Þessu greindi Jóhannes Þór frá í færslu á Facebook um helgina. Hann mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða málið. Þar sagðist hann hafa komið mjög seint út úr skápnum sem tvíkynhneigður og að undanfarin tvö ár hafi hann fylgst með því sem kallað hefur verið bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks.
Hann segir hinsegin fólk hafa horft upp á alls konar slæma hluti undanfarið, neikvæða samfélagsumræðu og stjórmálaumræðu í garð þess og einelti gagnvart því í skólum, á vinnustöðum og jafnvel á götum úti.
„Ég finn hjá mér brennandi þörf hjá mér til þess að gera eitthvað í þessu. Ég get ekki setið á mér og horft bara á þessa hluti,“ segir Jóhannes Þór.
Þó segir hann að Samtölin '78 sitji ekki hjá aðgerðalaus á meðan bakslagið dynur yfir. „Það er ástæðan fyrir því að mig langar að taka þátt í starfinu hjá Samtökunum '78, vegna þess að þau eru nefnilega gera alveg ótrúlega hluti í samfélaginu.“