Nantes var í heimsókn hjá Ivry og vann leikinn með fjögurra marka mun, 32-36 eftir að staðan í leikhléi var 22-18 fyrir heimamenn í Ivry.
Viktor Gísli stóð á milli stanganna þegar Nantes sneri leiknum sér í vil um miðbik fyrri hálfleiks en þá breyttu gestirnir stöðunni úr 26-22 í 26-31 á tíu mínútna kafla. Hreint magnaður viðsnúningur.
Viktor varði fimm skot í leiknum og var með 30 prósent markvörslu en Manuel Gaspar lék leikinn til helminga á móti Viktori.