Skilur ekki hvernig Persónuvernd komst að niðurstöðunni Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2023 18:36 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, stóð í stafni í baráttunni við Covid-19. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir úrskurð Persónuverndar sem héraðsdómur felldi úr gildi í dag vera furðulegan. Fyrirtækið hafi einungis verið að sinna því verkefni sem sóttvarnalæknir fól þeim. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hafi brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Málið snýr að skimun Erfðagreiningar eftir mótefni gegn kórónuveirunni í blóði slembiúrtaks úr þjóðinni. Persónuvernd setti spurningarmerki við framkvæmdina og dró í efa að sýnatakan hefði verið í þágu sóttvarna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi þótt úrskurður Persónuverndar vera furðulegur og segir málið vera í alla staði óheppilegt. „Sóttvarnaryfirvöld fá okkur til að vinna fyrir sig. Við hættum að vinna okkar daglegu vinnu og fórum að sinna sóttvörnum í landinu. Gerðum ekki annað en það sem sóttvarnarlæknir bað okkur að gera og lagði blessun sína yfir. Samkvæmt lögum ber honum skylda að gera það sem það gerði,“ segir Kári. Talin vera vinna að vísindarannsókn Persónuvernd hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining hafi ekki verið að aðstoða sóttvarnalækni heldur að laumast í að vinna einhvers konar vísindarannsókn. „Að þeirri niðurstöðu komst Persónuvernd þrátt fyrir að sóttvarnalæknir hafi sagt að við höfum verið að sinna sóttvörnum og engu öðru. Þannig að ég held að það sé stóra spurningin. Hvernig í ósköpunum gat Persónuvernd komist að þessari niðurstöðu,“ segir Kári. Flestir hjá Persónuvernd afar hæfir og góðir Vill hann meina að úrskurður Persónuverndar grafi dálítið undan trausti manna af stofnuninni. Það sé ekki gott þar sem Persónuvernd hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi. „Hlutverki sem er oft óvinsælt. Erfitt að sannfæra menn um að það sé alltaf samfélaginu fyrir bestu að trúa af miklum krafti á persónuvernd. Með því að ákvarða á þennan hátt, sem gengur gegn öllum skilningi á því sem er að gerast, gengur gegn lögum og öllu slíku, þá er hætta á því að stofnunin sé að grafa undan trausti á sjálfri sér. Það er ekki eðlilegt,“ segir Kári. Vill hann leggja áherslu á að hjá Persónuvernd starfi fullt af afskaplega hæfu, góðu og fínu starfsfólki. Samskipti Íslenskrar erfðagreiningar við Persónuvernd hafi, með undantekningum, verið mjög góð. Dómsmál Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hafi brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Málið snýr að skimun Erfðagreiningar eftir mótefni gegn kórónuveirunni í blóði slembiúrtaks úr þjóðinni. Persónuvernd setti spurningarmerki við framkvæmdina og dró í efa að sýnatakan hefði verið í þágu sóttvarna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi þótt úrskurður Persónuverndar vera furðulegur og segir málið vera í alla staði óheppilegt. „Sóttvarnaryfirvöld fá okkur til að vinna fyrir sig. Við hættum að vinna okkar daglegu vinnu og fórum að sinna sóttvörnum í landinu. Gerðum ekki annað en það sem sóttvarnarlæknir bað okkur að gera og lagði blessun sína yfir. Samkvæmt lögum ber honum skylda að gera það sem það gerði,“ segir Kári. Talin vera vinna að vísindarannsókn Persónuvernd hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining hafi ekki verið að aðstoða sóttvarnalækni heldur að laumast í að vinna einhvers konar vísindarannsókn. „Að þeirri niðurstöðu komst Persónuvernd þrátt fyrir að sóttvarnalæknir hafi sagt að við höfum verið að sinna sóttvörnum og engu öðru. Þannig að ég held að það sé stóra spurningin. Hvernig í ósköpunum gat Persónuvernd komist að þessari niðurstöðu,“ segir Kári. Flestir hjá Persónuvernd afar hæfir og góðir Vill hann meina að úrskurður Persónuverndar grafi dálítið undan trausti manna af stofnuninni. Það sé ekki gott þar sem Persónuvernd hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi. „Hlutverki sem er oft óvinsælt. Erfitt að sannfæra menn um að það sé alltaf samfélaginu fyrir bestu að trúa af miklum krafti á persónuvernd. Með því að ákvarða á þennan hátt, sem gengur gegn öllum skilningi á því sem er að gerast, gengur gegn lögum og öllu slíku, þá er hætta á því að stofnunin sé að grafa undan trausti á sjálfri sér. Það er ekki eðlilegt,“ segir Kári. Vill hann leggja áherslu á að hjá Persónuvernd starfi fullt af afskaplega hæfu, góðu og fínu starfsfólki. Samskipti Íslenskrar erfðagreiningar við Persónuvernd hafi, með undantekningum, verið mjög góð.
Dómsmál Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira