Dæmdur fyrir að drepa kött ráðherra Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2023 13:30 Antonio Tiberi hefur verið settur í bann af eigin liði, Trek Segafredo, eftir að í ljós kom að hann hefði skotið og drepið kött. Getty/Bas Czerwinski Ítalski hjólreiðamaðurinn Antonio Tiberi hefur skapað sér miklar óvinsældir í smáríkinu San Marínó eftir að hafa skotið kött ferðamálaráðherra til bana. Hinn 21 árs gamli Tiberi hefur nú verið dæmdur til að greiða rúmar 600.000 krónur í sekt vegna málsins, en hann skaut köttinn með loftriffli. „Ég vissi ekki að þetta væri banvænt vopn,“ sagði Tiberi. Hann vissi ekki heldur að eigandi kattarins væri Federico Pedini Amati, fyrrverandi forsætisráðherra og nú ferðamálaráðherra San Marínó. Sá vill núna að Tiberi verði sviptur búsetu í ríkinu. Tiberi flutti lögheimili sitt til San Marínó í mars í fyrra, líkt og fleira íþróttafólk hefur gert vegna skattalaga. Reyndi að skjóta köttinn Hann hafði því ekki átt lögheimili þar lengi þegar hann drap köttinn síðasta sumar en Tiberi segir það alls ekki hafa verið ætlun sína, þó að hann hafi miðað á köttinn. „Ég skammast mín innilega vegna þess sem ég gerði. Það að skjóta köttinn var óhemju heimskulegt og ábyrgðarlaust. Ég gerði mér grein fyrir alvarleikanum og hættunni eftir á. Ég vil ekki reyna að búa til neina afsökun og segja „ef“ eða „en“. Ég tek alla ábyrgð og samþykki þær afleiðingar sem aðgerðir mínar hafa í för með sér,“ sagði Tiberi í yfirlýsingu, í kjölfar þess að hjólreiðaliðið hans Trek-Segafredo setti hann í 20 daga launalaust bann. „Ætlun mín var aðeins að sjá hvað hægt væri að skjóta langt með vopninu, svo að ég miðaði á skilti þar sem stóð að það væri bannað að leggja. Ég viðurkenni líka að ég (af heimsku og meðvitundarleysi) reyndi að skjóta kött. Og mér til undrunar hæfði ég hann. Ég ætlaði mér alls ekki að drepa dýrið. Ég var raunar handviss um að ekki væri hægt að drepa með vopninu,“ sagði Tiberi. Fjölskyldan hafði átt köttinn lengi Ráðherrann Pedini Amati telur að sektin sem Tiberi hlaut sé ekki nægilega mikil refsing og vill að honum verði vísað úr landi. „Kötturinn var ekki að angra neinn,“ sagði Pedini Amati samkvæmt Il Corriere. „Við höfðum átt hann í langan tíma. Þriggja ára dóttir mín, Lucia, elskaði hann. Menn eiga ekki að geta drepið gæludýr og sloppið með 4.000 evru sekt. Ég kann að meta að maðurinn skyldi játa verknaðinn. Að því sögðu þá ættum við ekki að leyfa svona fólki að búa hér,“ sagði ráðherrann. Tiberi, sem varð heimsmeistari ungmenna í tímatöku árið 2019, missir af næstu þremur keppnum vegna bannsins sem Trek-Segafredo hefur sett hann í. Hann hafði byrjað árið vel og orðið áttundi á Tour Down Under og sjöundi á UEA Tour. Hjólreiðar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Tiberi hefur nú verið dæmdur til að greiða rúmar 600.000 krónur í sekt vegna málsins, en hann skaut köttinn með loftriffli. „Ég vissi ekki að þetta væri banvænt vopn,“ sagði Tiberi. Hann vissi ekki heldur að eigandi kattarins væri Federico Pedini Amati, fyrrverandi forsætisráðherra og nú ferðamálaráðherra San Marínó. Sá vill núna að Tiberi verði sviptur búsetu í ríkinu. Tiberi flutti lögheimili sitt til San Marínó í mars í fyrra, líkt og fleira íþróttafólk hefur gert vegna skattalaga. Reyndi að skjóta köttinn Hann hafði því ekki átt lögheimili þar lengi þegar hann drap köttinn síðasta sumar en Tiberi segir það alls ekki hafa verið ætlun sína, þó að hann hafi miðað á köttinn. „Ég skammast mín innilega vegna þess sem ég gerði. Það að skjóta köttinn var óhemju heimskulegt og ábyrgðarlaust. Ég gerði mér grein fyrir alvarleikanum og hættunni eftir á. Ég vil ekki reyna að búa til neina afsökun og segja „ef“ eða „en“. Ég tek alla ábyrgð og samþykki þær afleiðingar sem aðgerðir mínar hafa í för með sér,“ sagði Tiberi í yfirlýsingu, í kjölfar þess að hjólreiðaliðið hans Trek-Segafredo setti hann í 20 daga launalaust bann. „Ætlun mín var aðeins að sjá hvað hægt væri að skjóta langt með vopninu, svo að ég miðaði á skilti þar sem stóð að það væri bannað að leggja. Ég viðurkenni líka að ég (af heimsku og meðvitundarleysi) reyndi að skjóta kött. Og mér til undrunar hæfði ég hann. Ég ætlaði mér alls ekki að drepa dýrið. Ég var raunar handviss um að ekki væri hægt að drepa með vopninu,“ sagði Tiberi. Fjölskyldan hafði átt köttinn lengi Ráðherrann Pedini Amati telur að sektin sem Tiberi hlaut sé ekki nægilega mikil refsing og vill að honum verði vísað úr landi. „Kötturinn var ekki að angra neinn,“ sagði Pedini Amati samkvæmt Il Corriere. „Við höfðum átt hann í langan tíma. Þriggja ára dóttir mín, Lucia, elskaði hann. Menn eiga ekki að geta drepið gæludýr og sloppið með 4.000 evru sekt. Ég kann að meta að maðurinn skyldi játa verknaðinn. Að því sögðu þá ættum við ekki að leyfa svona fólki að búa hér,“ sagði ráðherrann. Tiberi, sem varð heimsmeistari ungmenna í tímatöku árið 2019, missir af næstu þremur keppnum vegna bannsins sem Trek-Segafredo hefur sett hann í. Hann hafði byrjað árið vel og orðið áttundi á Tour Down Under og sjöundi á UEA Tour.
Hjólreiðar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira