Íbúar í Laugardal hafa sumir gagnrýnt staðsetningu húsanna og bent þar á að Laugardalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum“.
Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Heiða Björg Hilmarsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu í haust að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart að húsin væru á leiðinni.
Smáhýsin eru hluti hugmyndafræði velferðarsviðs sem er kölluð „húsnæði fyrst“ og er hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið heimilislaust og hefur miklar þjónustuþarfir. Til stendur að koma fleiri smáhúsum fyrir víðs vegar í Reykjavík og hafa nokkur þegar risið.


