„Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 8. mars 2023 12:25 Verjendur fjórmenninganna í málinu. Páll situr fyrir miðju og hylur andlit sitt. Unnsteinn verjandi hans er lengst til vinstri. Vísir Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. Þetta kom fram í málflutningi Unnsteins Elvarssonar, verjanda Páls, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Unnsteinn taldi að rannsókn lögreglu á málinu hefði verið verulega ábótavant. Lögregla hefði sýnt lítinn áhuga á að ná aðalmönnunum í málinu og teldi sig enn vera að eltast við þá. Þrátt fyrir það hefði verið gefin út ákæra á hendur fjórmenningunum. Páll, timbursali á sjötugsaldri, flutti inn gám sem innihélt timbur þar sem falin voru hundrað kíló af nær hreinu kókaíni. Gámurinn komst aldrei til Íslands þar sem hollensk yfirvöld skiptu þeim út fyrir gerviefni eftir ábendingu frá íslensku lögreglunni. Verjandi Páls lýsti því í málsvörn sinni á lokadegi aðalmeðferðar að Páll hefði verið skýr varðandi sína þátttöku frá upphafi og látið lögreglu í té þær upplýsingar sem hann byggi að. Óvissa um magnið Þá benti Unnsteinn á að þar sem aðeins hefðu verið teknar stikkprufur úr hluta efnanna, um tíu kílóum, þá ætti það að vera innflutningurinn sem væri ákært fyrir. Ekki þau hundrað kíló af efnum, sem sum hefðu ekki verið prófuð, sem haldlögð voru í Hollandi og skipt út fyrir gerviefni. Þá lægi fyrir að efnunum hefði verið eytt í Hollandi skömmu eftir haldlagningu. Það væri samkvæmt reglum í Hollandi en ákært væri í málinu á Íslandi. Því væri fullkomin óvissa um hvort efni um fram þessi 10 kíló sem tekin voru sýni úr hafi verið fíkniefni yfir höfuð. Taldi hann Pál hafa verið plataðan í málinu. Páll hefði talið að um sex til sjö kíló væri að ræða og það hefði reynst honum áfall þegar lögregla upplýsti hann um hið raunverulega magn. Þá staldraði Unnsteinn við að lögreglumaður hefði talið ótrúverðugt að Páll hefði haldið að flytja ætti inn sex til sjö kíló. Lögreglumaðurinn segði fyrirhöfn og kostnað allt of mikinn miðað við slíkt magn. Þessu vísaði Unnsteinn á bug og sagði sex til sjö kíló ekki það lítið magn af kókaíni að það stæðist ekki samanburð við útlagðan kostnað. Unnsteinn bað þá dómara að hafa í huga að ákærði væri kominn á efri ár og eftirlaunaaldur. Hann ætti við veikindi að stríða og hefði sjálfur greint frá því að hann væri með hvítblæði á byrjunarstigi. Sár og marblettir væru oft til marks um slíkt upphaf. Þá hefði hann ekki fengið neina þjónustu eða aðstoð að neinu marki en hann hefur setið inni í gæsluvarðhaldi síðan í ágúst. Þá væri Páll fjölskyldumaður og ætti engan sakarferil að baki. Ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði í málinu og ítrekaði verjandinn að allur vafi ætti að falla með ákærða. Þá vísaði hann til gagna málsins sem hann taldi benda til þess að Páll hefði verið notaður og afvegaleiddur í málinu vegna atvinnu hans sem timburinnflytjandi og tengsla hans. Hann ítrekaði að hans þáttur í málinu einskorðaðist við að hafa heimilað að gámur hans væri notaður fyrir innflutning og að hann upplifði sig því sem burðardýr. „Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi,“ sagði Unnsteinn. Hann vísaði í eldri dóma sem hann sagði bera með sér að þeir aðilar sem sjái um flutning á efnum en komi ekki að skipulagningu fái vægari dóma. Þá gerði hann Saltdreifaramálið svokallaða að umtalsefni en hann sagði „himinn og haf“ á milli ákærða í því máli og í þessu umrædda kókaínmáli. Það væri því ósanngjart að bera þau saman. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hlutu sumir hverjir tólf ára refsingu í málinu. Um er að ræða hámarksrefsingu í málaflokknum. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Tengdar fréttir Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22 Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun. 8. mars 2023 10:54 Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þetta kom fram í málflutningi Unnsteins Elvarssonar, verjanda Páls, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Unnsteinn taldi að rannsókn lögreglu á málinu hefði verið verulega ábótavant. Lögregla hefði sýnt lítinn áhuga á að ná aðalmönnunum í málinu og teldi sig enn vera að eltast við þá. Þrátt fyrir það hefði verið gefin út ákæra á hendur fjórmenningunum. Páll, timbursali á sjötugsaldri, flutti inn gám sem innihélt timbur þar sem falin voru hundrað kíló af nær hreinu kókaíni. Gámurinn komst aldrei til Íslands þar sem hollensk yfirvöld skiptu þeim út fyrir gerviefni eftir ábendingu frá íslensku lögreglunni. Verjandi Páls lýsti því í málsvörn sinni á lokadegi aðalmeðferðar að Páll hefði verið skýr varðandi sína þátttöku frá upphafi og látið lögreglu í té þær upplýsingar sem hann byggi að. Óvissa um magnið Þá benti Unnsteinn á að þar sem aðeins hefðu verið teknar stikkprufur úr hluta efnanna, um tíu kílóum, þá ætti það að vera innflutningurinn sem væri ákært fyrir. Ekki þau hundrað kíló af efnum, sem sum hefðu ekki verið prófuð, sem haldlögð voru í Hollandi og skipt út fyrir gerviefni. Þá lægi fyrir að efnunum hefði verið eytt í Hollandi skömmu eftir haldlagningu. Það væri samkvæmt reglum í Hollandi en ákært væri í málinu á Íslandi. Því væri fullkomin óvissa um hvort efni um fram þessi 10 kíló sem tekin voru sýni úr hafi verið fíkniefni yfir höfuð. Taldi hann Pál hafa verið plataðan í málinu. Páll hefði talið að um sex til sjö kíló væri að ræða og það hefði reynst honum áfall þegar lögregla upplýsti hann um hið raunverulega magn. Þá staldraði Unnsteinn við að lögreglumaður hefði talið ótrúverðugt að Páll hefði haldið að flytja ætti inn sex til sjö kíló. Lögreglumaðurinn segði fyrirhöfn og kostnað allt of mikinn miðað við slíkt magn. Þessu vísaði Unnsteinn á bug og sagði sex til sjö kíló ekki það lítið magn af kókaíni að það stæðist ekki samanburð við útlagðan kostnað. Unnsteinn bað þá dómara að hafa í huga að ákærði væri kominn á efri ár og eftirlaunaaldur. Hann ætti við veikindi að stríða og hefði sjálfur greint frá því að hann væri með hvítblæði á byrjunarstigi. Sár og marblettir væru oft til marks um slíkt upphaf. Þá hefði hann ekki fengið neina þjónustu eða aðstoð að neinu marki en hann hefur setið inni í gæsluvarðhaldi síðan í ágúst. Þá væri Páll fjölskyldumaður og ætti engan sakarferil að baki. Ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði í málinu og ítrekaði verjandinn að allur vafi ætti að falla með ákærða. Þá vísaði hann til gagna málsins sem hann taldi benda til þess að Páll hefði verið notaður og afvegaleiddur í málinu vegna atvinnu hans sem timburinnflytjandi og tengsla hans. Hann ítrekaði að hans þáttur í málinu einskorðaðist við að hafa heimilað að gámur hans væri notaður fyrir innflutning og að hann upplifði sig því sem burðardýr. „Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi,“ sagði Unnsteinn. Hann vísaði í eldri dóma sem hann sagði bera með sér að þeir aðilar sem sjái um flutning á efnum en komi ekki að skipulagningu fái vægari dóma. Þá gerði hann Saltdreifaramálið svokallaða að umtalsefni en hann sagði „himinn og haf“ á milli ákærða í því máli og í þessu umrædda kókaínmáli. Það væri því ósanngjart að bera þau saman. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hlutu sumir hverjir tólf ára refsingu í málinu. Um er að ræða hámarksrefsingu í málaflokknum.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Tengdar fréttir Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22 Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun. 8. mars 2023 10:54 Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22
Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun. 8. mars 2023 10:54
Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01
Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37