Ekki útséð með áhrif verkfalla á hótelin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 21:44 Hildur Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri Berjaya. Vísir Þrátt fyrir að starfsemi hótela sem verkföll Eflingar hafa beinst að sé nú komin á skrið gætir áhrifa þeirra enn. Framkvæmdastjóri Berjaya-hótela segir mest um vert að geta opnað fyrir bókanir að nýju, en lokað var fyrir þær þegar ljóst varð að stefndi í verkfall. Starfsfólk Berjaya Hotels sem er í Eflingu sneri aftur til vinnu í dag eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í kjölfar þess að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, setti fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hildur Ómarsdóttir er framkvæmdastjóri Berjaya. Hún ræddi við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem hún sagði að búið væri að opna öll hótel fyrirtækisins. „En það sem mest um vert er að við náðum að opna fyrir bókanir aftur. Þannig að við erum byrjuð að selja aftur og það skiptir auðvitað mestu máli fyrir okkur að koma starfseminni í gang, sem og sölunni,“ sagði Hildur. Reyna nú að fylla það sem áður þurfti að tæma Þá sagði hún verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif, og benti því til stuðnings á að þremur hótelum hefði verið lokað. Það voru Hilton, Natura og Marina. „Þar með stoppuðum við tekjuflæðið alfarið inn í okkar rekstur. Við lokuðum fyrir bókanir fyrir febrúar og mars þann 8. febrúar, þegar verkfallsboðum barst. Eðli málsins samkvæmt hefur það mjög mikil áhrif. Ekki bara á þeim vikum sem hafa liðið meðan á verkfalli stóð, heldur einnig aðeins áfram því við erum að selja einn til þrjá mánuði fram í tímann, má segja.“ Hildur sagði þá að áhrifa verkfallsaðgerða kunni að gæta áfram, þrátt fyrir að starfsfólk sé snúið aftur til vinnu. „Það er ekkert útséð með hvert tapið er fyrr en við getum hafið starfsemi að fullu og erum búin að fylla okkar bækur aftur, sem við lögðum markvissa vinnu í að tæma.“ Það væri gleðiefni að fá Eflingarfólk aftur til vinnu. „Það er gaman að segja frá því að okkar starfsfólk var himinlifandi að komast aftur til starfa og hér var vel tekið á móti þeim, eins og alltaf. Þannig viljum við hafa það og þannig ætlum við að hafa það áfram.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Starfsfólk Berjaya Hotels sem er í Eflingu sneri aftur til vinnu í dag eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í kjölfar þess að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, setti fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hildur Ómarsdóttir er framkvæmdastjóri Berjaya. Hún ræddi við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem hún sagði að búið væri að opna öll hótel fyrirtækisins. „En það sem mest um vert er að við náðum að opna fyrir bókanir aftur. Þannig að við erum byrjuð að selja aftur og það skiptir auðvitað mestu máli fyrir okkur að koma starfseminni í gang, sem og sölunni,“ sagði Hildur. Reyna nú að fylla það sem áður þurfti að tæma Þá sagði hún verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif, og benti því til stuðnings á að þremur hótelum hefði verið lokað. Það voru Hilton, Natura og Marina. „Þar með stoppuðum við tekjuflæðið alfarið inn í okkar rekstur. Við lokuðum fyrir bókanir fyrir febrúar og mars þann 8. febrúar, þegar verkfallsboðum barst. Eðli málsins samkvæmt hefur það mjög mikil áhrif. Ekki bara á þeim vikum sem hafa liðið meðan á verkfalli stóð, heldur einnig aðeins áfram því við erum að selja einn til þrjá mánuði fram í tímann, má segja.“ Hildur sagði þá að áhrifa verkfallsaðgerða kunni að gæta áfram, þrátt fyrir að starfsfólk sé snúið aftur til vinnu. „Það er ekkert útséð með hvert tapið er fyrr en við getum hafið starfsemi að fullu og erum búin að fylla okkar bækur aftur, sem við lögðum markvissa vinnu í að tæma.“ Það væri gleðiefni að fá Eflingarfólk aftur til vinnu. „Það er gaman að segja frá því að okkar starfsfólk var himinlifandi að komast aftur til starfa og hér var vel tekið á móti þeim, eins og alltaf. Þannig viljum við hafa það og þannig ætlum við að hafa það áfram.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira