Rukkaður um skuld á skemmtistað og dró upp hníf Árni Sæberg skrifar 6. mars 2023 18:18 Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta manni með hníf á skemmtistað. Sá sem varð fyrir hótuninni hafði reynt að ræða við manninn um greiðslu skuldar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir hótun með því að draga upp hníf og halda honum að kvið manns, sem hann hafði hitt fyrir á skemmtistað við Hverfisgötu í Reykjavík að nóttu til í janúar árið 2020. Fyrir dómi sagði maðurinn, sem hótað hafði verið, að hann hefði verið á skemmtistaðnum við annan mann þegar þeir komu auga á ákærða og gengu til hans í þeim tilgangi að ræða við hann um greiðslu skuldar. Þá hafi maðurinn dregið upp hníf og haldið að kvið hans með þeim afleiðingum að hann varð skelkaður og litlu hafi mátt muna að líkamstjón hlytist af. Þá hefði hnífsoddurinn rifið lítið gat á peysu hans á þeim stað sem hann beindist að kviðnum. Hélt því fram að hnífnum hefði verið komið fyrir í fatnaði hans Maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu daginn eftir atvikið þar sem hann sagðist kannast við að hafa verið á staðnum umrætt kvöld og að hafa verið yfirbugaður af dyravörðum staðarins. Hins vegar vildi hann ekkert kannast við að hafa hótað nokkrum manni með hníf og bar því við að fyrrgreindum hnífi hefði verið komið fyrir í fatnaði hans stuttu áður en lögregla handtók hann. Fyrir dómi gekkst maðurinn hins vegar við því að hafa verið með hnífinn í fórum sér umrætt kvöld. Hann hafi verið að dansa á staðnum þegar brotaþoli og félagi hans, sem maðurinn hefði áður unnið fyrir sem dyravörður, gáfu sig að tali við hann og kröfðu hann um greiðslu skuldar. Hann hafi ekki viljað greiða umkrafða skuld þar sem hann teldi sig hafa átt inni ógreidd laun hjá félaganum. Þá hefði hann farið að rífast við brotaþola og félaginn vikið frá. Einhverju síðar hafi hann verið kominn í þá stöðu að vera einn á móti mörgum mönnum og að dyraverðir hafi fært hann með valdi út af staðnum. Þá hafi hann ætlað að yfirgefa vettvang en verið beittur ofbeldi. Við það hafi hann orðið mjög hræddur, óttast um líf sitt og dregið upp hníf sem hann var með meðferðis. Hann hefði haldið hnífnum á lofti en ekki tekið út hnífsblaðið og hann ekki verið að ógna neinum. Þá hefði hann ekki reynt að stinga neinn með hnífnum og ekki haldið hnífsblaði upp að líkama brotaþola eins og honum væri gefið að sök í ákæru. Framburður ótrúverðugur og vitni staðfestu frásögn brotaþola Í niðurstöðukafla dómsins segir að telja verði framburð mannsins um atburði umræddar nætur ótrúverðugan, þar sem ekki hafi verið samræmi milli framburðar hans í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá hafi vitnisburður vaktstjóra staðarins, sem bar fyrir að hafa séð manninn draga upp hnífinn inni á staðnum, rennt stoðum undir frásögn mannanna tveggja sem ræddu við ákærða á staðnum. Annar starfsmaður staðarins hafi einnig lýst atvikum með svipuðum hætti. Þá hafi upptökur úr eftirlitsmyndavélum inni á skemmtistaðnum sýnt skjót viðbrögð dyravarða sem samrýmist því sem fram hafði komið, að bregðast hafi þurft við aðsteðjandi hættu inni á staðnum. Með vísan til þess taldi dómurinn komna fram sönnun um að maðurinn hafi hótað brotaþola með hníf með þeim afleiðingum að hann hafi óttast um líf sitt og heilsu þannig að varðaði við hegningarlög. Maðurinn var að lokum dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fullnustu hennar var frestað og hún fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í eitt ár. Þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, eina milljón króna. Dómsmál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir hótun með því að draga upp hníf og halda honum að kvið manns, sem hann hafði hitt fyrir á skemmtistað við Hverfisgötu í Reykjavík að nóttu til í janúar árið 2020. Fyrir dómi sagði maðurinn, sem hótað hafði verið, að hann hefði verið á skemmtistaðnum við annan mann þegar þeir komu auga á ákærða og gengu til hans í þeim tilgangi að ræða við hann um greiðslu skuldar. Þá hafi maðurinn dregið upp hníf og haldið að kvið hans með þeim afleiðingum að hann varð skelkaður og litlu hafi mátt muna að líkamstjón hlytist af. Þá hefði hnífsoddurinn rifið lítið gat á peysu hans á þeim stað sem hann beindist að kviðnum. Hélt því fram að hnífnum hefði verið komið fyrir í fatnaði hans Maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu daginn eftir atvikið þar sem hann sagðist kannast við að hafa verið á staðnum umrætt kvöld og að hafa verið yfirbugaður af dyravörðum staðarins. Hins vegar vildi hann ekkert kannast við að hafa hótað nokkrum manni með hníf og bar því við að fyrrgreindum hnífi hefði verið komið fyrir í fatnaði hans stuttu áður en lögregla handtók hann. Fyrir dómi gekkst maðurinn hins vegar við því að hafa verið með hnífinn í fórum sér umrætt kvöld. Hann hafi verið að dansa á staðnum þegar brotaþoli og félagi hans, sem maðurinn hefði áður unnið fyrir sem dyravörður, gáfu sig að tali við hann og kröfðu hann um greiðslu skuldar. Hann hafi ekki viljað greiða umkrafða skuld þar sem hann teldi sig hafa átt inni ógreidd laun hjá félaganum. Þá hefði hann farið að rífast við brotaþola og félaginn vikið frá. Einhverju síðar hafi hann verið kominn í þá stöðu að vera einn á móti mörgum mönnum og að dyraverðir hafi fært hann með valdi út af staðnum. Þá hafi hann ætlað að yfirgefa vettvang en verið beittur ofbeldi. Við það hafi hann orðið mjög hræddur, óttast um líf sitt og dregið upp hníf sem hann var með meðferðis. Hann hefði haldið hnífnum á lofti en ekki tekið út hnífsblaðið og hann ekki verið að ógna neinum. Þá hefði hann ekki reynt að stinga neinn með hnífnum og ekki haldið hnífsblaði upp að líkama brotaþola eins og honum væri gefið að sök í ákæru. Framburður ótrúverðugur og vitni staðfestu frásögn brotaþola Í niðurstöðukafla dómsins segir að telja verði framburð mannsins um atburði umræddar nætur ótrúverðugan, þar sem ekki hafi verið samræmi milli framburðar hans í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá hafi vitnisburður vaktstjóra staðarins, sem bar fyrir að hafa séð manninn draga upp hnífinn inni á staðnum, rennt stoðum undir frásögn mannanna tveggja sem ræddu við ákærða á staðnum. Annar starfsmaður staðarins hafi einnig lýst atvikum með svipuðum hætti. Þá hafi upptökur úr eftirlitsmyndavélum inni á skemmtistaðnum sýnt skjót viðbrögð dyravarða sem samrýmist því sem fram hafði komið, að bregðast hafi þurft við aðsteðjandi hættu inni á staðnum. Með vísan til þess taldi dómurinn komna fram sönnun um að maðurinn hafi hótað brotaþola með hníf með þeim afleiðingum að hann hafi óttast um líf sitt og heilsu þannig að varðaði við hegningarlög. Maðurinn var að lokum dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fullnustu hennar var frestað og hún fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í eitt ár. Þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, eina milljón króna.
Dómsmál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira