Sakar borgarskjalavörð um að hafa ítrekað farið með fleipur Máni Snær Þorláksson skrifar 7. mars 2023 15:00 Einar Þorsteinsson segist hafa séð borgarskjalavörð hafa farið ítrekað með fleipur. Formaður borgarráðs sakar borgarskjalavörð um að hafa farið ítrekað með fleipur í fjölmiðlum. Hann segir borgarfulltrúa Flokks fólksins og fleiri hafa étið umrædd ummæli „hrátt“ upp. Þetta kom fram í andsvari Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs og oddvita Framsóknar í borginni, í umræðu á borgarstjórnarfundi í dag um hvernig borgarstjórn eigi að endurheimta traust almennings. Mikið hefur verið fjallað um að leggja eigi Borgarskjalasafn niður. Málið hefur verið vægast sagt umdeild og hefur Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður gagnrýnt hana harðlega. Svanhildur segir til að mynda að þjónusta við borgarbúa eigi ekki eftir að batna við það að leggja safnið niður. Sama sé hægt að segja um eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns. Ekki komið úr draumum minnihlutans Andsvarið kemur í kjölfar eftirfarandi athugasemdar Kolbrúnar Baldursdóttur, formanns Flokks fólksins: „Vegna þess að borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson er ítrekað búinn að koma sjálfur inn á þetta borgarskjalamál sem sannarlega verður rætt hér á eftir þá langar mig bara að benda á það augljósa: Að viðtal eftir viðtal og grein eftir grein hefur starfsfólk og borgarskjalavörður sagt það og upplýst að það hafi einmitt verið lítið sem ekkert samráð. Þannig að þetta er ekkert bara komið úr draumum okkar minnihlutafulltrúanna. Þetta er frá fólkinu sjálfu þannig ég vill bara benda borgarfulltrúanum á það ef hann hefur ekki lesið fjölmiðlana að undanförnu. Og svo aðeins ein setning enn: Ég vil minna á að Flokkur fólksins hefur ítrekað boðist til, langað og virkilega óskað eftir því að fá að vera í samstarfi við meirihlutann. Ég get rakið það nánar síðar en þetta á borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson að vita. Bara frá því núna rétt fyrir jólin þá var ákveðið mál sem borgarfulltrúi Flokks fólksins langaði virkilega að taka þátt í en hefur ekki fengið að koma að enn.“ Þurfi ekki „vitleysuna“ til að mynda sér skoðun Einar svarar þessari athugasemd Kolbrúnar og sagðist ekki muna hvaða mál hún væri að tala um í lokin. „Við getum nú kannski rifjað þetta mál upp hér á ganginum á eftir, ég kannast ekki við hvaða mál þú ert að tala um,“ segir hann í andsvari sínu. „Ég hef séð borgarskjalavörð fara ítrekað með fleipur í fjölmiðlum og borgarfulltrúa Kolbrúnu Baldursdóttir éta það upp, hrátt, eins og aðra borgarfulltrúa. Gögnin eru bara skýr og þau hafa verið kynnt bæði í ráðum og í borgarráði. Það er hið rétta í málinu þannig ég þarf ekki að lesa fjölmiðlana og vitleysuna sem þar er til að mynda mér skoðun á málinu.“ Borgarstjórn Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira
Þetta kom fram í andsvari Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs og oddvita Framsóknar í borginni, í umræðu á borgarstjórnarfundi í dag um hvernig borgarstjórn eigi að endurheimta traust almennings. Mikið hefur verið fjallað um að leggja eigi Borgarskjalasafn niður. Málið hefur verið vægast sagt umdeild og hefur Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður gagnrýnt hana harðlega. Svanhildur segir til að mynda að þjónusta við borgarbúa eigi ekki eftir að batna við það að leggja safnið niður. Sama sé hægt að segja um eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns. Ekki komið úr draumum minnihlutans Andsvarið kemur í kjölfar eftirfarandi athugasemdar Kolbrúnar Baldursdóttur, formanns Flokks fólksins: „Vegna þess að borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson er ítrekað búinn að koma sjálfur inn á þetta borgarskjalamál sem sannarlega verður rætt hér á eftir þá langar mig bara að benda á það augljósa: Að viðtal eftir viðtal og grein eftir grein hefur starfsfólk og borgarskjalavörður sagt það og upplýst að það hafi einmitt verið lítið sem ekkert samráð. Þannig að þetta er ekkert bara komið úr draumum okkar minnihlutafulltrúanna. Þetta er frá fólkinu sjálfu þannig ég vill bara benda borgarfulltrúanum á það ef hann hefur ekki lesið fjölmiðlana að undanförnu. Og svo aðeins ein setning enn: Ég vil minna á að Flokkur fólksins hefur ítrekað boðist til, langað og virkilega óskað eftir því að fá að vera í samstarfi við meirihlutann. Ég get rakið það nánar síðar en þetta á borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson að vita. Bara frá því núna rétt fyrir jólin þá var ákveðið mál sem borgarfulltrúi Flokks fólksins langaði virkilega að taka þátt í en hefur ekki fengið að koma að enn.“ Þurfi ekki „vitleysuna“ til að mynda sér skoðun Einar svarar þessari athugasemd Kolbrúnar og sagðist ekki muna hvaða mál hún væri að tala um í lokin. „Við getum nú kannski rifjað þetta mál upp hér á ganginum á eftir, ég kannast ekki við hvaða mál þú ert að tala um,“ segir hann í andsvari sínu. „Ég hef séð borgarskjalavörð fara ítrekað með fleipur í fjölmiðlum og borgarfulltrúa Kolbrúnu Baldursdóttir éta það upp, hrátt, eins og aðra borgarfulltrúa. Gögnin eru bara skýr og þau hafa verið kynnt bæði í ráðum og í borgarráði. Það er hið rétta í málinu þannig ég þarf ekki að lesa fjölmiðlana og vitleysuna sem þar er til að mynda mér skoðun á málinu.“
Borgarstjórn Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira