Saksóknari fær frest til að ákveða með ákæru í hryðjuverkamáli Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 15:07 Karl Ingi Vilbergsson er saksóknari í hryðjuverkamálinu svonefnda sem snýst þó þessa stundina aðallega um vopnalagabrot eftir að dómstólar vísuðu hryðjuverkahluta ákærunnar frá. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari fékk sjö vikna frest til þess að taka afstöðu til þess hvort gefin verði út ný ákæra í máli gegn tveimur karlmönnum sem hann sakaði um tilraun til hryðjuverka. Verjandi annars mannanna segir að koma verði í ljós hvort saksóknara takist að semja ákæru sem haldi vatni. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá köflum ákæru á hendur mönnunum tveimur sem fjölluðu um hryðjuverk í síðasta mánuði. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í þarsíðustu viku. Eftir standa ákæruliðir vegna vopnalagabrota á hendur þeim báðum og vegna fíkniefnabrots og brots á lyfjalögum á hendur öðrum þeirra. Mennirnir tveir hafa játað vopnalagabrotin að hluta. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, segir við Vísi að hann hafi óskað eftir fresti til þess að taka afstöðu til þess hvort hann gefi út nýja ákæru í málinu þegar það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dómari veitti frest til 8. maí. Samkvæmt lögum hefur ákæruvaldið þrjá mánuði til þess að gefa út nýja ákæru. Saksóknari vildi ekki tjá sig um hversu líklegt hann teldi að gefin yrði út ný ákæra. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir að verjendurnir nýti nú tímann og vinni greinargerðir um vopnalagabrotahluta ákærunnar. Þeir hafi ekki gert athugasemdir við að saksóknari fengi frest til að gera upp hug sinn. „Ég get vel skilið að það þurfi langa tíma því það er alls ekki einfalt að búa til ákæru sem nær einhvern veginn að halda vatni,“ segir Sveinn Andri sem hefur verið afar gagnrýninn á meðferð lögreglu og saksóknara á málinu mannanna tveggja. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá köflum ákæru á hendur mönnunum tveimur sem fjölluðu um hryðjuverk í síðasta mánuði. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í þarsíðustu viku. Eftir standa ákæruliðir vegna vopnalagabrota á hendur þeim báðum og vegna fíkniefnabrots og brots á lyfjalögum á hendur öðrum þeirra. Mennirnir tveir hafa játað vopnalagabrotin að hluta. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, segir við Vísi að hann hafi óskað eftir fresti til þess að taka afstöðu til þess hvort hann gefi út nýja ákæru í málinu þegar það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dómari veitti frest til 8. maí. Samkvæmt lögum hefur ákæruvaldið þrjá mánuði til þess að gefa út nýja ákæru. Saksóknari vildi ekki tjá sig um hversu líklegt hann teldi að gefin yrði út ný ákæra. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir að verjendurnir nýti nú tímann og vinni greinargerðir um vopnalagabrotahluta ákærunnar. Þeir hafi ekki gert athugasemdir við að saksóknari fengi frest til að gera upp hug sinn. „Ég get vel skilið að það þurfi langa tíma því það er alls ekki einfalt að búa til ákæru sem nær einhvern veginn að halda vatni,“ segir Sveinn Andri sem hefur verið afar gagnrýninn á meðferð lögreglu og saksóknara á málinu mannanna tveggja.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira