Íslenska ullin hefur sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2023 20:04 Fallegar lopapeysur í Gömlu Þingborg en 60 konur víðs vegar um landið prjóna peysurnar fyrir verslunina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftirspurn eftir vörum úr íslenskri ull hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú, enda rjúka prjónavörur úr verslunum út eins og heitar lummur. Erlendir ferðamenn kaupa til dæmis oft margar, margar lopapeysur þegar þeir koma við í versluninni Þingborg í Flóahreppi til að taka með sér heim. Íslenska sauðkindin er mögnuð skepna því það er ekki bara kjötið, sem er gott af henni heldur er ullin mjög verðmæt þegar það er vaxandi eftirspurn eftir prjónavörum úr ullinni. Felldfé er til dæmis ræktað fyrst og fremst vegna ullarinnar. „Það er bara ræktað fyrir gæru eiginleikum og ullar eiginleikum, kjötið er númer þrjú hjá okkur, það er auka afurð. Ástæðan er sú að við erum að fá mjög gott verð ullina,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur Þannig að ullin er alltaf að verða verðmætari og verðmætari? „Já, algjörlega og það er mikil ásókn í íslenska ull og það er vöntun á góðri ull, þannig að já, við erum virkilega að fá fyrir okkar vinnu í þessu. Það er ullarskortur og það þarf þá bara að fara að borga bændum fyrir ull,“ segir Elísabet. Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur, sem ræktar felldfé með góðum árangri vegna ullarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Við þjóðveg númer eitt í Flóanum, skammt austan við Selfoss er ullarverslun í i gömlu Þingborg þar sem mikil eftirspurn er eftir allskonar ullarvörum í versluninni. „Þetta er vaxandi fyrirtæki með líka aukinni ferðamannatraffík. Erlendir ferðamenn eru mjög áhugasamir um íslenska lopann og þeir kaupa það, sem þeim langar í yfirleitt í, þeir eru ekkert að spá í hvað hlutirnir kosta enda erum við með fallega vöru,“ segir Margrét Jónsdóttir, verslunarstjóri í Gömlu Þingborg. Margrét segir að lopapeysurnar séu alltaf langvinsælastar enda kaupi erlendu ferðamennirnir oft margar peysur til að taka mér sér heim. Um 60 prjónakonur víðs vegar um landið prjóna peysur fyrir búðina. „Íslenska ullin er bara svo góð, mjúk og fín og hlý, vatnsheld og dásamleg. Ég er mjög vel staðsett með verslunina hér enda fæ ég mikið af lausatraffík til mín og skipulagða hópa líka,“ bætir Margrét við. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér í þessu? „Ég vona bara að þetta haldi áfram eins og þetta hefur gert hingað til. Við stefnum allavega á að reka þetta svona með svipuðu sniði,“ segir Margrét að lokum. Margrét Jónsdóttir, sem sér um rekstur ullarverslunarinnar í Gömlu Þingborg í Flóahreppi við þjóðveg númer eitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ullarverslunin á Gömlu Þingborg í Flóahreppi Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Íslenska sauðkindin er mögnuð skepna því það er ekki bara kjötið, sem er gott af henni heldur er ullin mjög verðmæt þegar það er vaxandi eftirspurn eftir prjónavörum úr ullinni. Felldfé er til dæmis ræktað fyrst og fremst vegna ullarinnar. „Það er bara ræktað fyrir gæru eiginleikum og ullar eiginleikum, kjötið er númer þrjú hjá okkur, það er auka afurð. Ástæðan er sú að við erum að fá mjög gott verð ullina,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur Þannig að ullin er alltaf að verða verðmætari og verðmætari? „Já, algjörlega og það er mikil ásókn í íslenska ull og það er vöntun á góðri ull, þannig að já, við erum virkilega að fá fyrir okkar vinnu í þessu. Það er ullarskortur og það þarf þá bara að fara að borga bændum fyrir ull,“ segir Elísabet. Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur, sem ræktar felldfé með góðum árangri vegna ullarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Við þjóðveg númer eitt í Flóanum, skammt austan við Selfoss er ullarverslun í i gömlu Þingborg þar sem mikil eftirspurn er eftir allskonar ullarvörum í versluninni. „Þetta er vaxandi fyrirtæki með líka aukinni ferðamannatraffík. Erlendir ferðamenn eru mjög áhugasamir um íslenska lopann og þeir kaupa það, sem þeim langar í yfirleitt í, þeir eru ekkert að spá í hvað hlutirnir kosta enda erum við með fallega vöru,“ segir Margrét Jónsdóttir, verslunarstjóri í Gömlu Þingborg. Margrét segir að lopapeysurnar séu alltaf langvinsælastar enda kaupi erlendu ferðamennirnir oft margar peysur til að taka mér sér heim. Um 60 prjónakonur víðs vegar um landið prjóna peysur fyrir búðina. „Íslenska ullin er bara svo góð, mjúk og fín og hlý, vatnsheld og dásamleg. Ég er mjög vel staðsett með verslunina hér enda fæ ég mikið af lausatraffík til mín og skipulagða hópa líka,“ bætir Margrét við. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér í þessu? „Ég vona bara að þetta haldi áfram eins og þetta hefur gert hingað til. Við stefnum allavega á að reka þetta svona með svipuðu sniði,“ segir Margrét að lokum. Margrét Jónsdóttir, sem sér um rekstur ullarverslunarinnar í Gömlu Þingborg í Flóahreppi við þjóðveg númer eitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ullarverslunin á Gömlu Þingborg í Flóahreppi
Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira