Rannsaka eigi gagnsemi þess að gefa veikasta hópnum morfín Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 19:54 Hrinda ætti af stað rannsókn hér á landi þar sem fólki með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda væri gefið morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, að mati sérfræðings í skaðaminnkun. Sambærileg viðhaldsmeðferð hafi gefið mjög góða raun í nágrannalöndum. Í Kompás var rætt við Maríönnu sem lítur á neyðarskýlið Konukot sem heimili sitt og er háð morfíni. Það litla sem hún á fer í að fjármagna neysluna og stundum brýtur hún af sér til að fá efnið og komast hjá skelfilegum fráhvörfum. Maríanna segist hafa reynt flest allt til að komast á betri stað og vill helst fá lyfinu ávísað frá lækni. Forstöðukona Konukots sagðist í kvöldfréttum í vikunni handviss um að það myndi gagnast veikasta hópnum að fá aðgang að efninu. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Á Vogi er starfrækt viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn, oftast með lyfinu suboxone, sem er í töfluformi. Maríanna segist hafa reynt meðferðina, en að hún hafi ekki virkað fyrir sig. Svo virðist reyndin fyrir ákveðinn hóp fólks. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragneiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún bendir á að annars konar meðferð gæti gengið fyrir fyrrnefndan hóp. „Sú meðferð er starfrækt í Kanada, Þýskalandi, Spáni, Hollandi og Sviss og hefur meðal annars verið starfrækt í þrettán ár í Danmörku og eitt ár í Noregi. Þetta er meðferð fyrir fólk með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda, afmarkaðan lítinn hóp sem hefur ekki svarað vel hefðbundinni viðhaldsmeðferð. Hópurinn kemur þá á ákveðinn stað og fær löglegt heróín og notar það undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks,“ segir Svala. Um sé að ræða fólk sem hafi reynt allt annað. „Búin að reyna annars konar meðferð marg oft. Búin að fara í meðferð, búin að fara í afeitranir, búin að prófa þessa hefðbundnu viðhaldsmeðferð og þá þurfum við að vera sveigjanleg og skoða hvað lönd erlendis eru að gera og hvaða meðferðir eru að sýna árangur.“ Meðferðin er einstaklingsmiðuð og fólk kemur einu sinni til þrisvar á dag á ákveðinn stað, fær efnið og notar á staðnum. Svala segir rannsóknir sýna fram á að fólkið brjóti síður af sér, enda þurfi það ekki að fjármagna neysluna, og bætta líðan. „Líkamleg heilsa hópsins verður betri. Einnig sýna rannsóknir að ákveðin geðræn einkenni og andleg líðan verður betri. Fólk kemst í meira jafnvægi og þegar fólk er i meira jafnvægi er það líklegra til að halda húsnæði, eiga samskipti við fjölskyldu og hefur meira svigrúm fyrir sig og sín áhugamál. Allt þetta hefur áhrif á það að fólk mögulega upplifir að það geti skoðað aðra möguleika í lífinu.“ Skoða hvort þetta gangi eins vel hér og erlendis Hún segir vímuefnamarkaðinn á Íslandi frábrugðinn að því leyti að fólk með mesta ópíóíðavandann er fremur að nota lyfseðilskyld lyf en heróín og telur að rannsaka eigi hvort sambærileg meðferð með notkun á morfíni gæti gefið góða raun hér á landi. „Ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir Ísland að skoða það fyrir alvöru að setja á laggirnar rannsókn fyrir þennan afmarkaða litla hóp með mesta ópíóíðavandann. Þá myndi slíkri rannsókn vera stjórnað að erlendri fyrirmynd. Og við myndum bara skoða árangurinn og hvort þetta skili jafn góðum árangri hér á landi og það gerir í löndum erlendis.“ Kompás Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Í Kompás var rætt við Maríönnu sem lítur á neyðarskýlið Konukot sem heimili sitt og er háð morfíni. Það litla sem hún á fer í að fjármagna neysluna og stundum brýtur hún af sér til að fá efnið og komast hjá skelfilegum fráhvörfum. Maríanna segist hafa reynt flest allt til að komast á betri stað og vill helst fá lyfinu ávísað frá lækni. Forstöðukona Konukots sagðist í kvöldfréttum í vikunni handviss um að það myndi gagnast veikasta hópnum að fá aðgang að efninu. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Á Vogi er starfrækt viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn, oftast með lyfinu suboxone, sem er í töfluformi. Maríanna segist hafa reynt meðferðina, en að hún hafi ekki virkað fyrir sig. Svo virðist reyndin fyrir ákveðinn hóp fólks. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragneiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún bendir á að annars konar meðferð gæti gengið fyrir fyrrnefndan hóp. „Sú meðferð er starfrækt í Kanada, Þýskalandi, Spáni, Hollandi og Sviss og hefur meðal annars verið starfrækt í þrettán ár í Danmörku og eitt ár í Noregi. Þetta er meðferð fyrir fólk með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda, afmarkaðan lítinn hóp sem hefur ekki svarað vel hefðbundinni viðhaldsmeðferð. Hópurinn kemur þá á ákveðinn stað og fær löglegt heróín og notar það undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks,“ segir Svala. Um sé að ræða fólk sem hafi reynt allt annað. „Búin að reyna annars konar meðferð marg oft. Búin að fara í meðferð, búin að fara í afeitranir, búin að prófa þessa hefðbundnu viðhaldsmeðferð og þá þurfum við að vera sveigjanleg og skoða hvað lönd erlendis eru að gera og hvaða meðferðir eru að sýna árangur.“ Meðferðin er einstaklingsmiðuð og fólk kemur einu sinni til þrisvar á dag á ákveðinn stað, fær efnið og notar á staðnum. Svala segir rannsóknir sýna fram á að fólkið brjóti síður af sér, enda þurfi það ekki að fjármagna neysluna, og bætta líðan. „Líkamleg heilsa hópsins verður betri. Einnig sýna rannsóknir að ákveðin geðræn einkenni og andleg líðan verður betri. Fólk kemst í meira jafnvægi og þegar fólk er i meira jafnvægi er það líklegra til að halda húsnæði, eiga samskipti við fjölskyldu og hefur meira svigrúm fyrir sig og sín áhugamál. Allt þetta hefur áhrif á það að fólk mögulega upplifir að það geti skoðað aðra möguleika í lífinu.“ Skoða hvort þetta gangi eins vel hér og erlendis Hún segir vímuefnamarkaðinn á Íslandi frábrugðinn að því leyti að fólk með mesta ópíóíðavandann er fremur að nota lyfseðilskyld lyf en heróín og telur að rannsaka eigi hvort sambærileg meðferð með notkun á morfíni gæti gefið góða raun hér á landi. „Ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir Ísland að skoða það fyrir alvöru að setja á laggirnar rannsókn fyrir þennan afmarkaða litla hóp með mesta ópíóíðavandann. Þá myndi slíkri rannsókn vera stjórnað að erlendri fyrirmynd. Og við myndum bara skoða árangurinn og hvort þetta skili jafn góðum árangri hér á landi og það gerir í löndum erlendis.“
Kompás Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira