Íhuga að búa til markað með sæði óbólusettra karlmanna Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 11:17 Gangi áformin eftir yrði Gettr ekki aðeins markaðstorg hægrisinnaðra hugmynda heldur einnig sæðis samsærissinnaðra og óbólusettra karlmanna. Vísir/Getty Stjórnendur lítils hægrisinnaðs samfélagsmiðils í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta miðlinum í markaðstorg fyrir sæði karlmanna sem hafa ekki látið bólusetja sig gegn Covid-19. Ein fjölmargra samsæriskenninga um Covid-19 er að bóluefni geri karla ófrjóa eða getulausa. Samfélagsmiðillinn Gettr er einn nokkurra sem var komið á fót eftir að helstu samfélagsmiðlafyrirtæki heims gerðu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, útlægan í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021. Jason Miller, einn ráðgjafa Trump, stofnaði miðilinn. Gettr hefur þó ekki notið þeirrar hylli sem Miller og félagar vonuðust eftir í upphafi. Reksturinn er nú svo þungur að stjórnendur miðilisins leita bókstaflega allra leiða til þess að renna styrkari stoðum undir hann. Tímaritið Rolling Stone segir að stjórnendur Gettr skoði nú alvarlega að búa til markaðstorg fyrir sæði úr mönnum. Söluhluti síðunnar gerði óbólusettum karlmönnum vettvang til þess að auglýsa afurð sína og selja hana hæstbjóðanda, væntanlega til undaneldis. Telja sig verða fengna til að fjölga mannkyninu aftur Mögulega eftirspurn eftir sæði karla sem eru ekki bólusettir við Covid-19 má rekja til mýgrúts samsæriskenninga um faraldurinn og bóluefnin sjálf. Ein þeirra gengur út á að bóluefnin valdi á endanum almennri ófrjósemi karla, ýmist vísvitandi eða óvart. Sumir samsæriskenningarsinnar telja það hluta af ráðabruggi um að fækka fólki á jörðinni. Fylgismenn kenningarinnar sem hafa ekki látið bólusetja sig kalla sjálfa sig „hreinblóðunga“ (e. truebloods) og reikna með að þeim verði í framtíðinni falið að sá höfrum sínum til að fjölga mannkyninu aftur. Ólíklegt er að þeim verði að þeim vonum sínum því heilbrigðisyfirvöld segja það þvætting að bóluefnin hafi áhrif á frjósemi fólks. Rolling Stone hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsfólk Gettr hafi miklar efasemdir um hversu vænlegt það sé að stofna sæðissölusíðu. Sala á sæði sé meðal annars mörgum reglum háð í mörgum löndum. „Þetta er bara svo vandræðalegt,“ segir einn þeirra við blaðið. Bandaríkin Bólusetningar Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Gettr er einn nokkurra sem var komið á fót eftir að helstu samfélagsmiðlafyrirtæki heims gerðu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, útlægan í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021. Jason Miller, einn ráðgjafa Trump, stofnaði miðilinn. Gettr hefur þó ekki notið þeirrar hylli sem Miller og félagar vonuðust eftir í upphafi. Reksturinn er nú svo þungur að stjórnendur miðilisins leita bókstaflega allra leiða til þess að renna styrkari stoðum undir hann. Tímaritið Rolling Stone segir að stjórnendur Gettr skoði nú alvarlega að búa til markaðstorg fyrir sæði úr mönnum. Söluhluti síðunnar gerði óbólusettum karlmönnum vettvang til þess að auglýsa afurð sína og selja hana hæstbjóðanda, væntanlega til undaneldis. Telja sig verða fengna til að fjölga mannkyninu aftur Mögulega eftirspurn eftir sæði karla sem eru ekki bólusettir við Covid-19 má rekja til mýgrúts samsæriskenninga um faraldurinn og bóluefnin sjálf. Ein þeirra gengur út á að bóluefnin valdi á endanum almennri ófrjósemi karla, ýmist vísvitandi eða óvart. Sumir samsæriskenningarsinnar telja það hluta af ráðabruggi um að fækka fólki á jörðinni. Fylgismenn kenningarinnar sem hafa ekki látið bólusetja sig kalla sjálfa sig „hreinblóðunga“ (e. truebloods) og reikna með að þeim verði í framtíðinni falið að sá höfrum sínum til að fjölga mannkyninu aftur. Ólíklegt er að þeim verði að þeim vonum sínum því heilbrigðisyfirvöld segja það þvætting að bóluefnin hafi áhrif á frjósemi fólks. Rolling Stone hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsfólk Gettr hafi miklar efasemdir um hversu vænlegt það sé að stofna sæðissölusíðu. Sala á sæði sé meðal annars mörgum reglum háð í mörgum löndum. „Þetta er bara svo vandræðalegt,“ segir einn þeirra við blaðið.
Bandaríkin Bólusetningar Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira