Alvarlegt að ekki hafi tekist að manna sjúkraflug Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. mars 2023 18:27 Heilbrigðisráðherra segir alvarlegt að maður sem beið eftir lifrarígræðslu hafi misst af tækifærinu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflug. Tryggja þurfi að atvikið endurtaki sig ekki en til greina komi að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að manninum hafi verið tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. En málið tók fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð í tæka tíð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók málið upp á Alþingi í dag. „Þetta er staða innviða á Íslandi í dag og öryggismála að flugvél Landhelgisgæslunnar er ekki tæk. Samningar við flugrekstraraðila sem hafa tekið að sér að annast flug milli landa í lífsnauðsynlegar aðgerðir það var ekki hægt að manna þá vél. Ég held að við verðum að gera þá kröfu að ríkisstjórnin sinni störfum sínum fyrir allan almenning hér á landi og tryggi nauðsynlega heilbrigðisþjónustu“ Ekkert samkomulag er við flugfélögin um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir til greina koma að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks. „Það er einn þátturinn sem við verðum að horfa inn í og skoða það. Ég hef átt óformlegt samtal við forstjóra Sjúkratrygginga og allir aðilar sem eiga hlut að máli í þessu harma auðvitað atvikið og það sem við verðum að gera núna er að fara yfir atburðarásina og formið og samninginn og með öllum ráðum tryggja að svona alvarlegt atvik eigi sér ekki stað.“ Heilbrigðismál Alþingi Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. 7. mars 2023 13:52 Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að manninum hafi verið tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. En málið tók fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð í tæka tíð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók málið upp á Alþingi í dag. „Þetta er staða innviða á Íslandi í dag og öryggismála að flugvél Landhelgisgæslunnar er ekki tæk. Samningar við flugrekstraraðila sem hafa tekið að sér að annast flug milli landa í lífsnauðsynlegar aðgerðir það var ekki hægt að manna þá vél. Ég held að við verðum að gera þá kröfu að ríkisstjórnin sinni störfum sínum fyrir allan almenning hér á landi og tryggi nauðsynlega heilbrigðisþjónustu“ Ekkert samkomulag er við flugfélögin um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir til greina koma að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks. „Það er einn þátturinn sem við verðum að horfa inn í og skoða það. Ég hef átt óformlegt samtal við forstjóra Sjúkratrygginga og allir aðilar sem eiga hlut að máli í þessu harma auðvitað atvikið og það sem við verðum að gera núna er að fara yfir atburðarásina og formið og samninginn og með öllum ráðum tryggja að svona alvarlegt atvik eigi sér ekki stað.“
Heilbrigðismál Alþingi Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. 7. mars 2023 13:52 Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. 7. mars 2023 13:52
Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34