið á erfiðan útivöll þegar Ferencvaros var heimsótt og var Bjarki Már Elísson á sínum stað í liði Vezsprem.
Vezsprem vann leikinn örugglega með tíu marka mun, 30-40 og gerði Bjarki Már þrjú mörk á þeim hálftíma sem hann spilaði í leiknum. Franski landsliðsmaðurinn Kentin Mahe markahæstur í liði Vezsprem með sex mörk.
Bjarki og félagar eru með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir sextán umferðir en Pick Szeged er í öðru sæti og hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu.