Vinir í vinnunni: Einmanaleikaráðuneyti ekki stofnað af ástæðulausu Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. mars 2023 07:00 Tómas Bjarnason, hjá Stjórnenda- og vinnustaðaráðgjöf Gallup, segir Breta ekki hafa stofnað einmanaleikaráðuneyti að ástæðulausu því einmanaleiki er vaxandi vandamál í heiminum. Rannsóknir sýna að það að vera einmana er jafn slæmt heilsunni og að reykja 15 sígarettur á dag. Þá sýna rannsóknir að það að eiga vin í vinnunni skiptir miklu máli og segir Tómas mikilvægt að stjórnendur vanmeti ekki þetta mikilvægi. Vísir/Vilhelm Það getur skipt gífurlega miklu máli að eiga vin í vinnunni. Einmanaleiki er vaxandi vandamál. „Það er ekki út af engu sem Bretar stofnuðu einmanaleikaráðuneyti,“ segir Tómas Bjarnason, hjá Stjórnenda- og vinnustaðaráðgjöf Gallup. Tilefni samtalsins er mikilvægi vináttu í vinnunni þar sem rannsóknir sýna að það að eiga vin í vinnunni getur haft mjög mikil áhrif á líðan og velgengni. Að sama skapi sýna rannsóknir að það að vera einmana sé jafn slæmt heilsunni og að reykja 15 sígarettur á dag. Í Atvinnulífinu í dag fjöllum við um einmanaleika og vináttu í vinnunni og á næstu vikum munum við ræða við nokkra vini og vinkonur, sem hafa kynnst í gegnum vinnu og gera mikið saman. Einmanaleiki vaxandi vandamál Að sögn Tómasar er einmanaleiki vaxandi vandamál í heiminum. Ekki aðeins hjá fullorðnum. „Í niðurstöðum Rannsóknar og greiningar jókst hlutfall nemenda sem var oft, stundum eða sjaldan einmanna viku fyrir könnun úr 39% í 52% milli 2011-2021,“ segir Tómas. Þá segir hann niðurstöður Gallup í Bandaríkjunum sýna að 20% starfsfólks er einmana stóran hluta dagsins. Hættan við einmanaleikatilfinninguna er að við það aukast líkurnar á að fólk sé að upplifa aðrar neikvæðar tilfinningar. Tómas segir mikilvægt að stjórnendur hafi það alltaf í huga að fólk er í eðli sínu félagsverur. „Áhrif tengslamyndunar á líf og heilsu fólks koma mjög vel fram í niðurstöðum stóru Harvard rannsóknarinnar sem hófst 1938. Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa ratað í fréttirnar núna síðustu daga. Fólkið sem ræktar tengsl við annað fólk er hamingjusamara, er við betri heilsu og lifir lengur en fólkið sem gerir það ekki.“ Tómas segir mikilvægi tengsla í raun þróunarfræðilegt fyrirbæri. Því mannfólkið sé annars einföld bráð. Ekki með klær, vígtennur, þykkan feld eða fljót að hlaupa. Styrkur okkar liggur í samvinnu. Við erum næstum því ósigrandi þegar við vinnum saman. Einmanaleiki kveikir á árásar- og flóttaviðbrögðum okkar, og er því gríðarlega streituvaldandi.“ Til að skilja hvers vegna einmanaleiki er vaxandi í heiminum, segir Tómas gott að horfa á heildarmyndina og hlutina í samhengi. „Það er svo margt sem hefur breyst í heiminum. Til dæmis hvernig við höfum samskipti, hvernig og hvar við vinnum og fjölskyldumynstrið er líka mjög breytt. Allt þetta hefur áhrif á tengsl og tengslamyndun.“ Við getum upplifað einmanaleikatilfinningu þegar við erum ein heima eða innan um fólk. Einmanaleiki er streituvaldandi og fer vaxandi alls staðar í heiminum. Aðeins tveir af hverjum tíu svarendum segjast eiga besta vin/vinkonu í vinnunni en tengsl eru á milli þess að eiga vini og að líða vel, ganga vel, vera hamingjusöm og lifa lengur.Vísir/Getty „Ég á besta vin/vinkonu í vinnunni“ Í helgunarkönnunum og vinnustaðagreiningum Gallup er alltaf spurt um vináttu. Tómas segir þetta þá spurningu sem svarendur hnjóta oftast um. Ekki aðeins hér heldur einnig erlendis, en Gallup rannsakar helgun í 96 löndum. Mjög líklega vegna þess að orðalag spurningarinnar er mjög sterkt þar sem fullyrðingin er: „Ég á besta vin/vinkonu í vinnunni.“ „Orðalagið þarf að vera sterkt til að spurningin sé gagnleg. Spurningin, sé hún orðuð svona, veitir upplýsingar um traust í teyminu, hversu vel teymið vinnur saman og hversu sterk tengsl einstaklings eru við aðra í teyminu. Enda sýna rannsóknir að teymi sem svara þessari spurningu hærra eru líka árangursríkari,“ segir Tómas. Á heimsvísu sýna niðurstöður rannsókna að aðeins tveir svarendur af hverjum tíu séu mjög sammála því að eiga besta vin/vinkonu í vinnunni. Nýleg rannsókn Gallup á Íslandi sýnir að sá hópur er mjög áhugaverður Til dæmis er þessi hópur líklegri til að segja að teymið sem það tilheyrir sé framúrskarandi í samanburði við þá sem svara á annan hátt. Þessi hópur treystir líka stjórnendum betur og er ólíklegri til að leita sér að nýrri vinnu en sá hópur sem ekki er mjög sammála fullyrðingunni. Þá segir Tómas ýmiss önnur atriði líka mælast jákvætt þegar fólk upplifir vináttu í vinnu. Vinátta hefur bæði jákvæð áhrif á líðan fólks og velgengni. Vinur þinn eða vinkona þín er tilbúin að aðstoða þig og vill að þér takist vel upp og ber umhyggju fyrir þér, hvetur þig og styður. Með sama hætti er þú sem vinur eða vinkona tilbúin að aðstoða og gera meira vegna vináttunnar en ef hún væri ekki fyrir hendi. Þá eru tengsl á milli þess að eiga besta vin/vinkonu á vinnustað og vera í góðum samskiptum við næsta yfirmann, en eins og við vitum að þá skipta góð samskipti við næsta yfirmann gríðarlega miklu máli varðandi líðan í vinnu.“ Tómas segir mikilvægt að vinnustaðir ýti undir góð samskipti á milli starfsfólks, því það ýtir undir að vinátta myndist. Þetta sé hins vegar ekki sjálfgefið. Allir vilji að þetta gerist, en það þarf að vera meðvituð ætlun og að virkja einhverjar aðgerðir til að markmiðið raungerist.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Loks báðum við Tómas um að taka saman nokkur atriði fyrir stjórnendur að hafa í huga varðandi það að fólk eignist vini á vinnustað. „Það fyrsta er auðvitað að ýta undir góð samskipti á vinnustaðnum yfirleitt. Góð og mikil samskipti ýta undir að vinátta myndast. Þetta vilja allir en það þarf bæði ætlun og aðgerðir til að þetta raungerist. Til að mynda að hafa svæði þar sem fólk getur safnast saman og átt í óformlegum samskiptum. Stundum þarf að byrja á að hafa þar formleg samskipti, eins og til dæmis að halda þar starfsmannafundi eða setja fram léttar veitingar. Það þarf því meðvitað að búa til þessar aðstæður, þó það gerist nú líka stundum af sjálfu sér þá gerist það örugglega ef stuðlað er að því með markvissum hætti. Við mælum til dæmis einnig með fóstrakerfi þegar starfsfólk hefur störf. Niðurstöður rannsókna sýna að tíð og góð samskipti við fóstra gerir að verkum að nýliðun (onboarding) gengur mun betur, samskipti eflast og nýliðin skilar betra starfi mun hraðar en ella. Svo er að skapa traust í teyminu og styrkja tengslin. Í dag er mikið talað um að skapa „sálfræðilegt öryggi,“ að fólk geti átt hreinskiptna umræðu og deilt skoðunum sínum með teyminu. Þetta er til dæmis gríðarlega mikilvægt fyrir allar umbætur og nýsköpun. Við vinnum til að mynda mikið með stjórnendum og teymum í að innleiða styrkleikamiðaða nálgun á vinnustöðum. Það flýtir fyrir nánum kynnum ef svo má segja. Við erum öll ólík og það er breytilegt hvað hvetur okkur áfram og veitir okkur ánægju. Með því að átta sig betur á eigin styrkleikum og annarra þá skiljum við okkur sjálf betur og aðra. Við áttum okkur þá betur á framlagi okkar og annarra, sem og þörfum okkar og annarra. Þessi vinna leggur grunn að trausti, betri samvinnu og aukinni tengslamyndun. Það ber þó að hafa í huga að við mælum alltaf með því að tryggja að grunnþörfum starfsfólks sé mætt áður en fókusinn fer í að efla vináttu á vinnustaðnum. Það að fólk viti hvað er ætlast til af því í starfi, hafi tækin og gögnin til að sinna starfi sínu vel er forsenda þess að fólk geti náð árangri í starfi og einnig forsenda þess að fólk myndi heilbrigð tengsl við samstarfsfélaga. Auk þess sem máli skiptir að fá tækifæri til að nýta styrkleika sína, fá hrósfyrir vel unnin störf og að upplifa að einhver beri fyrir manni umhyggju á vinnustaðnum. Á þessum grunni gefst tækifæri fyrir starfsfólk að mynda náin og traust tengsl sem gera fólki kleift að svara mjög sammála staðhæfingunni „Ég á besta vin/vinkonu í vinnunni“.“ Mannauðsmál Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 „Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. 13. febrúar 2023 07:00 Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. 29. nóvember 2022 07:01 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Það er ekki út af engu sem Bretar stofnuðu einmanaleikaráðuneyti,“ segir Tómas Bjarnason, hjá Stjórnenda- og vinnustaðaráðgjöf Gallup. Tilefni samtalsins er mikilvægi vináttu í vinnunni þar sem rannsóknir sýna að það að eiga vin í vinnunni getur haft mjög mikil áhrif á líðan og velgengni. Að sama skapi sýna rannsóknir að það að vera einmana sé jafn slæmt heilsunni og að reykja 15 sígarettur á dag. Í Atvinnulífinu í dag fjöllum við um einmanaleika og vináttu í vinnunni og á næstu vikum munum við ræða við nokkra vini og vinkonur, sem hafa kynnst í gegnum vinnu og gera mikið saman. Einmanaleiki vaxandi vandamál Að sögn Tómasar er einmanaleiki vaxandi vandamál í heiminum. Ekki aðeins hjá fullorðnum. „Í niðurstöðum Rannsóknar og greiningar jókst hlutfall nemenda sem var oft, stundum eða sjaldan einmanna viku fyrir könnun úr 39% í 52% milli 2011-2021,“ segir Tómas. Þá segir hann niðurstöður Gallup í Bandaríkjunum sýna að 20% starfsfólks er einmana stóran hluta dagsins. Hættan við einmanaleikatilfinninguna er að við það aukast líkurnar á að fólk sé að upplifa aðrar neikvæðar tilfinningar. Tómas segir mikilvægt að stjórnendur hafi það alltaf í huga að fólk er í eðli sínu félagsverur. „Áhrif tengslamyndunar á líf og heilsu fólks koma mjög vel fram í niðurstöðum stóru Harvard rannsóknarinnar sem hófst 1938. Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa ratað í fréttirnar núna síðustu daga. Fólkið sem ræktar tengsl við annað fólk er hamingjusamara, er við betri heilsu og lifir lengur en fólkið sem gerir það ekki.“ Tómas segir mikilvægi tengsla í raun þróunarfræðilegt fyrirbæri. Því mannfólkið sé annars einföld bráð. Ekki með klær, vígtennur, þykkan feld eða fljót að hlaupa. Styrkur okkar liggur í samvinnu. Við erum næstum því ósigrandi þegar við vinnum saman. Einmanaleiki kveikir á árásar- og flóttaviðbrögðum okkar, og er því gríðarlega streituvaldandi.“ Til að skilja hvers vegna einmanaleiki er vaxandi í heiminum, segir Tómas gott að horfa á heildarmyndina og hlutina í samhengi. „Það er svo margt sem hefur breyst í heiminum. Til dæmis hvernig við höfum samskipti, hvernig og hvar við vinnum og fjölskyldumynstrið er líka mjög breytt. Allt þetta hefur áhrif á tengsl og tengslamyndun.“ Við getum upplifað einmanaleikatilfinningu þegar við erum ein heima eða innan um fólk. Einmanaleiki er streituvaldandi og fer vaxandi alls staðar í heiminum. Aðeins tveir af hverjum tíu svarendum segjast eiga besta vin/vinkonu í vinnunni en tengsl eru á milli þess að eiga vini og að líða vel, ganga vel, vera hamingjusöm og lifa lengur.Vísir/Getty „Ég á besta vin/vinkonu í vinnunni“ Í helgunarkönnunum og vinnustaðagreiningum Gallup er alltaf spurt um vináttu. Tómas segir þetta þá spurningu sem svarendur hnjóta oftast um. Ekki aðeins hér heldur einnig erlendis, en Gallup rannsakar helgun í 96 löndum. Mjög líklega vegna þess að orðalag spurningarinnar er mjög sterkt þar sem fullyrðingin er: „Ég á besta vin/vinkonu í vinnunni.“ „Orðalagið þarf að vera sterkt til að spurningin sé gagnleg. Spurningin, sé hún orðuð svona, veitir upplýsingar um traust í teyminu, hversu vel teymið vinnur saman og hversu sterk tengsl einstaklings eru við aðra í teyminu. Enda sýna rannsóknir að teymi sem svara þessari spurningu hærra eru líka árangursríkari,“ segir Tómas. Á heimsvísu sýna niðurstöður rannsókna að aðeins tveir svarendur af hverjum tíu séu mjög sammála því að eiga besta vin/vinkonu í vinnunni. Nýleg rannsókn Gallup á Íslandi sýnir að sá hópur er mjög áhugaverður Til dæmis er þessi hópur líklegri til að segja að teymið sem það tilheyrir sé framúrskarandi í samanburði við þá sem svara á annan hátt. Þessi hópur treystir líka stjórnendum betur og er ólíklegri til að leita sér að nýrri vinnu en sá hópur sem ekki er mjög sammála fullyrðingunni. Þá segir Tómas ýmiss önnur atriði líka mælast jákvætt þegar fólk upplifir vináttu í vinnu. Vinátta hefur bæði jákvæð áhrif á líðan fólks og velgengni. Vinur þinn eða vinkona þín er tilbúin að aðstoða þig og vill að þér takist vel upp og ber umhyggju fyrir þér, hvetur þig og styður. Með sama hætti er þú sem vinur eða vinkona tilbúin að aðstoða og gera meira vegna vináttunnar en ef hún væri ekki fyrir hendi. Þá eru tengsl á milli þess að eiga besta vin/vinkonu á vinnustað og vera í góðum samskiptum við næsta yfirmann, en eins og við vitum að þá skipta góð samskipti við næsta yfirmann gríðarlega miklu máli varðandi líðan í vinnu.“ Tómas segir mikilvægt að vinnustaðir ýti undir góð samskipti á milli starfsfólks, því það ýtir undir að vinátta myndist. Þetta sé hins vegar ekki sjálfgefið. Allir vilji að þetta gerist, en það þarf að vera meðvituð ætlun og að virkja einhverjar aðgerðir til að markmiðið raungerist.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Loks báðum við Tómas um að taka saman nokkur atriði fyrir stjórnendur að hafa í huga varðandi það að fólk eignist vini á vinnustað. „Það fyrsta er auðvitað að ýta undir góð samskipti á vinnustaðnum yfirleitt. Góð og mikil samskipti ýta undir að vinátta myndast. Þetta vilja allir en það þarf bæði ætlun og aðgerðir til að þetta raungerist. Til að mynda að hafa svæði þar sem fólk getur safnast saman og átt í óformlegum samskiptum. Stundum þarf að byrja á að hafa þar formleg samskipti, eins og til dæmis að halda þar starfsmannafundi eða setja fram léttar veitingar. Það þarf því meðvitað að búa til þessar aðstæður, þó það gerist nú líka stundum af sjálfu sér þá gerist það örugglega ef stuðlað er að því með markvissum hætti. Við mælum til dæmis einnig með fóstrakerfi þegar starfsfólk hefur störf. Niðurstöður rannsókna sýna að tíð og góð samskipti við fóstra gerir að verkum að nýliðun (onboarding) gengur mun betur, samskipti eflast og nýliðin skilar betra starfi mun hraðar en ella. Svo er að skapa traust í teyminu og styrkja tengslin. Í dag er mikið talað um að skapa „sálfræðilegt öryggi,“ að fólk geti átt hreinskiptna umræðu og deilt skoðunum sínum með teyminu. Þetta er til dæmis gríðarlega mikilvægt fyrir allar umbætur og nýsköpun. Við vinnum til að mynda mikið með stjórnendum og teymum í að innleiða styrkleikamiðaða nálgun á vinnustöðum. Það flýtir fyrir nánum kynnum ef svo má segja. Við erum öll ólík og það er breytilegt hvað hvetur okkur áfram og veitir okkur ánægju. Með því að átta sig betur á eigin styrkleikum og annarra þá skiljum við okkur sjálf betur og aðra. Við áttum okkur þá betur á framlagi okkar og annarra, sem og þörfum okkar og annarra. Þessi vinna leggur grunn að trausti, betri samvinnu og aukinni tengslamyndun. Það ber þó að hafa í huga að við mælum alltaf með því að tryggja að grunnþörfum starfsfólks sé mætt áður en fókusinn fer í að efla vináttu á vinnustaðnum. Það að fólk viti hvað er ætlast til af því í starfi, hafi tækin og gögnin til að sinna starfi sínu vel er forsenda þess að fólk geti náð árangri í starfi og einnig forsenda þess að fólk myndi heilbrigð tengsl við samstarfsfélaga. Auk þess sem máli skiptir að fá tækifæri til að nýta styrkleika sína, fá hrósfyrir vel unnin störf og að upplifa að einhver beri fyrir manni umhyggju á vinnustaðnum. Á þessum grunni gefst tækifæri fyrir starfsfólk að mynda náin og traust tengsl sem gera fólki kleift að svara mjög sammála staðhæfingunni „Ég á besta vin/vinkonu í vinnunni“.“
Mannauðsmál Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 „Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. 13. febrúar 2023 07:00 Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. 29. nóvember 2022 07:01 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. 13. febrúar 2023 07:00
Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. 29. nóvember 2022 07:01
Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01
Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01