Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á Snorri Másson skrifar 9. mars 2023 08:00 Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. Á þorranum og góunni er hefð fyrir rímnakveðskap á Laufásborg. Nú er tilefnið sérstakt, í þokkabót er verið að fagna 70 ára afmæli hins rótgróna leikskóla við Laufásveg. Á meðan rímnakveðskapur hefur að meira eða minna leyti lagst af í landinu lifa glæðurnar í börnunum á Laufásborg, sem hafa stofnað Kvæðabarnafjelagið.Vísir Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, hefur leiðbeint börnunum í þessu efni og stýrði söngnum á stofnun Kvæðabarnafjelagsins. Ari segir í samtali við fréttastofu að leikskólinn hafi löngum gert rímnakveðskap hátt undir höfði og í því hafi hann notið traustrar leiðsagnar Steindórs Andersen um langt skeið, sem „kennir þeim að kenna börnunum“ að flytja gömlu kvæðin eftir fornum hljómum. Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, segir mikla málrækt felast í ástundun rímnakveðskaps hjá börnum.Vísir „Við erum að tengja við menningararfinn og rækta í þeim ákveðna tengingu við söguna, hvaðan þau eru að koma,“ segir Ari og lýsir því hve ákaflega móttækileg börnin eru fyrir þessari klassísku hefð. „Það er náttúrulega hrikalega mikil málörvun í þessu. Þau eiga jafnauðvelt með að læra kenningar eins og bara slangur. Þau koma síðan heim rígmontin og eru búin að læra hvað 'öldugandur' þýðir og 'árahind' og af hverju það þýðir skip. Svo eru þau að kenna foreldrum og ömmum og öfum þetta og þetta vekur alltaf mikla lukku,“ segir Ari. Á meðal þess sem hér má sjá flutt er Ekkillinn eftir Davíð Stefánsson. Þar er sjón sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Jóhanna Vigdís, fimm ára, og Nína, sex ára, segja að erfitt geti reynst að muna textann, en að áreiðanlegasta aðferðin ef illa fer sé að horfa á varirnar hjá vinkonum og vinum og kennurunum.Vísir Tónlist Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Krakkar Tengdar fréttir Leikskólabörn safna fyrir ferð á Evrópumeistaramót í skák í Rúmeníu Leikskólabörn á Laufásborg safna fyrir ferð til Rúmeníu þar sem þau taka þátt í Evrópumeistaramóti í skák í lok mánaðarins. Listaverkauppboð fór fram á Eiðistorgi í dag til styrktar skákbörnunum sem eru fimm og sex ára. 11. maí 2019 19:00 Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Tugir barna á leikskólanum Laufásborg tefla skák á degi hverjum í skólanum. Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hefur veg og vanda af kennslunni. Kennari barnanna segir að skákin nýtist til að kenna stærðfræði og landafræði. 28. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Á þorranum og góunni er hefð fyrir rímnakveðskap á Laufásborg. Nú er tilefnið sérstakt, í þokkabót er verið að fagna 70 ára afmæli hins rótgróna leikskóla við Laufásveg. Á meðan rímnakveðskapur hefur að meira eða minna leyti lagst af í landinu lifa glæðurnar í börnunum á Laufásborg, sem hafa stofnað Kvæðabarnafjelagið.Vísir Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, hefur leiðbeint börnunum í þessu efni og stýrði söngnum á stofnun Kvæðabarnafjelagsins. Ari segir í samtali við fréttastofu að leikskólinn hafi löngum gert rímnakveðskap hátt undir höfði og í því hafi hann notið traustrar leiðsagnar Steindórs Andersen um langt skeið, sem „kennir þeim að kenna börnunum“ að flytja gömlu kvæðin eftir fornum hljómum. Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, segir mikla málrækt felast í ástundun rímnakveðskaps hjá börnum.Vísir „Við erum að tengja við menningararfinn og rækta í þeim ákveðna tengingu við söguna, hvaðan þau eru að koma,“ segir Ari og lýsir því hve ákaflega móttækileg börnin eru fyrir þessari klassísku hefð. „Það er náttúrulega hrikalega mikil málörvun í þessu. Þau eiga jafnauðvelt með að læra kenningar eins og bara slangur. Þau koma síðan heim rígmontin og eru búin að læra hvað 'öldugandur' þýðir og 'árahind' og af hverju það þýðir skip. Svo eru þau að kenna foreldrum og ömmum og öfum þetta og þetta vekur alltaf mikla lukku,“ segir Ari. Á meðal þess sem hér má sjá flutt er Ekkillinn eftir Davíð Stefánsson. Þar er sjón sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Jóhanna Vigdís, fimm ára, og Nína, sex ára, segja að erfitt geti reynst að muna textann, en að áreiðanlegasta aðferðin ef illa fer sé að horfa á varirnar hjá vinkonum og vinum og kennurunum.Vísir
Tónlist Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Krakkar Tengdar fréttir Leikskólabörn safna fyrir ferð á Evrópumeistaramót í skák í Rúmeníu Leikskólabörn á Laufásborg safna fyrir ferð til Rúmeníu þar sem þau taka þátt í Evrópumeistaramóti í skák í lok mánaðarins. Listaverkauppboð fór fram á Eiðistorgi í dag til styrktar skákbörnunum sem eru fimm og sex ára. 11. maí 2019 19:00 Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Tugir barna á leikskólanum Laufásborg tefla skák á degi hverjum í skólanum. Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hefur veg og vanda af kennslunni. Kennari barnanna segir að skákin nýtist til að kenna stærðfræði og landafræði. 28. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Leikskólabörn safna fyrir ferð á Evrópumeistaramót í skák í Rúmeníu Leikskólabörn á Laufásborg safna fyrir ferð til Rúmeníu þar sem þau taka þátt í Evrópumeistaramóti í skák í lok mánaðarins. Listaverkauppboð fór fram á Eiðistorgi í dag til styrktar skákbörnunum sem eru fimm og sex ára. 11. maí 2019 19:00
Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Tugir barna á leikskólanum Laufásborg tefla skák á degi hverjum í skólanum. Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hefur veg og vanda af kennslunni. Kennari barnanna segir að skákin nýtist til að kenna stærðfræði og landafræði. 28. febrúar 2017 07:00