Viðtalið við Hugh Grant og Jakob má sjá í innslaginu hér að ofan en Grant vakti mikla athygli vegna einstaklega leiðinlegrar framkomu í viðtali við kynni á Óskarnum nýverið.

„Auðvitað er hann pínu dónalegur við þessa konu. Greyið konan. En hún er náttúrulega vön því að tala við þessa hégómahöfðingja þarna. Þetta fólk hefur almennt lítið að segja nema hvað það sé spennt, allt sé frábært og allt sé dásamlegt,“ segir Jakob.

„Við getum haft eitt á hreinu: Leikarar eru mjög leiðinlegir upp til hópa. Þetta er mjög leiðinleg stétt. Þetta er almennt leiðinlegt fólk. Ég segi þetta algerlega með fullri virðingu og góður leikari er gulls ígildi, svo ég fari illa með góðan málshátt.“
Þrátt fyrir þetta segist Jakob hafa vissan skilning á aðstæðum Hugh Grant enda í grunninn ekki mikið um málið að segja. En það er þó óþarfi að vera dónalegur.