„Að vera svekktir með að ná ekki öðru sætinu sýnir karakterinn í liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2023 20:14 Snorri Steinn Guðjónsson var stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta er bara spes tilfinning. Við unnum leikinn, en erum í dauðafæri að vinna þetta með þrem eða meira og ná 2. sætinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Þriggja marka sigur hefði tryggt Valsmönnum 2. sæti B-riðils, en þrátt fyrir að hafa misst af því gulltryggði liðið í það minnsta 3. sætið með sigrinum. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Fyrri hálfleikurinn er náttúrulega stórkostlegur og Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] með ótrúlegar vörslur og það er kannski fyrst og síðast ástæðan fyrir þessu forskoti,“ sagði Snorri, en Valsmenn leiddu með átta mörkum í hálfleik. „Ég hefði viljað halda betur á spilunum í seinni hálfleik. Við duttum svolítið niður og vorum bara lélegir varnarlega og markvarslan snýst aðeins við. En þetta sýnir líka aðeins hvað við erum komnir langt að drengirnir eru drullusvekktir eftir að hafa unnið Ystad í Evrópuleik.“ Þegar kom í ljós að Valsmenn myndu sleppa við forkeppni og fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar höfðu kannski einhverjir áhyggjur af því að liðið myndi lenda í erfiðleikum. Valsmenn nældu sér þó í ellefu stig í tíu leikjum og eru komnir í 16-liða úrslit keppninnar, nokkuð örugglega. „Við náttúrulega ætluðum upp úr riðlinum. Það var ekki bara eitthvað til þess að leika sér að. En að vera með ellefu stig eftir þessa tíu leiki er frábært. Við erum búnir að vera mjög góðir í þessari keppni og ekki búnir að spila neinn afleitan leik. Það er frekar það bara að vera svekktir með að ná ekki 2. sætinu sem sýnir karakterinn í liðinu.“ Fyrir leik kvöldsins var ljóst að Valsmenn gætu mætt þremur liðum í 16-liða úrslitum. Strax eftir leikinn var enn óljóst hvort liðið myndi mæta franska liðinu Montpellier eða þýska liðinu Göppingen, en Snorri segist ekki hafa verið með neina draumamótherja á blaði. „Nei, bara bæði geggjað. Bæði krefjandi og erfitt og það verður bara geggjað,“ sagði Snorri að lokum, en nú er hins vegar ljóst að Göppingen stendur í vegi Valsmanna á leið þeirra í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. Klippa: Snorri Steinn eftir sigur Vals gegn Ystad. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Þriggja marka sigur hefði tryggt Valsmönnum 2. sæti B-riðils, en þrátt fyrir að hafa misst af því gulltryggði liðið í það minnsta 3. sætið með sigrinum. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Fyrri hálfleikurinn er náttúrulega stórkostlegur og Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] með ótrúlegar vörslur og það er kannski fyrst og síðast ástæðan fyrir þessu forskoti,“ sagði Snorri, en Valsmenn leiddu með átta mörkum í hálfleik. „Ég hefði viljað halda betur á spilunum í seinni hálfleik. Við duttum svolítið niður og vorum bara lélegir varnarlega og markvarslan snýst aðeins við. En þetta sýnir líka aðeins hvað við erum komnir langt að drengirnir eru drullusvekktir eftir að hafa unnið Ystad í Evrópuleik.“ Þegar kom í ljós að Valsmenn myndu sleppa við forkeppni og fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar höfðu kannski einhverjir áhyggjur af því að liðið myndi lenda í erfiðleikum. Valsmenn nældu sér þó í ellefu stig í tíu leikjum og eru komnir í 16-liða úrslit keppninnar, nokkuð örugglega. „Við náttúrulega ætluðum upp úr riðlinum. Það var ekki bara eitthvað til þess að leika sér að. En að vera með ellefu stig eftir þessa tíu leiki er frábært. Við erum búnir að vera mjög góðir í þessari keppni og ekki búnir að spila neinn afleitan leik. Það er frekar það bara að vera svekktir með að ná ekki 2. sætinu sem sýnir karakterinn í liðinu.“ Fyrir leik kvöldsins var ljóst að Valsmenn gætu mætt þremur liðum í 16-liða úrslitum. Strax eftir leikinn var enn óljóst hvort liðið myndi mæta franska liðinu Montpellier eða þýska liðinu Göppingen, en Snorri segist ekki hafa verið með neina draumamótherja á blaði. „Nei, bara bæði geggjað. Bæði krefjandi og erfitt og það verður bara geggjað,“ sagði Snorri að lokum, en nú er hins vegar ljóst að Göppingen stendur í vegi Valsmanna á leið þeirra í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. Klippa: Snorri Steinn eftir sigur Vals gegn Ystad.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25