„Ég er bara á bleiku á skýi“ Hinrik Wöhler skrifar 18. mars 2023 15:59 Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn í dag. Vísir/Diego Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var kampakátur með sigur ÍBV á Val í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í Laugardalshöll í dag. Eyjakonur hafa þurft að bíða í talsverðan tíma eftir þessum titli en þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Eyjakvenna í nítján ár. „Ég er bara á bleiku á skýi, þetta er bara þvílík sælutilfinning. Þegar mínúta var eftir leiknum byrjaði mér að líða svona æðislega vel,“ sagði Sigurður glaðbeittur í samtali við Vísi eftir leik. Vestmanneyingar létu sig ekki vanta í stúkuna í dag og veittu sínum konum góðan stuðning. „Frábær stuðningur, svona er þetta alltaf. Hér eru 600 manns frá Vestmannaeyjum, bara æðislegur stuðningur. Auðvitað hjálpar það í svona leik, sérstaklega þegar eru áföll. Þá er virkilega gott að geta fengið þessa orku frá stúkunni. Auðvitað hjálpar það.“ Umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar markvörður ÍBV, Marta Wawrzynkowska, fékk að líta beint rautt spjald eftir samstuð við Theu Imani Sturludóttur. „Í leiknum fannst mér þetta galið, mér fannst þær bara hoppa saman og þetta væri mögulega tvær mínútur. Ég verð að viðurkenna þar sem ég er skaphundur að ég var alveg á þolmörkum en ég ákvað að kíkja á atvikið í hálfleik því ég var ekki búinn að jafna mig. Á endanum er ég sammála dómnum og ég sagði það við dómarana. Mér finnst hendin á Mörtu sveiflast í hana [Theu Imani], ég meina þetta eru engir vitleysingar að dæma. Þeir eru ekki að vísa henni af velli af einhverjum geðþótta.“ Sigurður missti af undanúrslitaleiknum á móti Selfossi en kom til baka á hliðarlínuna í úrslitaleikinn eftir að tekið út tveggja leikja leikbann. „Ég er trillusjómaður og er búinn að vera róa að undanförnu. Á meðan leikirnir voru í gangi voru menn að reyna ná í mig en það var ekkert hægt, ég var bara að fiska. Maður fær peninginn á sjónum en ekki í handboltanum,“ sagði sjómaðurinn og þjálfarinn, Sigurður Bragason, að lokum. Powerade-bikarinn ÍBV Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 31-29 | Bikarinn siglir til Eyja í fyrsta sinn í nítján ár Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004. 18. mars 2023 16:43 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
„Ég er bara á bleiku á skýi, þetta er bara þvílík sælutilfinning. Þegar mínúta var eftir leiknum byrjaði mér að líða svona æðislega vel,“ sagði Sigurður glaðbeittur í samtali við Vísi eftir leik. Vestmanneyingar létu sig ekki vanta í stúkuna í dag og veittu sínum konum góðan stuðning. „Frábær stuðningur, svona er þetta alltaf. Hér eru 600 manns frá Vestmannaeyjum, bara æðislegur stuðningur. Auðvitað hjálpar það í svona leik, sérstaklega þegar eru áföll. Þá er virkilega gott að geta fengið þessa orku frá stúkunni. Auðvitað hjálpar það.“ Umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar markvörður ÍBV, Marta Wawrzynkowska, fékk að líta beint rautt spjald eftir samstuð við Theu Imani Sturludóttur. „Í leiknum fannst mér þetta galið, mér fannst þær bara hoppa saman og þetta væri mögulega tvær mínútur. Ég verð að viðurkenna þar sem ég er skaphundur að ég var alveg á þolmörkum en ég ákvað að kíkja á atvikið í hálfleik því ég var ekki búinn að jafna mig. Á endanum er ég sammála dómnum og ég sagði það við dómarana. Mér finnst hendin á Mörtu sveiflast í hana [Theu Imani], ég meina þetta eru engir vitleysingar að dæma. Þeir eru ekki að vísa henni af velli af einhverjum geðþótta.“ Sigurður missti af undanúrslitaleiknum á móti Selfossi en kom til baka á hliðarlínuna í úrslitaleikinn eftir að tekið út tveggja leikja leikbann. „Ég er trillusjómaður og er búinn að vera róa að undanförnu. Á meðan leikirnir voru í gangi voru menn að reyna ná í mig en það var ekkert hægt, ég var bara að fiska. Maður fær peninginn á sjónum en ekki í handboltanum,“ sagði sjómaðurinn og þjálfarinn, Sigurður Bragason, að lokum.
Powerade-bikarinn ÍBV Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 31-29 | Bikarinn siglir til Eyja í fyrsta sinn í nítján ár Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004. 18. mars 2023 16:43 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Valur 31-29 | Bikarinn siglir til Eyja í fyrsta sinn í nítján ár Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004. 18. mars 2023 16:43