„Það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. mars 2023 19:34 Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir að viðræðurnar hafi ekki gengið nægilega vel. Vísir/Vilhelm Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni. Viðræður Rafiðnaðarsambandsins og VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur hafa staðið yfir að undanförnu þar sem þrýst hefur verið á að endurnýja samninga sem runnu út í nóvember. Í yfirlýsingu í vikunni var greindu VM og Rafiðnaðarsambandið frá því að viðræður hafi siglt í strand. „Þessar viðræður hafa ekki gengið nægilega vel að okkar mati og það lýsir sér bara í því að við erum ekki komin með kjarasamning enn þá og staðan er ekki þannig að maður sjái einhverja lausn í sjónmáli,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Mikil vonbrigði Í grunninn vilji þau ná samningi sem sé í takt við þá sem hafa verið gerðir á almenna vinnumarkaðinum. Það hafi ekki tekist, sem sé áhyggjuefni. Viðræður við önnur orkufyrirtæki, svo sem Landsvirkjun, hafi sömuleiðis gengið hægt. Um sé að ræða skammtímasamninga sem mikilvægt sé að klára sem fyrst til að geta hafið viðræður um langtímasamning. „Meginmarkmið samningsaðila hefur verið það að hefja viðræður upp á nýtt og á meðan þetta er enn óleyst þá er það auðvitað að tefja fyrir allri slíkri vinnu. Þannig það eru auðvitað mikil vonbrigði,“ segir Kristján. Möguleiki á verkföllum Félagsfólk hefur verið boðað á fund klukkan ellefu á mánudag til þess að ræða næstu skref í viðræðunum við Orkuveituna en vonir eru bundnar við að fyrirtækið komi að samningsborðinu. Óljóst er hvað þurfi til en aðspurður um hvort komið gæti til verkfallsaðgerða segist Kristján ekki vita hvað verður. „Auðvitað er möguleiki að beita slíku en við þurfum bara að heyra það frá okkar fólki hvað það vill gera. En það er ljóst að núverandi staða mun að óbreyttu ekki ganga upp þannig það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn,“ segir Kristján. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Viðræður Rafiðnaðarsambandsins og VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur hafa staðið yfir að undanförnu þar sem þrýst hefur verið á að endurnýja samninga sem runnu út í nóvember. Í yfirlýsingu í vikunni var greindu VM og Rafiðnaðarsambandið frá því að viðræður hafi siglt í strand. „Þessar viðræður hafa ekki gengið nægilega vel að okkar mati og það lýsir sér bara í því að við erum ekki komin með kjarasamning enn þá og staðan er ekki þannig að maður sjái einhverja lausn í sjónmáli,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Mikil vonbrigði Í grunninn vilji þau ná samningi sem sé í takt við þá sem hafa verið gerðir á almenna vinnumarkaðinum. Það hafi ekki tekist, sem sé áhyggjuefni. Viðræður við önnur orkufyrirtæki, svo sem Landsvirkjun, hafi sömuleiðis gengið hægt. Um sé að ræða skammtímasamninga sem mikilvægt sé að klára sem fyrst til að geta hafið viðræður um langtímasamning. „Meginmarkmið samningsaðila hefur verið það að hefja viðræður upp á nýtt og á meðan þetta er enn óleyst þá er það auðvitað að tefja fyrir allri slíkri vinnu. Þannig það eru auðvitað mikil vonbrigði,“ segir Kristján. Möguleiki á verkföllum Félagsfólk hefur verið boðað á fund klukkan ellefu á mánudag til þess að ræða næstu skref í viðræðunum við Orkuveituna en vonir eru bundnar við að fyrirtækið komi að samningsborðinu. Óljóst er hvað þurfi til en aðspurður um hvort komið gæti til verkfallsaðgerða segist Kristján ekki vita hvað verður. „Auðvitað er möguleiki að beita slíku en við þurfum bara að heyra það frá okkar fólki hvað það vill gera. En það er ljóst að núverandi staða mun að óbreyttu ekki ganga upp þannig það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn,“ segir Kristján.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira