Bónorðið draumi líkast: „Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga hann skilið“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. mars 2023 13:19 Helgi Ómarsson og Pétur Björgvin Sveinsson eru trúlofaðir. Instagram Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er trúlofaður ástinni sinni, Pétri Björgvin Sveinssyni. Pétur skellti sér á skeljarnar á föstudaginn og brosið hefur verið fast á andliti Helga síðan. Helgi sagði frá bónorðinu í Brennslunni í morgun. Hann og Pétur hafa verið saman í minna en ár en Helgi segist þó hafa verið farinn að bíða eftir bónorðinu. Á föstudaginn, á þeirri fallegu dagsetningu 03.03.23, ákvað parið að skella sér saman í göngutúr. Helgi hafði verið að vinna mikið og því hljómaði slík gæðastund með Pétri og hundinum Nóel afar vel. Þeir fóru í Paradísardal sem er griðastaður Helga. „Svo var ógeðslega mikið af fólki og Pétur spyr hvort við ættum ekki bara að rölta eitthvert annað. Ég kom með svona þrjá eða fjóra trúlofunarbrandara um að ég væri að múta honum en ekki í eina sekúndu grunaði mig þetta,“ segir Helgi. Helgi hafði gert Pétri það ljóst að fallegar dagsetningar skiptu hann miklu máli. Einhvern tímann hafði hann slegið því upp í gríni að þeir myndu giftast þann 03.03.. „Hann er svo sætur. Hann spyr: „Við ætluðum að giftast í dag er það ekki?“... Svo segir hann: „Ég get kannski ekki gifst þér í dag EN,“ svo fór hann á niður á skeljarnar og bað mig um að giftast sér,“ segir Helgi. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Gæti farið til sýslumanns og gift sig á morgun „Við erum báðir svona frekar léttir á því, þannig að ég beið alveg eftir einhverju svona „nei djók“, alveg þangað til ég sá boxið. Vitið þið ekki þegar maður hugsar svona sautján hugsanir á einni sekúndu. Ég fékk þannig,“ segir Helgi sem svífur enn á bleiku skýi. Helgi og Pétur eru ekki enn farnir að plana brúðkaupið. Helgi horfir þó mikið til skandinavískra brúðkaupa og dreymir um látlaust sveitabrúðkaup. „Ég gæti farið til sýslumanns á morgun en mig langar að fagna þessu. Það kæmi mér ekkert á óvart ef við myndum gera þetta sumarið 2024.“ Helgi er einn vinsælasti ljósmyndari landsins og stýrir hlaðvarpinu Helgaspjallið. Pétur starfar sem markaðssérfræðingur hjá KoiKoi, ásamt því að vera í meistaranámi. Þeir höfðu verið vinir í fimmtán ár þegar neistinn kviknaði þeirra á milli á síðasta ári. Skrifað í stjörnurnar „Það er eins og alheimurinn hafi haldið á tveimur Barbie körlum og látið þetta gerast. Þetta var bara skrifað í stjörnurnar. Ég er svo hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Helgi í samtali við Vísi í haust. Þrátt fyrir að þeir séu nú trúlofaðir segist Helgi líka ætla að biðja Péturs einn daginn. „Ég ætla að fara á hnén einhvers staðar líka, bara svo hann upplifi þetta líka. En í alvöru þetta er besti gaur í heiminum, fjandinn hafi það. Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga hann skilið.“ Pétur tekur í sama steng, því í hjartnæmri Instagram færslu segir hann Helga algjörlega hafa umturnað lífi sínu. Hann sé fallegasta og besta sál sem til er. Hér að neðan má hlusta á Brennsluna frá því í morgun. Frásögn Helga hefst á mínútu 49:30. Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Helgi sagði frá bónorðinu í Brennslunni í morgun. Hann og Pétur hafa verið saman í minna en ár en Helgi segist þó hafa verið farinn að bíða eftir bónorðinu. Á föstudaginn, á þeirri fallegu dagsetningu 03.03.23, ákvað parið að skella sér saman í göngutúr. Helgi hafði verið að vinna mikið og því hljómaði slík gæðastund með Pétri og hundinum Nóel afar vel. Þeir fóru í Paradísardal sem er griðastaður Helga. „Svo var ógeðslega mikið af fólki og Pétur spyr hvort við ættum ekki bara að rölta eitthvert annað. Ég kom með svona þrjá eða fjóra trúlofunarbrandara um að ég væri að múta honum en ekki í eina sekúndu grunaði mig þetta,“ segir Helgi. Helgi hafði gert Pétri það ljóst að fallegar dagsetningar skiptu hann miklu máli. Einhvern tímann hafði hann slegið því upp í gríni að þeir myndu giftast þann 03.03.. „Hann er svo sætur. Hann spyr: „Við ætluðum að giftast í dag er það ekki?“... Svo segir hann: „Ég get kannski ekki gifst þér í dag EN,“ svo fór hann á niður á skeljarnar og bað mig um að giftast sér,“ segir Helgi. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Gæti farið til sýslumanns og gift sig á morgun „Við erum báðir svona frekar léttir á því, þannig að ég beið alveg eftir einhverju svona „nei djók“, alveg þangað til ég sá boxið. Vitið þið ekki þegar maður hugsar svona sautján hugsanir á einni sekúndu. Ég fékk þannig,“ segir Helgi sem svífur enn á bleiku skýi. Helgi og Pétur eru ekki enn farnir að plana brúðkaupið. Helgi horfir þó mikið til skandinavískra brúðkaupa og dreymir um látlaust sveitabrúðkaup. „Ég gæti farið til sýslumanns á morgun en mig langar að fagna þessu. Það kæmi mér ekkert á óvart ef við myndum gera þetta sumarið 2024.“ Helgi er einn vinsælasti ljósmyndari landsins og stýrir hlaðvarpinu Helgaspjallið. Pétur starfar sem markaðssérfræðingur hjá KoiKoi, ásamt því að vera í meistaranámi. Þeir höfðu verið vinir í fimmtán ár þegar neistinn kviknaði þeirra á milli á síðasta ári. Skrifað í stjörnurnar „Það er eins og alheimurinn hafi haldið á tveimur Barbie körlum og látið þetta gerast. Þetta var bara skrifað í stjörnurnar. Ég er svo hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Helgi í samtali við Vísi í haust. Þrátt fyrir að þeir séu nú trúlofaðir segist Helgi líka ætla að biðja Péturs einn daginn. „Ég ætla að fara á hnén einhvers staðar líka, bara svo hann upplifi þetta líka. En í alvöru þetta er besti gaur í heiminum, fjandinn hafi það. Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga hann skilið.“ Pétur tekur í sama steng, því í hjartnæmri Instagram færslu segir hann Helga algjörlega hafa umturnað lífi sínu. Hann sé fallegasta og besta sál sem til er. Hér að neðan má hlusta á Brennsluna frá því í morgun. Frásögn Helga hefst á mínútu 49:30.
Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15. nóvember 2022 14:41