„Við erum ennþá í áfalli eftir þetta“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. mars 2023 19:30 Í samtali við Vísi fyrr í dag segir kærasta konunnar sem slasaðist að nokkuð hafi verið dregið úr atvikalýsingum í fréttum um slysið í gær. Vísir/Vilhelm „Við héldum að þetta væri eitthvað hryðjuverkadæmi. Það var ekki eins og þetta væri einhver lítil Súkka að bakka óvarlega út úr stæði,“ segir kærasta konunnar sem slasaðist í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík. Fram kom í frétt Vísis í gær að samkvæmt Þorsteini Gunnarssyni varðstjóra hjá slökkviliðinu var um óviljaverk að ræða og betur fór en á horfðist. Fram kom að kona hefði slasast í óhappinu og verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, ásamt einum til viðbótar. Þorsteinn sagðist halda að engin teljandi meiðsl hefðu orðið á fólki. Hins vegar varð töluvert tjón á bílunum, og á húsnæðinu þar sem bíllinn ók á rúðu verslunarrýmisins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig greint frá atvikinu og kom þar fram að „glerbrotum hefði rignt yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar.“ Þá kom fram bílinn hefði ekið utan í konu. „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn,“ sagði Auður Bryndís Sigurðardóttir, eigandi hársgreiðslustofunnar Hárfélagsins, í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi. Svakalegt högg Í samtali við Vísi fyrr í dag segir kærasta konunnar sem slasaðist að nokkuð hafi verið dregið úr atvikalýsingum í fréttum um slysið í gær. „Að bíllinn hafi „keyrt utan í konu“ er bara alls ekki rétt. Það er ekki eins og hann hafi bara aðeins nuddast utan í hana. Hann stígur bensínið í botn, bæði bakkar yfir hana og keyrir svo yfir hana.“ Konan sem Vísir ræddi við segist hafa skutlað kærustu sinni í klippingu áður en þetta gerðist og rétt verið búin að kveðja hana þegar slysið átti sér stað. Hún hafi því horft upp á þetta allt saman. Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla.Vísir/Vilhelm „Ég sat í bílstjórasætinu, hurðin var opin og ég er að segja bless við hana áður en hún fer í klippingu. Og þá kemur hann með svakalegu höggi. Þetta var eldri maður sem var með bílinn sinn í gangi, stór nýr Benz-jeppi. Hann kemst ekki inn um bílstjórahurðina því einhver lagði svo þétt upp að, þannig að hann fer farþegamegin og ætlar að klöngrast yfir. Hann stígur ekki í gólfið heldur stígur bensíngjöfina í botn og bíllinn smellur í bakkgír. Hann bakkar yfir hana og kemur svo á sömu ferð til baka því hann ætlar að setja bílinn í park en setur í drive. Hann er ennþá með bensíngjöfina í botni og keyrir svo aftur yfir hana. Svo endar hann inni í hárgreiðslustofunni.“ Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla. „Það var bara eins og hann væri óður því í fyrstu virtist hann ekki einu sinni vera undir stýri,“ segir konan. „Ég næ að hlaupa út og einhvern veginn náði ég að lyfta henni upp af götunni og forða okkur í burtu. Við héldum að bíllinn kæmi aftur því það var eins og það væri ennþá hreyfing á honum og við vissum ekki hvað manninum gekk til á þessari stundu. Svo var bara hringt á neyðarlínuna og allt fer í gang.“ Hún segir áfallið hafa verið mikið og meiðsli kærustu sinnar séu umtalsverð. „Hún er mjög mikið marin og það blæddi inn á vöðva og naglaförin eftir dekkin sjást hér og þar. Við erum ennþá í áfalli eftir þetta. Það er bara mildi að ekki hafið farið verr og hugur okkur er auðvitað hjá bílstjóranum, þar sem þetta var slys.” Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Fram kom í frétt Vísis í gær að samkvæmt Þorsteini Gunnarssyni varðstjóra hjá slökkviliðinu var um óviljaverk að ræða og betur fór en á horfðist. Fram kom að kona hefði slasast í óhappinu og verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, ásamt einum til viðbótar. Þorsteinn sagðist halda að engin teljandi meiðsl hefðu orðið á fólki. Hins vegar varð töluvert tjón á bílunum, og á húsnæðinu þar sem bíllinn ók á rúðu verslunarrýmisins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig greint frá atvikinu og kom þar fram að „glerbrotum hefði rignt yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar.“ Þá kom fram bílinn hefði ekið utan í konu. „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn,“ sagði Auður Bryndís Sigurðardóttir, eigandi hársgreiðslustofunnar Hárfélagsins, í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi. Svakalegt högg Í samtali við Vísi fyrr í dag segir kærasta konunnar sem slasaðist að nokkuð hafi verið dregið úr atvikalýsingum í fréttum um slysið í gær. „Að bíllinn hafi „keyrt utan í konu“ er bara alls ekki rétt. Það er ekki eins og hann hafi bara aðeins nuddast utan í hana. Hann stígur bensínið í botn, bæði bakkar yfir hana og keyrir svo yfir hana.“ Konan sem Vísir ræddi við segist hafa skutlað kærustu sinni í klippingu áður en þetta gerðist og rétt verið búin að kveðja hana þegar slysið átti sér stað. Hún hafi því horft upp á þetta allt saman. Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla.Vísir/Vilhelm „Ég sat í bílstjórasætinu, hurðin var opin og ég er að segja bless við hana áður en hún fer í klippingu. Og þá kemur hann með svakalegu höggi. Þetta var eldri maður sem var með bílinn sinn í gangi, stór nýr Benz-jeppi. Hann kemst ekki inn um bílstjórahurðina því einhver lagði svo þétt upp að, þannig að hann fer farþegamegin og ætlar að klöngrast yfir. Hann stígur ekki í gólfið heldur stígur bensíngjöfina í botn og bíllinn smellur í bakkgír. Hann bakkar yfir hana og kemur svo á sömu ferð til baka því hann ætlar að setja bílinn í park en setur í drive. Hann er ennþá með bensíngjöfina í botni og keyrir svo aftur yfir hana. Svo endar hann inni í hárgreiðslustofunni.“ Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla. „Það var bara eins og hann væri óður því í fyrstu virtist hann ekki einu sinni vera undir stýri,“ segir konan. „Ég næ að hlaupa út og einhvern veginn náði ég að lyfta henni upp af götunni og forða okkur í burtu. Við héldum að bíllinn kæmi aftur því það var eins og það væri ennþá hreyfing á honum og við vissum ekki hvað manninum gekk til á þessari stundu. Svo var bara hringt á neyðarlínuna og allt fer í gang.“ Hún segir áfallið hafa verið mikið og meiðsli kærustu sinnar séu umtalsverð. „Hún er mjög mikið marin og það blæddi inn á vöðva og naglaförin eftir dekkin sjást hér og þar. Við erum ennþá í áfalli eftir þetta. Það er bara mildi að ekki hafið farið verr og hugur okkur er auðvitað hjá bílstjóranum, þar sem þetta var slys.”
Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira