„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 6. mars 2023 20:10 Jóhann Páll var ómyrkur í máli þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. Atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi á sjötta tímanum og Jóhanni var synjað um beiðnina með 28 atkvæðum gegn 14. „Maður veltir því fyrir sér hvað fólk er að fela“ Jóhann Páll segir að hann hafi lagt fram fyrirspurn sem fjallar um greinargerð sem er miðpunktur sérstaks stjórnsýslumáls hjá Alþingi. Það liggi líka fyrir að forsætisnefnd hefur fjallað um málið á þeim forsendum að um sé að ræða hluta af stjórnsýslu Alþingis. Þar segist hann vitna orðrétt í bréf frá forseta Alþingis til Lindarhvols ehf. frá árinu 2021. Þá hafi forsætisnefnd ákveðið að það eigi að birta skjalið á grundvelli upplýsingalaga þar sem mælt sé fyrir um að stjórnsýsla Alþingis heyri undir gildissvið upplýsingalaga. „Þannig að ég tel það algerlega hafið yfir allan vafa að fyrirspurn mín samræmist og uppfylli skilyrði þingskapalaga. Þannig að það er mjög alvarlegt að mér hafi verið bannað að spyrja þessara spurninga. Maður veltir því fyrir sér hvað fólk er að fela. Þetta er mjög hættulegt fordæmi sem er verið að setja með því að meina þingmanni að spyrja spurninga sem hann á rétt á því að spyrja samkvæmt þingskapalögum,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Stjórnarliðar hafi hlammað sér á rauða takkann Atkvæðagreiðslu um málið var fresta í tvígang og Jóhann Páll segir það hafa verið vegna þess að kurr hafi verið í þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna þriggja. „Á endanum fór það hins vegar þannig að stjórnarmeirihlutinn hlammaði sér svoleiðis á rauða takkann og bannaði mér að spyrja þessara spurninga og það er bara mjögmiður. Ég tel að hér sé verið að setja mjög hættulegt fordæmi og í raun verið að misbeita valdi, það er bara þannig,“ segir hann. Að lokum segir Jóhann Páll að málalyktir séu vonbrigði fyrir sig persónulega en að Alþingi hafi einnig beðið álithnekki vegna þeirra. „Ég hef áhyggjur af þeim skilaboðum sem felast í þessu.“ Starfsemi Lindarhvols Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Fær ekki að spyrja um Lindarhvol Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. 6. mars 2023 18:13 „Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14 Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. 28. febrúar 2023 15:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. Atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi á sjötta tímanum og Jóhanni var synjað um beiðnina með 28 atkvæðum gegn 14. „Maður veltir því fyrir sér hvað fólk er að fela“ Jóhann Páll segir að hann hafi lagt fram fyrirspurn sem fjallar um greinargerð sem er miðpunktur sérstaks stjórnsýslumáls hjá Alþingi. Það liggi líka fyrir að forsætisnefnd hefur fjallað um málið á þeim forsendum að um sé að ræða hluta af stjórnsýslu Alþingis. Þar segist hann vitna orðrétt í bréf frá forseta Alþingis til Lindarhvols ehf. frá árinu 2021. Þá hafi forsætisnefnd ákveðið að það eigi að birta skjalið á grundvelli upplýsingalaga þar sem mælt sé fyrir um að stjórnsýsla Alþingis heyri undir gildissvið upplýsingalaga. „Þannig að ég tel það algerlega hafið yfir allan vafa að fyrirspurn mín samræmist og uppfylli skilyrði þingskapalaga. Þannig að það er mjög alvarlegt að mér hafi verið bannað að spyrja þessara spurninga. Maður veltir því fyrir sér hvað fólk er að fela. Þetta er mjög hættulegt fordæmi sem er verið að setja með því að meina þingmanni að spyrja spurninga sem hann á rétt á því að spyrja samkvæmt þingskapalögum,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Stjórnarliðar hafi hlammað sér á rauða takkann Atkvæðagreiðslu um málið var fresta í tvígang og Jóhann Páll segir það hafa verið vegna þess að kurr hafi verið í þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna þriggja. „Á endanum fór það hins vegar þannig að stjórnarmeirihlutinn hlammaði sér svoleiðis á rauða takkann og bannaði mér að spyrja þessara spurninga og það er bara mjögmiður. Ég tel að hér sé verið að setja mjög hættulegt fordæmi og í raun verið að misbeita valdi, það er bara þannig,“ segir hann. Að lokum segir Jóhann Páll að málalyktir séu vonbrigði fyrir sig persónulega en að Alþingi hafi einnig beðið álithnekki vegna þeirra. „Ég hef áhyggjur af þeim skilaboðum sem felast í þessu.“
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Fær ekki að spyrja um Lindarhvol Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. 6. mars 2023 18:13 „Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14 Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. 28. febrúar 2023 15:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Fær ekki að spyrja um Lindarhvol Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. 6. mars 2023 18:13
„Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15
Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43
Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14
Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. 28. febrúar 2023 15:22